Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vöruskiptin í janúar 2008

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 7. febrúar 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru fluttar inn vörur fyrir 34,2 ma.kr. í janúar sem er lítilleg aukning frá síðasta mánuði en frá janúar í fyrra er raunaukningin um 20%.

Það sem mesta athygli vekur þegar rýnt er í undirliði innflutningsins er að innflutningur fólksbifreiða eykst umtalsvert á milli mánaða og er í sögulegu hámarki. Einnig er nokkur aukning í hrá- og rekstrarvörum þrátt fyrir að innflutningur á áloxíði dragist saman.

Innflutningur fjárfestingarvara og hluta til þeirra eykst á milli mánaða og hefur ekki verið meiri síðan í júlí á sl. ári. Innflutningur rafskauta til álframleðslu er áfram nokkuð mikill en eykst þó ekki á milli mánaða. Innflutningur á mat, drykkjarvörum og öðrum neysluvörum dregst saman á milli mánaða en er engu að síður mikill samanborið við janúar á sl. ári.

Staðvirtur vöruinnflutningur á skipa og flugvéla - janúar 2004 - janúar 2008

Fluttar voru út vörur fyrir 24,4 milljarða króna sem er nokkur aukning frá sl. mánuði þegar útflutningur nam einungis um 18,7 milljörðum króna. Útflutningur áls eykst að nýju eftir að hafa dregist töluvert saman í desember og útflutningur sjávarafurða er sambærilegur við útflutning sjávarafurða í desember. Í heild nam hallinn á vöruskiptajöfnuðinum í janúar 9,8 milljörðum króna. Athygli skal vakin á því að mat á hreyfingum undirliða inn- og útflutnings er byggt á eigin útreikningum en ekki bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum