Fréttir

Skattabreytingar á árinu 2017 - 30.12.2016

Á  árinu 2017 koma til framkvæmda ýmsar þegar samþykktar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki landsins. Hér á eftir verður fjallað um helstu efnisatriði breytinganna. Nánari upplýsingar um einstakar breytingar er að finna í greinargerðum viðkomandi lagafrumvarpa og öðrum skjölum á vef Alþingis, og einnig á vefsíðu ríkisskattstjóra

Lesa meira

Reglugerðir um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga, fasta starfsstöð og skil á ríki-fyrir-ríki skýrslum - 30.12.2016

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett þrjár nýjar reglugerðir sem taka gildi í ársbyrjun 2017. Um er að ræða reglugerð um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga, reglugerð um fasta starfsstöð og reglugerð um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslu. Í reglugerðunum er kveðið á um nánari útfærslu á viðeigandi lagaákvæðum ásamt því að tekið er á efnisatriðum sem þarfnast frekari skýringa.

Lesa meira

Skattþrepum fækkað í tvö, persónuafsláttur hækkar um 1,9% og skattleysismörk hækka um 2,4% - 23.12.2016

Arnarhvoll, húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins Mynd/Styrmir Kári

Samkvæmt gildandi lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal í upphafi árs hækka persónuafslátt hvers einstaklings í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði.

Lesa meira

Samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar - 20.12.2016

Ráðherranefnd um efnahagsmál hefur fjallað um viðvarandi styrkingu krónunnar og vaxandi hættu á ójafnvægi í hagkerfinu. 

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrir janúar-október 2016 - 13.12.2016

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar - október 2016 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. Handbært fé frá rekstri batnaði verulega á milli ára og var jákvætt um 72 ma.kr. samanborið við neikvætt handbært fé upp á 20 ma.kr. 2015. Lesa meira

Kynning á stöðu og horfum í efnahagsmálum og opinberum fjármálum - 8.12.2016

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman almenna kynningu á glærum um stöðu og horfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum.

Lesa meira

Fjárlagafrumvarp 2017 - 6.12.2016

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2017.

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 hefur verið lagt fram á Alþingi, í samræmi við fjármálastefnu og fjármálaáætlun til fimm ára, sem samþykktar voru í ágúst sl. og byggjast á nýrri löggjöf um opinber fjármál.

Lesa meira

Fjármála- og efnahagsráðuneytið á Facebook - 6.12.2016

Fjármála- og efnahagsráðuneytið opnar í dag Facebook-síðu,  samhliða því að fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 er lagt fram.

Lesa meira

Greinargerð um starfsemi Lindarhvols - 2.12.2016

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent Alþingi greinargerð með upplýsingum starfsemi Lindarhvols ehf. og framvindu vinnu við úrvinnslu þeirra stöðugleikaeigna sem ríkissjóður fékk í sinn hlut í tengslum við nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

Markvissari og greiðari aðgangur almennings að upplýsingum og þjónustu - 23.11.2016

Margir sóttu fund um upplýsingatæknimál ríkisins sem haldinn var 17. nóvember sl.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð 17. nóvember sl. fyrir fundi um upplýsingatæknimál ríkisins þar sem rætt var hvernig hið opinbera geti gert aðgang að upplýsingum og þjónustu við almenning greiðari, skilvirkari og markvissari.

Lesa meira

Leiðbeiningar til ríkisstofnana um notkun á tölvuskýjalausnum - 17.11.2016

Undanfarið hefur orðið mikil þróun á þeirri tækni sem hefur verið nefnd skýjaþjónusta (e. Cloud Computing). Með henni getur notandinn sjálfur afgreitt sig á netinu, t.d. við notkun á tölvukerfum, tölvuumhverfum eða tölvuinnviðum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, í samstarfi við Persónuvernd og Rekstrarfélag Stjórnarráðsins, hefur tekið saman gátlista um hverju stofnanir þurfa að huga að áður en tekin er ákvörðun um notkun tölvuskýja.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-september 2016 - 17.11.2016

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar - september 2016 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Athugasemdir frá Lindarhvoli vegna umfjöllunar um sölu á hlut og tengdum kröfum í Klakka - 14.11.2016

Vegna umfjöllunar um sölu á hlut og tengdum kröfum ríkissjóðs í Klakka ehf. hefur stjórn Lindarhvols, sem annast söluna, sent frá sér athugasemdir.

Lesa meira

Þróun launa starfsmanna sem heyra undir kjararáð - 4.11.2016

Í ljósi fyrirspurna vegna nýs úrskurðar kjararáðs um laun þjóðkjörinna fulltrúa hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið uppfært upplýsingar um launaþróunina sem birtar voru 28. apríl 2015.

Lesa meira

Ísland aðili að samningi WTO um viðskiptaliprun - 3.11.2016

Högni S. Kristjánsson og Roberto Azevêdo aðalframkvæmdastjóri WTO Högni S. Kristjánsson og Roberto Azevêdo aðalframkvæmdastjóri WTO ©WTO

Ísland gerðist aðili að samningi Alþjóðaviðskiptastofnarinnar, WTO, um viðskiptaliprun (Trade Facilitation Agreement) þann 31. október sl. 

Lesa meira

Aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl í samræmi við aðgerðaráætlun OECD og G20 ríkjanna - 28.10.2016

Nýverið voru samþykkt á Alþingi lög um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl. sem eru mikilvægur þáttur í aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda gegn meintum skattaundanskotum og notkun skattaskjóla. Jafnframt er þessi lagasetning í samræmi við þær alþjóðlegu skuldbindingar og samstarf sem Ísland hefur tekið virkan þátt í á undanförnum árum í baráttunni gegn skattsvikum.  

Lesa meira

Álagning lögaðila vegna rekstrarársins 2015 - 28.10.2016

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu á lögaðila á grundvelli rekstrarársins 2015. Álögð gjöld eru samtals 172,4 ma.kr. samanborið við 183,8 ma.kr. á síðasta ári. Lækkunin skýrist af því að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki („bankaskattur“) er ekki lengur lagður á slitabú fjármála­fyrirtækja og því dregst sá liður saman um 25 ma.kr. milli ára. 

Lesa meira

Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands - auglýsing nr. 2/2016 - 28.10.2016

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir:

Lesa meira

Greinargerð starfshóps um kaup og sölu á vöru og þjónustu milli landa - 26.10.2016

Stýrihópur sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði hefur nú skilað ráðherra greinargerð frá starfshópi sem falið var að endurskoða reglur um kaup og sölu á vöru og þjónustu milli landa. Greinargerðin inniheldur m.a. drög að lagafrumvarpi með breytingum á lögum um virðisaukaskatt og tollalögum.

Lesa meira

Stefna í lánamálum ríkisins 2017-2021 - 21.10.2016

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt stefnu í lánamálum ríkisins 2017-2021. Frá árinu 2011 hefur stefnan verið gefin út til þriggja ára í senn. 

Lesa meira

Framlög úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 2016 - 14.10.2016

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2016.

Lesa meira

Breyttar áherslur í opinberum innkaupum skila sparnaði - 13.10.2016

Sameiginleg innkaup á tölvum og tölvuskjám skiluðu sparnaði.

Ný heildarlög um opinber innkaup hafa verið samþykkt á Alþingi, sem auka skilvirkni í innkaupum og styðja við stefnumörkun um aukin sameiginleg innkaup stofnana. Tilraunaverkefni hafa gefið góða raun og skilað yfir 100 milljón króna lágmarksávinningi. 

Lesa meira

Yfirlýsing ríkis og sveitarfélaga vegna stöðu lífeyrismála opinberra starfsmanna - 10.10.2016

Heildarsamtök opinberra starfsmanna hafa lýst því yfir að efni lagafrumvarps um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sé ekki í fullu samræmi við samkomulag sem samtökin gerðu við ríki og sveitarfélög og undirritað var þann 19. september sl. Virðast heildarsamtökin telja að samkomulagið hafi falið í sér ótakmarkaða ábyrgð launagreiðenda á skuldbindingum A-deilda lífeyrissjóða næstu 20 árin.

Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands vegna frumvarps um almannatryggingar - 7.10.2016

Fyrir Alþingi liggur frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni aldraðra. Frumvarpið er afrakstur viðamikils samráðs við hagsmunaðila og felur í sér róttækustu breytingar á almannatryggingum í áratugi, m.a. breytt bótakerfi almannatrygginga, sveigjanleg starfslok og hækkun lífeyristökualdurs. 

Lesa meira

Ríkið eignast Geysissvæðið - 7.10.2016

Hjörleifur B. Kvaran og Bjarni Benediktsson undirrituðu kaupsamninginn.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélags Geysis ehf., undirrituðu í dag samning um kaup ríkisins á öllum eignarhluta landeigendafélagsins innan girðingar á Geysissvæðinu.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2016 - 6.10.2016

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar - ágúst 2016 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Fjórði fundur fjármálastöðugleikaráðs árið 2016 - 3.10.2016

Fjórði fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2016 var haldinn föstudaginn 30. september í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Lesa meira

Samræmt og sveigjanlegra lífeyriskerfi til framtíðar - 19.9.2016

Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaganna, BSRB, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands hafa í dag skrifað undir samkomulag um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna.

Lesa meira

Bankastjóri Innviðafjárfestingarbanka Asíu sækir Ísland heim - 9.9.2016

Jin Liqun, bankastjóri Innviðafjárfestingarbanka Asíu, ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.

Bankastjóri Innviðfjárfestingarbanka Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB), Jin Liqun, er staddur  í heimsókn á Íslandi og mun meðan á dvölinni stendur hitta fulltrúa stjórnvalda og atvinnulífs. Ísland gerðist á síðasta ári stofnaðili að bankanum, en hlutverk hans er að styðja við eflingu innviða í Asíu.

Lesa meira

Vegna yfirlýsingar um ábyrgð ríkissjóðs á innstæðum - 9.9.2016

Ríkisstjórn Íslands hefur eftir samráð við Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands ákveðið að ekki sé tilefni til þess að hafa í gildi yfirlýsingu um ábyrgð ríkissjóðs á innstæðum.

Lesa meira

Tillögur að umbótum á skattkerfinu - 6.9.2016

Verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu hefur skýrslu til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld um hvernig hægt sé að einfalda skattkerfið og gera það skilvirkara. 

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrir janúar-júlí 2016 - 5.9.2016

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar - júlí 2016 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. Handbært fé frá rekstri batnaði verulega á milli ára og var jákvætt um 19,4 ma.kr. samanborið við neikvætt handbært fé upp á 52,7 ma.kr. 2015. 

Lesa meira

Moody's hækkar ríkissjóð í A-flokk - 1.9.2016

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s Investor Service tilkynnti fyrr í dag að ákveðið hefði verið að hækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep, úr Baa2 í A3, með stöðugum horfum. Svo mikil hækkun í einu lagi er sjaldgæf en Moody‘s segir að það endurspegli hraðan og víðtækan framgang í endurreisn Íslands eftir fall bankakerfisins haustið 2008.

Lesa meira

Skipaður skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála - 31.8.2016

Björn Þór Hermannsson

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Björn Þór Hermannsson til að gegna embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála, frá 1. september næstkomandi.

Lesa meira

Rýmkun undanþágu frá útgáfu lýsinga - 29.8.2016

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 836/2013 um almenn útboð verðbréfa að verðmæti jafnvirðis 100.000 evra til 5.000.000 evra í íslenskum krónum.

Lesa meira

Heildarútgjöld ríkissjóðs innan fjárheimilda á fyrri hluta ársins - 29.8.2016

Heildarútgjöld ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins voru innan fjárheimilda að því er fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri sem sýnir stöðu fjármála innan ársins hjá einstökum ríkisaðilum í A-hluta ríkissjóðs með hliðsjón af veittum fjárheimildum samkvæmt yfirliti Fjársýslu ríkisins. Meirihluti fjárlagaliða er innan fjárheimilda á fyrstu sex mánuðum ársins. 

Lesa meira

Sala á landi ríkisins í Skerjafirði í samræmi við samkomulag - 26.8.2016

Sala og afsal á landi í eigu ríkisins við Reykjavíkurflugvöll fyrr í mánuðinum er í samræmi við samkomulag frá í mars 2013 sem þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra gerði við Reykjavíkurborg. Fullnægjandi heimildir voru fyrir hendi til sölunnar. Þetta kemur fram í minnisblaði sem fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram í ríkisstjórn í dag. 

Lesa meira

Greinargerð um starfsemi Lindarhvols - 26.8.2016

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent Alþingi greinargerð með upplýsingum starfsemi Lindarhvols ehf. og framvindu vinnu við úrvinnslu þeirra stöðugleikaeigna sem ríkissjóður fékk í sinn hlut í tengslum við nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja. Einnig er í greinargerðinni áætlun um framgang verksins til næstu mánaða.

Lesa meira

100 milljónir króna sparast í kjölfar fimm sameiginlegra útboða - 19.8.2016

Á vormánuðum stóð verkefnisstjórn um bætt innkaup að fimm sameiginlegum örútboðum innan núverandi rammasamningskerfis m.a. á tölvum, tölvuskjám, pappír o.fl. Alls tóku 55 stofnanir þátt í útboðunum og er áætlaður lágmarksávinningur þeirra yfir 100 milljónir króna. 

Lesa meira

Aukið frelsi - losun fjármagnshafta - 16.8.2016

Frelsi einstaklinga og fyrirtækja til fjármagnshreyfinga til og frá landinu og til gjaldeyrisviðskipta eykst verulega samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra sem lagt verður fram á Alþingi á morgun.

Lesa meira

Kaup á fyrstu fasteign auðvelduð - 15.8.2016

Fasteignakaup verða auðveldari og afborganir léttari fyrir nýja kaupendur á fasteignamarkaði verði tillögur ríkisstjórnarinnar í frumvarpi til laga um stuðning við kaup á fyrstu íbúð samþykktar.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrir janúar - júní 2016 - 3.8.2016

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar - júní 2016 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Breytt aðferðafræði matsfyrirtækisins Fitch færir lánshæfismat langtímaskuldbindinga í innlendum gjaldmiðli til samræmis við lánshæfismat erlendra skuldbindinga til langs tíma - 22.7.2016

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hélt í vikunni matsfundi innan fyrirtækisins þar sem endurskoðað var lánshæfismat á langtímaskuldbindingum í innlendum gjaldmiðli fyrir lönd þar sem mismunur er á langtímaeinkunn í erlendum og innlendum gjaldmiðli. 

Lesa meira

Fundar með starfshópi sem metur umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum - 21.7.2016

Bandaríski hagfræðingurinn dr. James S. Henry hefur verið fenginn hingað til lands til þess að funda með starfshópi á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem vinnur að því að meta umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum.

Lesa meira

Fitch staðfestir BBB+ lánshæfiseinkunn Íslands með stöðugum horfum - 15.7.2016

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendum gjaldmiðli sem BBB+ og A- í innlendum gjaldmiðli. Einkunnir fyrir skuldabréf (e. senior unsecured bonds) í erlendum og innlendum gjaldmiðli eru staðfestar sem BBB+ og A-. 

Lesa meira

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest BBB+/A-2 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum - 15.7.2016

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest BBB+/A-2 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. Standard & Poor's reiknar með kröftugum hagvexti næstu árin, knúnum af ferðaþjónustu og öflugri einkaneyslu.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til nýrra laga um kjararáð til umsagnar - 15.7.2016

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi til nýrra laga um kjararáð og eru þau birt hér til umsagnar.

Lesa meira

Skýrsla um launaþróun frá 2006-2015 - 14.7.2016

Skýrsla SALEK um launaþróun

Þriðja skýrsla SALEK hópsins, heildarsamtak vinnumarkaðarins, Í kjölfar kjarasamninga, er komin út. Í skýrslunni er fjallað um launaþróunina frá 2006 til 2015.

Lesa meira

Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs árið 2016 - 7.7.2016

Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2016 var haldinn þriðjudaginn 5. júlí í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Á fundi ráðsins var farið yfir helstu áhættuþætti í fjármálakerfinu og greinargerð kerfisáhættunefndar til fjármálastöðugleikaráðs. 

Lesa meira

Fundargerð fyrsta fundar Þjóðhagsráðs - 7.7.2016

Þjóðhagsráð kom saman til fyrsta fundar 8. júní sl, en hlutverk þess er að greina stöðu efnahagsmála og ræða samhengi ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.

Lesa meira

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs janúar-maí 2016 - 6.7.2016

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar - maí 2016 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Undirritun tvísköttunarsamnings við Austurríki - 30.6.2016

Auðunn Atlason og Michael undirrituðu tvísköttunarsamninginn

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Austurríkis til að koma í veg fyrir tvísköttun og nær samningurinn til tekju- og eignaskatta.

Lesa meira

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga 2016 - 29.6.2016

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga sem færist nú fram um einn mánuð samkvæmt breytingu sem var lögfest í lok síðasta árs.  Álagningin 2016 tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2015 og eignastöðu þeirra 31. desember 2015.

Lesa meira

Undirritun tvísköttunarsamnings við Liechtenstein - 27.6.2016

Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein og Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra Íslands við undirritun samningsins.

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Liechtenstein um afnám tvísköttunar og koma í veg fyrir skattsvik og skattundanskot. Nær samningurinn til tekju- og eignaskatta. Undirritunin fór fram í Bern í Sviss og undirritaði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra samninginn fyrir hönd Íslands en Aurelia Frick utanríkisráðherra fyrir hönd Liechtenstein.

Lesa meira

Ríkissjóður Íslands kaupir eigin bréf í flokki RIKH 18 1009 - 24.6.2016

Ríkissjóður Íslands keypti í dag til baka bréf í óverðtryggða ríkisbréfaflokknum RIKH 18 1009 að nafnverði 30 ma.kr. á verðinu 100,29.  

Lesa meira

Fjármála- og efnahagsráðherra frummælandi á ráðstefnu Euromoney - 24.6.2016

Bjarni Benediktsson í panel á ráðstefnu Euromoney

Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, var meðal frummælenda á árlegri skuldabréfaráðstefnu á vegum Euromoney í London á miðvikudaginn. Ráðstefnan hefur verið haldin í 25 ár og leiðir saman helstu fjárfesta, skuldabréfaútgefendur og fulltrúa fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

Samstarfssamningur ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og tollstjóra um eflt samstarf í skatta- og innheimtumálum - 23.6.2016

Samstarf stofnana fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem fara með skatta- og innheimtumál verður eflt og aukið með nýjum samstarfssamningi sem búið er að undirrita.

Lesa meira

Launamunur kynjanna meðal ríkisstarfsmanna ekki aukist milli ára - 22.6.2016

Þróun kynbundins launamunar ríkisstarfsmanna í aðildarfélögum BHM

Óleiðréttur kynbundinn launamunur félagsmanna aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu var óbreyttur milli áranna 2014 og 2015, eða 8,5%, að því er rauntölur úr launakerfi ríkisins sýna.

Lesa meira

Framkvæmdastjórn AGS ræddi stöðu og horfur í íslenskum efnahagsmálum - 22.6.2016

Hinn 20. júní síðastliðinn fór fram reglubundin umræða í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um stöðu og horfur í íslensku efnahagslífi samkvæmt fjórðu grein stofnsáttmála AGS (e. Article IV discussion). Sendinefnd AGS var hér á landi til viðræðna við íslensk stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila í apríl síðastliðnum og eru skýrslur þeirra um íslenskt efnahagslíf birtar í dag.

Lesa meira

Samið um að innleiða framleiðslutengda fjármögnun Landspítala - 21.6.2016

Bjarni Benediktsson, Katrín E Hjörleifsdóttir, Páll Matthíasson og Kristján Þór Júlíusson eftir undirritun samningsins.

Samningur um innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar Landspítala sem byggist á alþjóðlega DRG flokkunarkerfinu var undirritaður í dag . Markmiðið er að tryggja árangursríka heilbrigðisþjónustu og hagkvæma nýtingu fjár.

Lesa meira

Ríkisreikningur 2015 - 16.6.2016

Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2015 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Helstu niðurstöður eru að tekjujöfnuður ársins var jákvæður um 20,0 ma.kr. sem er í samræmi við áætlanir. Til samanburðar var tekjujöfnuður ársins 2014 jákvæður um 46,4 ma.kr.

