Fréttir

Skattabreytingar um áramót - 30.12.2015

Á liðnu haustþingi voru að venju ýmsar tillögur að breytingum í skattamálum í þeim frumvörpum sem urðu að lögum fyrir jól. Um áramótin taka því gildi nokkrar breytingar sem snerta skatta á heimili og fyrirtæki með almennum hætti, en sumar þeirra voru lögfestar á fyrri þingum. Hér verður farið yfir hinar helstu þeirra.

Lesa meira

Drög að frumvarpi vegna heildarendurskoðunar laga um opinber innkaup til umsagnar - 23.12.2015

Starfshópur um heildarendurskoðun á lögum um opinber innkaup hefur unnið drög að frumvarpi til nýrra laga vegna innleiðinga á Evróputilskipunum á sviði opinberra innkaupa og er umsagna um drögin óskað.

Lesa meira

Persónuafsláttur hækkar um 2,0%, tekjumiðunarmörk um 8,7% og tryggingagjald lækkar um 0,14 prósentustig - 22.12.2015

Samkvæmt gildandi lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal í upphafi árs hækka persónuafslátt hvers einstaklings í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði.

Lesa meira

Ný lög um opinber fjármál samþykkt - 21.12.2015

Alþingi hefur samþykkt ný lög um opinber fjármál og taka þau gildi um áramót. Í nýjum lögum er sérstök áhersla á  langtímahugsun, stöðugleika, aga við framkvæmd fjárlaga og bætt reikningsskil. Ný lög fela í sér verulegar breytingar á fjármálum hins opinbera og viðteknum verkferlum og verkaskiptingu þeirra sem að þeim koma. 

Lesa meira

Bætur almannatrygginga hækka - 11.12.2015

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur að gefnu tilefni tekið saman upplýsingar um bótahækkanir elli- og örorkulífeyrisþega, útgjaldaþróun almannatrygginga og aðrar réttindabætur sem orðið hafa í almannatryggingakerfinu frá því um mitt ár 2013.

Lesa meira

Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk - 11.12.2015

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ásamt Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra og Halldór Halldórssyni, formanni stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga við undirritun samkomulagsins

Tekist hefur samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga sem felur í sér endanlega niðurstöðu um fjármögnun þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk samkvæmt lögum um málaflokkinn. Samkomulagið var undirritað í dag. Samhliða var kynnt skýrsla verkefnisstjórnar um faglegt og fjárhagslegt mat á yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaganna.

Lesa meira

Skipaður fjársýslustjóri frá 1. janúar 2016 - 10.12.2015

Ingþór Karl Eiríksson

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Ingþór Karl Eiríksson í embætti fjársýslustjóra til fimm ára frá 1. janúar 2016.

Lesa meira

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs janúar-október 2015 - 9.12.2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs  fyrir janúar – október 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Greitt fyrir komu erlendra sérfræðinga í tækni- og hugverkageira - 8.12.2015

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Fjármála- og efnahagsráðherra stefnir að því að leggja fram í vetur frumvörp sem greiða fyrir því að laða megi að erlenda sérfræðinga til starfa í tækni- og rannsóknarfyrirtækjum hér á landi. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar á tækni- og hugverkaþingi sl. föstudag.

Lesa meira

Akstursgjald ríkisstarfsmanna-auglýsing nr. 3/2015 - 30.11.2015

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið akstursgjald í aksturssamningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana sem hér segir:

Lesa meira

Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um úrbætur á tekjuskattskerfi einstaklinga og barna- og vaxtabótum - 27.11.2015

Aþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra unnið úttekt á tekjuskattlagningu einstaklinga og barna- og vaxtabótakerfunum með frekari úrbætur í huga, en síðustu ár hefur markvisst verið unnið að því að einfalda íslenska skattkerfið á sem flestum sviðum. Skýrsla sjóðsins um úttektina liggur nú fyrir ásamt hugmyndum að mögulegum breytingum á kerfunum.

Lesa meira

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs janúar-september 2015 - 20.11.2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – september 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Volkswagen óskar eftir því að viðbótarkröfum verði beint að fyrirtækinu - 17.11.2015

Forstjóri Volkswagen Group óskar eftir því að viðbótarkröfum skatta og gjalda vegna rangrar skráningar mengunarefna í útblæstri ökutækja frá Volkswagen, sem fjallað hefur verið um að undanförnu, verði beint að Volkswagen Group en ekki að viðskiptavinum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í bréfi forstjórans til fjármála- og efnahagsráðherra, sem barst 13. nóvember sl.

