Hoppa yfir valmynd
3. mars 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vöruviðskiptin 2007

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 28. febrúar 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Hagstofa Íslands birti nýverið endurskoðaðar tölur fyrir inn- og útflutning á vörum árið 2007.

Um er að ræða bráðabirgðatölur sem enn geta tekið frekari breytingum.

Athygli vekur að útflutningur ársins er mun meiri en áður var gert ráð fyrir eða 302,8 ma. kr. í stað 287,6 ma.kr. áður. Aukinn útflutningur liggur að mestu leyti í útflutningi skipa og flugvéla í nóvember og desember en nú er gert ráð fyrir rúmlega 45,4 ma.kr. útflutningi skipa og flugvéla á árinu í stað 33,5 ma.kr. áður.

Þessi aukni útflutningur skipa og flugvéla, frá því sem gert var ráð fyrir í vetrarskýrslu ráðuneytisins, hefur þó ekki áhrif á hagvaxtarspá ársins 2007 þar sem hann dregur úr atvinnuvegafjárfestingu ársins að sama magni.

Annar útflutningur eykst þó einnig eða sem nemur 3,3 ma.kr. Innflutningur vöru er nú áætlaður 390,7 ma.kr. sem er einnig aukning frá fyrri tölum eða sem nemur 2,5 ma. kr. (án skipa og flugvéla) og er vöruskiptahallinn nú áætlaður 87,9 ma.kr. í stað 100,6 ma.kr. áður.

Mismunurinn, um 800 milljónir kr. (án aukins útflutnings skipa og flugvéla), eykur hagvöxt sl. árs um tæpt 0,1 prósentustig, en í vetrarskýrslu ráðuneytisins var spáð 2,7% hagvexti á sl. ári.

Vöruviðskiptin 2007 (ma.kr.)

Útflutningsframleiðsla
Bráðabirgðatölur
2007
Endurmetnar tölur
2007
Sjávarafurðir
128,4
127,7
Ál
80,6
80,3
Annað
45,1
49,4
Samtals
254,1
257,4
Útflutt skip og flugvélar
33,5
45,4
Breyting útflutningsvörubirgða
0,0
0,0
Vöruútflutningur alls
287,6
302,8
Vöruinnflutningur alls
388,2
390,7
Vöruskiptajöfnuður
-100,6
-87,9
Viðskiptajöfnuður (% af VLF)
-12,8
-11,8

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum