Fréttatilkynning nr. 26/2000. Skipun ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu.

6.10.2000

Fjármálaráðherra hefur í dag skipað Baldur Guðlaugsson, hrl. ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu.

Með auglýsingu dags. 8. september s.l. var embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 4. þ.m. og bárust tvær umsóknir, frá Baldri Guðlaugssyni, hæstaréttarlögmanni og Þórhalli Arasyni, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu.

Baldur er skipaður í embættið frá og með 1. nóvember næstkomandi. Hann er fæddur hinn 8. desember 1946. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1973 og MA gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Medford Massachusetts Bandaríkjunum 1974. Baldur starfaði hjá Vinnuveitendasambandi Íslands 1974 til 1978 en hefur síðan rekið lögmannsstofu í Reykjavík. Hann varð héraðsdómslögmaður 1978 og hæstarréttarlögmaður 1983. Baldur er kvæntur og á fjögur börn.

Fjármálaráðuneytinu, 6. október 2000
Til baka Senda grein