Lesa meira

Frumvarp sem tekur á athugasemdum ESA um skattareglur - 12.11.2015

Fjármála- og efnahagsráðherra leggur í þessum mánuði fram frumvarp fyrir Alþingi þar sem lagðar eru til breytingar á tekjuskattslögum er snúa að brottfararskatti, þ.e. skattlagningu við tilfærslu félaga yfir landamæri og bankaábyrgð. Með þessu er brugðist við áliti sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, sendi frá sér í gær.

Lesa meira

Ársfjórðungsuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins - 6.11.2015

Heildarútgjöld ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins námu 472,4 ma.kr. að því er fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri sem sýnir stöðu fjármála innan ársins hjá einstökum ríkisaðilum í A-hluta ríkissjóðs með hliðsjón af veittum fjárheimildum.  Meirihluti fjárlagaliða er innan fjárheimilda á tímabilinu. 

Lesa meira

Álagning lögaðila vegna rekstrarársins 2014 - 2.11.2015

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu á lögaðila á grundvelli rekstrarársins 2014. Álögð gjöld eru samtals 183,8 ma.kr. samanborið við 181,1 ma.kr. á síðasta ári og nemur hækkunin því um 2,7 ma.kr. Stærstu breytingarnar á milli ára snerta tekjuskatt lögaðila, sem hækkar um 8,2 ma.kr. og sérstakan fjársýsluskatt, sem lækkar um 7.ma.kr.

Lesa meira

Greinargerð um umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði - 30.10.2015

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman greinargerð um þær umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði sem standa fyrir dyrum á yfirstandandi löggjafarþingi. Fjármála- og efnahagsráðherra stefnir að því að leggja fram nokkur viðamikil frumvörp í vetur sem breyta og bæta  umgjörð fjármálaþjónustu.

Lesa meira

Breytingar á dagpeningum vegna ferðalaga ríkisstarfsmanna innanlands - 29.10.2015

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið breytingu á dagpeningum til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins.

Lesa meira

Samráð Seðlabanka Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra um undanþágur til slitabúa viðskiptabankanna þriggja - 28.10.2015

Fyrirliggjandi drög að nauðasamningum slitabúanna þriggja uppfylla kröfur laga um gjaldeyrismál um að efndir nauðasamninganna ásamt fyrirhuguðum mótvægisráðstöfunum leiði hvorki til óstöðugleika í gengis- og peningamálum né raski fjármálastöðugleika, að mati Seðlabanka Íslands.  Þetta kemur fram í greinargerð Seðlabanka vegna uppgjörs fallinna fjármálafyrirtækja á grundvelli stöðugleikaskilyrða.

Lesa meira

Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í 36 stundir - 28.10.2015

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra undirrituðu í dag yfirlýsingu þar sem stjórnvöld lýsa vilja til þess að kanna með tilraunaverkefni hvort unnt sé að stytta vinnutíma án launaskerðingar og ná fram gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og stofnana. Lesa meira

Bréf vegna samráðs um veitingu undanþága til slitabúa viðskiptabankanna þriggja - 27.10.2015

Fjármála- og efnhagsráðherra hafa borist bréf frá Seðlabanka Íslands, dags. 26. október. Þar er leitað samráðs við ráðherra vegna veitingar vilyrða fyrir undanþágum til slitabúa viðskiptabankanna þriggja - Landsbanka Íslands, Kaupþings og Glitnis, vegna gjaldeyrisviðskipta og fjármagnshreyfinga í tengslum við nauðasamninga og endanleg slit búanna.  Bréfunum fylgir greinargerð um áhrif af uppjöri þessara búa á greiðslujöfnuð og fjármálastöðugleika.

Lesa meira

Breytt tillaga hóps kröfuhafa Glitnis hf. vegna stöðugleikaframlags - 20.10.2015

Hópur kröfuhafa Glitnis hf. hefur lagt til breytingar á fyrri tillögu sinni, sem sett var fram með bréfi 8. júní sl., um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við heildstæða áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta sem kynnt var sama dag. Í bréfi sem barst fjármála- og efnahagsráðherra í dag leggja þessir sömu kröfuhafar Glitnis til að öllum eignarhlut Glitnis í Íslandsbanka verði afsalað til  ríkisins, sem muni þá eignast bankann að fullu.  