Lesa meira

Ríkissjóður greiðir upp skuldabréf fyrir 62 milljarða króna - 16.6.2016

Ríkissjóður Íslands hefur í dag greitt upp skuldabréf sem gefin voru út árið 2011 og voru á gjalddaga í dag. Eftirstöðvar skuldabréfanna námu 503 milljónum Bandaríkjadala eða um 62 milljörðum króna. Bréfin verða greidd af gjaldeyrisinnstæðum ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands.

Lesa meira

Skýrsla um nýja Evrópulöggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID II/MiFIR) - 13.6.2016

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman skýrslu um nýja Evrópulöggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga, svokallað MiFID II / MiFIR regluverk. Skýrslan er til upplýsinga fyrir haghafa, þ.e. neytendur, fjármálafyrirtæki, stjórnmálamenn og aðra þá sem málið varðar.

Lesa meira

Jákvæðar tekjuhorfur hjá hinu opinbera í nýrri þjóðhagsspá - 10.6.2016

Hagvöxtur

Ný þjóðhagsspá Hagstofunnar hefur jákvæð áhrif á tekjuáætlun ríkissjóðs og hins opinbera í heild. Spár stofnunarinnar eru notaðar sem forsendur fjárlagagerðar og nýja spáin er bjartsýnni um framvindu efnahagsmála en sú síðasta sem kom út í febrúar. 

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-apríl 2016 - 6.6.2016

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar - apríl 2016 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira

Skipuð skrifstofustjóri lögfræðisviðs - 6.6.2016

Lilja Sturludóttir

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Lilju Sturludóttur til að gegna embætti skrifstofustjóra lögfræðisviðs. 

Lesa meira

Ráðstafanir til að sporna gegn neikvæðum áhrifum innstreymis erlends gjaldeyris - 2.6.2016

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um gjaldeyrismál, lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

Skýrsla um kostnað og endurheimtur ríkissjóðs af falli bankanna - 2.6.2016

Að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa dr. Ásgeir Jónsson og dr. Hersir Sigurgeirsson unnið skýrslu þar sem lagt er mat á hreinan kostnað ríkissjóðs af falli viðskiptabankanna haustið 2008 og endurreisn bankakerfisins í kjölfarið. Ráðuneytið óskaði í mars sl. eftir því að skýrslan yrði unnin og hefur henni nú verið skilað.

Lesa meira

Skipun fjármálaráðs - 1.6.2016

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað fjármálaráð í samræmi við lög um opinber fjármál sem tóku gildi um áramót.

Lesa meira

Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands - auglýsing nr. 1 2016 - 31.5.2016

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir:

Lesa meira

Aukin hagræðing og sveigjanleiki með notkun skýjalausna hjá ríkinu - 26.5.2016

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur látið gera skýrslu um helstu eiginleika og útfærslur skýjalausna, með það að markmiði að ná fram hagræðingu og auknum sveigjanleika í rekstri tengdum upplýsingatækni ríkisins. 

Lesa meira

Frumvarp um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum - 25.5.2016

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um aðgerðir stjórnvalda til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. Frumvarpið felur í sér ýmsar breytingar á skatta- og tollalögum en tilefni þess eru nýlegar upplýsingar um eignir Íslendinga í skattaskjólum og möguleg undanskot frá skatti sem kalla á tafarlaus og afdráttarlaus viðbrögð af hálfu íslenskra stjórnvalda.

Lesa meira

Framlög úr ríkissjóði til framhaldsskóla í greiðsluvanda - 25.5.2016

Sjö framhaldsskólar sem átt hafa í greiðsluerfiðleikum hafa fengið greidd framlög sem ætlað er að mæta vandanum. Framlögin taka mið af rekstraráætlun skólanna og eru greidd út þrátt fyrir uppsafnaða skuld við ríkissjóð. Framlögin nema alls tæpum 100 milljónum króna og voru ákveðin eftir að fjármála- og efnahagsráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið höfðu farið yfir stöðu skóla sem glíma við greiðsluvanda. 

Lesa meira

Svör við algengum spurningum vegna laga um meðferð aflandskrónueigna - 24.5.2016

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman svör við algengum spurningnum vegna laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. 

Lesa meira

Heildarútgjöld ríkissjóðs innan fjárheimilda á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 - 24.5.2016

Heildarútgjöld ríkissjóðs á fyrsta ársfjórðungi 2016 voru innan fjárheimilda að því er fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri sem sýnir stöðu fjármála á fyrsta ársfjórðungi hjá einstökum ríkisaðilum í A-hluta ríkissjóðs með hliðsjón af veittum fjárheimildum. Meirihluti fjárlagaliða er innan fjárheimilda á fyrstu þrem mánuðum ársins. 

Lesa meira

Næsti áfangi í losun fjármagnshafta - 20.5.2016

Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi.

Lesa meira

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs árið 2016 - 19.5.2016

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2016 var haldinn miðvikudaginn 18. maí í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Lesa meira

Norræn ráðstefna um alþjóðlegar aðgerðir í skattamálum - 19.5.2016

Norræna skattrannsóknarráðið heldur í dag og á morgun ráðstefnu um alþjóðlegar aðgerðir til þess að draga úr möguleikum til að rýra skattstofna með því að flytja hagnað til lágskattaríkja.

