Skipun skrifstofustjóra rekstrar- og upplýsingaskrifstofu fjármálaráðuneytisins

15.8.2008

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 12/2008

Fjármálaráðherra hefur skipað Angantý Einarsson til að gegna embætti skrifstofustjóra rekstrar- og upplýsingaskrifstofu fjármálaráðuneytisins frá 1. september 2008.

Angantýr lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1995. Hann hóf störf í fjármálaráðuneytinu að loknu háskólanámi, fyrst á starfsmannaskrifstofu, en svo á rekstrar- og upplýsingaskrifstofu. Angantýr hefur m.a. gegnt starfi rekstrarstjóra ráðuneytisins, staðgengils skrifstofustjóra rekstrar- og upplýsingaskrifstofu og fulltrúa fjármálaráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel.  Hann var settur skrifstofustjóri rekstrar- og upplýsingaskrifstofu 1. september 2007, til eins árs.

Alls bárust fjórar umsóknir um starfið.

Reykjavík 15. ágúst 2008Til baka Senda grein