Lesa meira

Framlög úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 2015 - 15.10.2015

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2015.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um viðbótarskýrslu í tengslum við höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána - 13.10.2015

Ranglega kemur fram í grein Kjarnans í dag að fjármála- og efnahagsráðherra hafi enn ekki svarað beiðni þingmanna um viðbótarskýrslu vegna höfuðstólslækkunar verðtryggðra húsnæðislána, en umrædd beiðni var ekki samþykkt á Alþingi.

Lesa meira

Áhrif bættra mælikvarða velferðar á stefnumótun: OECD - bein útsending - 13.10.2015

rni Benediktsson í pallborði á fundi OECD í Mexíkó

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur í dag þátt í pallborðsumræðum á heimsfundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í Guadalajara í Mexíkó undir yfirskriftinni Transforming policy and behaviour to improve lives: it's already happening.

Lesa meira

Gunnar H. Hall lætur af embætti fjársýslustjóra - 12.10.2015

Gunnar H. Hall fjársýslustjóri lætur af embætti um næstu áramót og kemur til starfa í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Lesa meira

Aðgerðaráætlun OECD gegn rýrnun skattstofns og tilfærslu hagnaðar - 12.10.2015

Efnahags- og framfarastofnununin (OECD) ásamt leiðtogum G20 ríkjanna hefur kynnt lokaskýrslu vegna BEPS aðgerðaráætlunarinnar. BEPS stendur fyrir enska heitið Base Erosion and Profit Shifting og snýr að aðgerðum gegn rýrnun skattstofns og tilfærslu hagnaðar.

Lesa meira

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs janúar-ágúst 2015 - 9.10.2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – ágúst 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.Tekjujöfnuðurinn var lítillega jákvæður sem er betri staða en gert hafði verið ráð fyrir.

Lesa meira

Ráðherra á fundum AGS, Alþjóðabankans og OECD - 8.10.2015

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer fyrir sendinefnd ráðuneytisins sem sækir dagana 9.-11. október ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Lima í Perú. 

Lesa meira

Sett skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar - 7.10.2015

Guðrún Þorleifsdóttir

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett Guðrúnu Þorleifsdóttur til að gegna embætti skrifstofustjóra skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar.

Lesa meira

Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2015 - 5.10.2015

Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2015 var haldinn föstudaginn 2. október í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Lesa meira

Lokaskýrsla nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands  - 1.10.2015

Nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands, sem skipuð var í fyrra, hefur skilað lokaskýrslu sinni til fjármála- og efnahagsráðherra. 

Lesa meira

Greinargerð starfshóps um endurskoðun reglna um virðisaukaskatt og ferðaþjónustu - 22.9.2015

Starfshópur sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði um endurskoðun reglna um virðisaukaskatt og ferðaþjónustu hefur lokið starfi sínu og skilað greinargerð.

Lesa meira

Greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta - 22.9.2015

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta, samkvæmt lögum nr. 16/2013 frá Alþingi. 

Lesa meira

Mikilvægur áfangi í áætlun um losun fjármagnshafta: ESA skoðar ekki frekar ráðstafanir sem varða frádrátt frá stöðugleikaskatti - 21.9.2015

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hyggst ekki taka til frekari skoðunar ráðstafanir íslenskra stjórnvalda í tengslum við aðgerðaáætlun um losun fjármagnshafta, sem varða frádrátt frá stöðugleikaskatti og framlag í samræmi við stöðugleikaskilyrði. Niðurstaðan er mikilvægur áfangi í áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta sem kynnt var í júní á þessu ári. 

Lesa meira

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs janúar-júlí 2015 - 15.9.2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – júlí 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Fjárlagafrumvarp 2016 - 8.9.2015

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir fjárlagafrumvarp ársin 2016. Mynd/Pressphotos

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016 hefur verið lagt fram á Alþingi. Gert er ráð fyrir 15,3 mia.kr. afgangi og er þetta þriðja árið í röð sem frumvarp til fjárlaga er hallalaust. Afgangur af frumjöfnuði verður áfram verulegur, eða um 73 mia.kr sem er meira en í flestum öðrum löndum um þessar mundir.