Lesa meira

Niðurstöður útboðs vegna farmiðakaupa Stjórnarráðsins - 17.5.2016

Stjórnarráðið hefur undanfarið unnið markvisst að endurskipulagningu innkaupa á flugmiðum. Aukið hagræði við innkaupin næst með miðlægum farmiðainnkaupum hjá Rekstrarfélagi stjórnarráðsins, sem nú eru hafin. Þá var auglýst útboð vegna farmiðakaupa hjá Ríkiskaupum í febrúar sl. og liggur niðurstaða þess fyrir.

Lesa meira

Vefur um störf Lindarhvols ehf. - 13.5.2016

Félagið Lindarhvoll ehf. hefur opnað vef , þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um starfsemi félagsins. Félagið hefur það hlutverk að  annast umsýslu með og fullnusta þær eignir sem lagðar eru til ríkissjóðs sem hluti af svokölluðu stöðugleikaframlagi fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-mars 2016 - 13.5.2016

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar - mars 2016 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira

Ísland undirritar samkomulag um aukið gagnsæi í alþjóðlegum skattamálum - 12.5.2016

Ísland er í hópi sex ríkja sem í dag undirrituðu í Kína samkomulag á vegum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) um aukið gagnsæi í starfsemi alþjóðlegra fyrirtækjasamsteypa, m.a. með því að heimila aðildarríkjum að skiptast sjálfvirkt og tvíhliða á yfirlitsskýrslum (Country-by-Country report). 

Lesa meira

Fjármálastefna og fjármálaáætlun fyrir hið opinbera lagðar fram í fyrsta sinn - 29.4.2016

Fjármálastefna og fjármálaáætlun fyrir hið opinbera til fimm ára, sem lagðar voru fram á Alþingi í dag, fela í sér að hægt verði á næstu árum að búa enn frekar í haginn fyrir komandi kynslóðir með því að greiða niður opinberar skuldir, draga úr álögum á fólk með lægri og sanngjarnari sköttum, byggja upp samfélagslega innviði og treysta til muna grunnþjónustu ríkisins með hækkun bóta, eflingu heilbrigðiskerfisins og auknum gæðum menntunar.

Lesa meira

Starfshópur vegna skattaundanskota og skattaskjóla - 29.4.2016

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu fjármála- og efnahagsráðherra, að skipaður verði sérstakur starfshópur til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt.

Lesa meira

Lindarhvoll ehf. tekur til starfa - 27.4.2016

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, á grundvelli  breytinga sem Alþingi gerði í mars sl. á lögum um Seðlabanka Íslands, sett á stofn félagið Lindarhvol ehf. og skipað því stjórn.

Lesa meira

Vegna ranghermis í tengslum við einkahlutafélag sem fer með stöðugleikaeignir - 27.4.2016

Vegna ranghermis í fréttum í tengslum við einkahlutafélag sem annast skal umsýslu og fullnustu stöðugleikaeigna, tekur fjármála- og efnahagsráðuneytið fram, að fjármálaráðherra gegnir ekki stjórnarformennsku í félaginu.

Lesa meira

Um 72 milljarða króna aukning á tekjum ríkissjóðs á árinu 2016 í uppfærðri tekjuáætlun - 26.4.2016

Tekjur ríkissjóðs á árinu 2016 aukast í heild um tæpa 72 milljarða króna frá fjárlögum ársins samkvæmt uppfærðri tekjuáætlun sem gerð var í tengslum við útgáfu ríkisfjármálaáætlunar (voráætlunar) fyrir árin 2017–2021.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrir janúar-febrúar 2016 - 22.4.2016

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar - febrúar 2016 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 12,1 ma.kr. samanborið við 46,3 ma.kr. 2015

Lesa meira

Gerð tvísköttunarsamnings við Liechtenstein - 20.4.2016

Tekist hefur samkomulag milli Íslands og Liechtenstein um gerð tvísköttunarsamnings milli ríkjanna. Voru samningsdrög árituð af formönnum samninganefndanna í lok fundar sem nýlega var haldinn í Vaduz í Liechtenstein.

Lesa meira

Tímamót í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga með nýju samkomulagi - 18.4.2016

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins.

Samkomulag vegna markmiða um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2017-2021 var í dag undirritað af fjármála- og efnahagsráðherra, innanríkisráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samkomulagið markar tímamót í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga og byggir á nýjum lögum um opinber fjármál.  Í þeim er kveðið á um nýjar áherslur þar sem horft er á opinber fjármál sem heild og áhersla lögð á að tryggja gott samspil opinberra fjármála og hagstjórnar.

Lesa meira

Tölvur á 27% lægra verði en áður - 15.4.2016

Verulegur sparnaður náðist í nýafstöðnu sameiginlegu útboði stofnana ríkisins á tölvum og ljósritunarpappír. Niðurstaða fyrsta sameiginlega útboðsins á tölvum liggur nú fyrir og er veittur afsláttur um 50% miðað við listaverð seljenda og innkaupsverð 27% lægra en besta verð sem ríkinu hefur áður boðist.

Lesa meira

Upplýsingaskiptasamningur undirritaður - 13.4.2016

Undirritun upplýsingaskiptasamningsins. Sendiherrar Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í London undirrituðu samninginn.

Undirritaður var í dag upplýsingaskiptasamningur Íslands við Sameinuðu arabísku furstadæmin. Með honum er lögð lokahönd á sameiginlegt átak Norðurlandanna sem hófst árið 2006. Með þessu hafa verið undiritaðir alls 44 upplýsingaskiptasamningar við ríki sem OECD hefur skilgreint sem lágskattaríki. 

Lesa meira

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - 12.4.2016

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur lokið tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Sendinefndin fundaði með fulltrúum stjórnvalda, Seðlabanka Íslands og fleirum. Yfirlýsing sendinefndarinnar vegna heimsóknarinnar var kynnt á fundi með blaða- og fréttamönnum  í dag. 

Lesa meira

Alþjóðleg þátttaka Íslands til að koma í veg fyrir skattasniðgöngu - 6.4.2016

Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að taka þátt í samstarfi sem lýtur að því að koma í veg fyrir alþjóðlega skattasniðgöngu. Markmiðið er að auka gagnsæi og styrkja skattframkvæmd í því skyni að allir framteljendur skili þeim sköttum til samfélagsins sem þeim ber.

Lesa meira

Ársfjórðungsuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2015 - 4.4.2016

Heildarútgjöld ríkissjóðs á árinu 2015 námu 645,8 ma.kr. að því er fram kemur í bráðabirgðaársuppgjöri sem sýnir stöðu fjármála á árinu hjá einstökum ríkisaðilum í A-hluta ríkissjóðs með hliðsjón af veittum fjárheimildum. 

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs í janúar 2016 - 30.3.2016

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar 2016 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Greinargerðir um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta - 21.3.2016

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta, samkvæmt lögum nr. 16/2013 frá Alþingi. 

Lesa meira

Ræða fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands 17. mars 2016 - 17.3.2016

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Ræða fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands 17. mars 2016.

Lesa meira

Óskað eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila og annarra vegna endurskoðunar á skattlagningu ökutækja og eldsneytis - 15.3.2016

Starfshópur sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í febrúar sl. og vinnur að endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis óskar eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila og annarra vegna áformanna. Endurskoðunin lýtur í meginatriðum að því að rannsaka núverandi fyrirkomulag og framkvæmd skattlagningar ökutækja og eldsneytis, leggja til breytingar á gildandi lögum og gera tillögu að framtíðarstefnu stjórnvalda í þessum efnum. 

Lesa meira

Betri opinber innkaup í forgangi - 9.3.2016

Betri nýting skattfjár og hagkvæmni í opinberum innkaupum hefur verið eitt af forgangsmálum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Vinna við að greina og bæta vinnubrögð í innkaupum ríkisaðila hófst þegar vorið 2014, þegar fjármálaráðherra skipaði starfshóp undir forystu Jóns Björnssonar, framkvæmdastjóra til að móta stefnu í innkaupamálum. Umfjöllun Kastljóss um málið 9. mars 2016 byggist að stórum hluta á vinnu þess hóps.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-desember 2015 - 4.3.2016

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – desember 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira

Tollkvóti fyrir kartöflunasl frá Noregi - 22.2.2016

Með vísan til reglugerðar nr. 110/2016, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 10. febrúar 2016, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir kartöflunasl í tollskrárnúmeri 2005.2003, sem upprunnið er í Noregi og er innflutt þaðan, sbr. bókun 4 við EES-samninginn.

Lesa meira

80 fyrirtæki og stofnanir tóku þátt í Framadögum - 16.2.2016

Frá kynningu á Stjórnarráðinu á Framadögum 2016.

Framadagar háskólanna voru haldnir á dögunum í Háskólanum í Reykjavík. Framadagar hafa verið haldnir árlega frá árinu 1995 og eru viðburður þar sem fyrirtæki og stofnanir fá tækifæri til að kynna sig og starfsemi sína fyrir háskólanemum. Í þetta sinn tóku ríflega 80 fyrirtæki og stofnanir þátt í viðburðinum.

Lesa meira

Starfshópur metur ábyrgð lífeyrisskuldbindinga vegna samrekstrar ríkis og sveitarfélaga - 12.2.2016

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu samstarfsnefndar ríkis og sveitarfélaga (Jónsmessunefndar), að skipa starfshóp í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem hefur það hlutverk að meta ábyrgð lífeyrisskuldbindinga sem myndast hafa í opinberum lífeyrissjóðum vegna samrekstrar ríkisins og sveitarfélaga og ýmissa viðfangsefna sem kostuð hafa verið af þessum aðilum.

Lesa meira

Hagkvæm innkaup leiðarljós í útboði Stjórnarráðsins á farmiðum - 12.2.2016

Útboð vegna sameiginlegra farmiðakaupa Stjórnarráðsins verður auglýst um helgina og er markmiðið að ná sem hagkvæmustum innkaupum að teknu tilliti til heildarkostnaðar og ferðatíma.

Lesa meira

Bréf fjármála- og efnahagsráðherra til stjórnar Bankasýslu ríkisins vegna umræðu um sölu Landsbankans á hlut í Borgun - 11.2.2016

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent meðfylgjandi bréf til stjórnar Bankasýslu ríkisins vegna umræðu um sölu Landsbankans á hlut hans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun. 