Lesa meira

Töfluyfirlit vegna þingfyrirspurnar um skattstofna, gjöld og markaða tekjustofna - 2.9.2015

Alþingi hefur birt á vef sínum svör fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um skattstofna, gjöld og markaða tekjustofna, sem lögð var fram sl. vor. Svarinu fylgja umfangsmikil töfluyfirlit sem ekki reyndist unnt að birta í þingskjali og eru yfirlitin því birt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytis.

Lesa meira

Ný skýrsla OECD: Góðar horfur í íslenskum efnahagsmálum - 1.9.2015

Bjarni Benediktsson og Angel Gurría á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu Mynd/Pressphotos

Góðar horfur eru í íslenskum efnahagsmálum og árangur hefur náðst á mörgum sviðum, en áskoranir eru enn til staðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar  (OECD)  um Ísland, sem birt var í dag, en slíkar skýrslur eru gefnar út á tveggja ára fresti. 

Lesa meira

Drög að frumvarpi til nýrra laga um vátryggingastarfsemi birt til umsagnar - 27.8.2015

Nefnd á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis sem skipuð var í október 2010 hefur unnið að gerð frumvarps til nýrra laga um vátryggingastarfsemi sem liggur nú fyrir í drögum og óskað er umsagna um. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram á nk. haustþingi og miðast gildistaka þess við 1. janúar 2016. 

Lesa meira

Heildarlög um stofnanakerfi ríkisins undirbúin - 27.8.2015

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra um að hefja undirbúning að gerð heildarlaga um stofnanakerfið.

Lesa meira

Samkomulag um endurreisn bygginga og menningarlandslags við fyrsta búnaðarskólann - 19.8.2015

Þröstur Ólafsson, formaður stjórnar Minjaverndar, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnaahagsráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins undirrituðu samkomulagið í Ólafsdal í dag.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag, fyrir hönd ríkissjóðs, samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði, en þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta íslenska búnaðarskólann árið 1880. Markmiðið með samkomulaginu er endurreisn bygginga og menningarlandslags á staðnum þar sem m.a. er áformað að reka menningartengda ferðaþjónustu. 

Lesa meira

Heildarútgjöld ríkissjóðs innan fjárheimilda á fyrri hluta ársins - 14.8.2015

Heildarútgjöld ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins voru innan fjárheimilda að því er fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri sem sýnir stöðu fjármála innan ársins hjá einstökum ríkisaðilum í A-hluta ríkissjóðs með hliðsjón af veittum fjárheimildum. Meirihluti fjárlagaliða er innan fjárheimilda á fyrstu sex mánuðum ársins. 

Lesa meira

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins  - 12.8.2015

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Hlutverk stofnunarinnar er að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum í samræmi við lög, góða stjórnsýsluhætti og eigendastefnu ríkisins. 

Lesa meira

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs janúar-júní 2015 - 6.8.2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – júní 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Ríkissjóður kaupir eigin skuldabréf að nafnvirði 400 milljónir Bandaríkjadala - 5.8.2015

Ríkissjóður hefur leyst til sín eigin skuldabréf að nafnvirði 400 milljónir Bandaríkjadala í skuldabréfaflokknum “ICELAND 4.875% 06/16/16” (ISIN USX3446PDH48/US451029AD49).

Lesa meira

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs janúar-maí 2015 - 5.8.2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – maí 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Fitch hækkar lánshæfismat ríkissjóðs í BBB+ - 24.7.2015

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hækkaði í dag lánshæfismat ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt um einn flokk, í BBB+ frá BBB með stöðugum horfum. Jafnframt hækkar lánshæfismat fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr F3 í F2 og landseinkunn hækkar í BBB+ úr BBB.

Lesa meira

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga 2015 - 24.7.2015

Ríkisskattstjóri hefur nú lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga. Álagningin 2015 tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2014 og eignastöðu þeirra 31. desember 2014.

Lesa meira

Standard og Poor's hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs - 17.7.2015

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard og Poor's tilkynnti í dag um hækkun á lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands úr BBB- í BBB. S&P hefur einnig hækkað einkunnina til skamms tíma úr A-3 í A-2. Horfur verða áfram stöðugar.