Lesa meira

Ríkisskattstjóri verðlaunaður fyrir frumkvöðlastarf í nýtingu upplýsingatækni - 10.2.2016

Ríkisskattstjóri hlaut á dögunum upplýsingatækniverðlaun SKÝ árið 2016 fyrir áralangt frumkvöðlastarf í nýtingu upplýsingatækni, en verðlaunin voru veitt í lokahófi UT-messunnar. 

Lesa meira

Stór skref í átt til gagnsæis og aðhalds í ríkisrekstri með birtingu reikninga - 1.2.2016

Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst á þessu ári stíga stór skref í átt til þess að bæta aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins í samræmi við stefnu stjórnvalda þar um. Unnið er að því að reikningar úr bókhaldi ríkisins, sem ekki hafa hingað til komið fyrir sjónir almennings, verði birtir. Helstu markmið með birtingunni eru aukið gagnsæi og aðhald í ríkisrekstri og bætt stjórnsýsla.

Lesa meira

Vegna gagna sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna árið 2009 - 1.2.2016

Þann 10. júní á síðasta ári svaraði fjármála- og efnahagsráðuneytið erindi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem óskað var eftir því að nefndin fengi afrit af tilgreindum gögnum er varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna á árinu 2009. Svarinu var fylgt eftir með bréfi, dags. 18. september sl., þar sem einstök atriði voru nánar skýrð. Engar athugasemdir hafa borist ráðuneytinu frá þingnefndinni í framhaldi af því.

Lesa meira

Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs árið 2016 - 25.1.2016

Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2016 var haldinn föstudaginn 22. janúar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjallað var um áhættu í fjármálakerfinu. Fram kom að horfur væru á auknu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum á næstu misserum. Vöxtur útlána lánakerfisins í heild væri enn innan hóflegra marka en líkur væru á aukinni eftirspurn eftir útlánum í náinni framtíð. 

Lesa meira

Lokauppgjör vegna höfuðstólsleiðréttingar húsnæðislána - 22.1.2016

Nýlega var gengið frá lokauppgjöri milli ríkissjóðs og fjármálafyrirtækja vegna höfuðstólsleiðréttingar fasteignaveðlána. Greiðslan var lokaáfangi í framkvæmd aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. 

Lesa meira

Útboð á farmiðum í febrúar - 21.1.2016

Útboð vegna farmiðakaupa Stjórnarráðsins verður auglýst í febrúar næstkomandi, en undirbúningur vegna þess hefur staðið undanfarin misseri.

Lesa meira

Undirritun yfirlýsingar um gagnkvæm upplýsingaskipti í skattamálum við Sviss - 20.1.2016

Undirritun yfirlýsingar í Osló þann 18. janúar 2016. Hermann Ingólfsson sendiherra Íslands og Rudolf Knoblauch sendiherra Sviss.

Íslensk og svissnesk stjórnvöld hafa undirritað yfirlýsingu þar sem fram kemur að ríkin ætli að hefja reglubundin gagnkvæm skipti á upplýsingum á árinu 2018 vegna tekjuársins 2017.  Jafnframt kemur fram að ríkin muni taka upp viðræður um aukin samskipti á sviði fjármálaþjónustu.

Lesa meira

Vegna umræðu um kaup á eignarhlut ríkisins í fasteignum St. Jósefsspítala - 20.1.2016

Vegna  umræðu um kaup Hafnarfjarðarbæjar á eignarhlut ríkisins í fasteignum St. Jósefsspítala vil fjármála- og efnahagsráðuneytið taka fram eftirfarandi.

Lesa meira

Fitch staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs: Horfur stöðugar - 16.1.2016

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfismat ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt sem BBB+ og fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt sem A-.

Lesa meira

S&P hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs - 15.1.2016

Standard og Poor's hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í BBB+ vegna framgangs við losun fjármagnshafta og lækkandi skulda ríkisins

Lesa meira

Sækir stofnfund Innviðafjárfestingabanka Asíu - 15.1.2016

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mun dagana 16.-17. janúar sækja stofnfund Innviðafjárfestingabanka Asíu. Á fundinum verður bankinn formlega stofnsettur, samþykkt verða helstu reglur um starfsemi bankans og fyrsta stjórn hans kjörin.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-nóvember 2015 - 13.1.2016

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs  fyrir janúar – nóvember 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Öll tölvukaup stofnana ríkisins í sameiginlegum útboðum - 13.1.2016

Unnið er að því að innkaup stofnana ríkisins á tölvubúnaði á þessu ári verði framkvæmd í sameiginlegum útboðum. Er það í samræmi við nýlega samþykkt ríkisstjórnarinnar um að koma á sameiginlegum innkaupum ríkisstofnana með það að markmiði að nýta stærð ríkisins sem kaupanda og ná þannig fram hagræðingu í innkaupum.

Lesa meira

Ríkissjóður greiðir 50 milljarða króna inn á skuldabréf Seðlabanka Íslands – 10% lækkun skulda á árinu 2015 - 5.1.2016

Í lok árs 2015 greiddi ríkissjóður 49,9 milljarða króna inn á skuldabréf Seðlabanka Íslands. Er þetta ein stærsta einstaka afborgun af skuldum ríkissjóðs til þessa. Afborguninni var mætt með lækkun á sjóðsstöðu ríkissjóðs hjá Seðlabankanum.

Lesa meira