Lesa meira

Ríkissjóður greiðir upp Avens skuldabréf - 15.7.2015

Í dag hefur ríkissjóður greitt upp eftirstöðvar svokallaðs Avens skuldabréfs að fjárhæð 192 milljónir evra auk vaxta. Upphaflegt nafnverð bréfsins var 402 milljónir evra og var það afborgunarbréf, gefið út árið 2010 með lokagjalddaga 2025.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til nýrra laga um fasteignalán birt til umsagnar - 10.7.2015

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði nefnd hinn 12. janúar 2014 sem falið var að semja frumvarp til nýrra laga um fasteignalán sem tæki mið af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði (fasteignalánatilskipunin).

Lesa meira

Tollar af 1609 tollskrárnúmerum afnumdir - 9.7.2015

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagaráðherra, hefur boðað afnám allra tolla, að tollum á matvöru undanskildum, í tveimur skrefum. Stefnt er að afnámi tolla á fatnað og skó 1. janúar 2016 og afnám annarra tolla komi til framkvæmda 1. janúar 2017. Almenn vörugjöld höfðu áður verið afnumin um síðustu áramót.

Lesa meira

Yfirlit yfir þingmál fjármála- og efnahagsráðherra á nýafstöðnu þingi - 8.7.2015

Á þinginu í vetur lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram  20 lagafrumvörp, misjafnlega efnismikil.  Alls samþykkti þingið 17 af þessum frumvörpum en tvö þeirra eru enn í umfjöllun nefndar.

Lesa meira

Rafræn skilríki fyrir farsíma örugg - 3.7.2015

Öryggisgalli í Samsung Galaxy snjallsímum hefur ekki áhrif á öryggi rafrænna skilríkja í tækjunum. Þetta er niðurstaða sérfræðinga hjá ráðgjafafyrirtækjunum Admon og Syndis sem fjármála- og efnahagsráðuneytið óskaði eftir að ályktaði um málið eftir að öryggisfyrirtækið NowSecure greindi frá öryggisgallanum á dögunum.

Lesa meira

Frumvarp um stöðugleikaskatt samþykkt samhljóða   - 3.7.2015

Alþingi samþykkti í dag frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um stöðugleikaskatt, en þverpólitísk samstaða var um afgreiðslu þess í þinginu. Með nýjum lögum um stöðugleikaskatt er lögfestur einskiptis skattur í því markmiði að skapa forsendur fyrir losun þeirra fjármagnshafta sem komið var á hérlendis í kjölfarið á hruni fjármálakerfisins árið 2008.

Lesa meira

Moody's hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs - 30.6.2015

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs  í Baa2 úr Baa3. 

Lesa meira

Ríkisreikningur 2014 - 29.6.2015

Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2014 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Helstu niðurstöður eru að tekjujöfnuður ársins var jákvæður um 46,4 ma.kr. sem er betri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir. Til samanburðar var smávægilegur tekjuhalli á árinu 2013.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-apríl 2015 - 29.6.2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – apríl 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira

Stofnun Innviðafjárfestingabanka Asíu - 29.6.2015

Stofnskrá Innviðafjárfestingabanka Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB), sem Ísland er stofnaðili að, var samþykkt á ráðherrafundi stofnríkja bankans í Peking í dag. Ragnar Baldursson sendifulltrúi skrifaði undir fyrir hönd Íslands. 

Lesa meira

Yfirlýsing um starfsskilyrði og kjaramál hjúkrunarfræðinga - 24.6.2015

Stjórnvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við kjarasamninga ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Lesa meira

Fimm ára innleiðingaráætlun um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð samþykkt í ríkisstjórn - 19.6.2015

Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun fimm ára innleiðingaráætlun um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Fyrsta verkefnið á þessu sviði var unnið árið 2005 og árið 2009 hófst formleg innleiðing. Frá þeim tíma hafa verið unnin fjölmörg og fjölbreytt verkefni í öllum ráðuneytum á sviði kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. Áhersla á kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð hefur aukist mjög að undanförnu á alþjóðavísu og þar með þekking á kynjaáhrifum fjárlaga. Lesa meira

Hlutfall kvenna í nefndum á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis eykst  - 18.6.2015

Hlutfall kvenna sem sitja í nefndum og ráðum sem skipaðar eru af fjármála- og efnahagsráðherra var 43% árið 2014 og hafði ekki áður verið hærra.  Tíu árum fyrr, eða árið 2004 var hlutfallið 23%. 

Lesa meira

Rafræn skilríki í farsíma uppfylla hæsta öryggisstig - 18.6.2015

Farsímar

Rafræn skilríki, hvort heldur sem er á korti eða í farsíma, eru öruggasta almenna rafræna auðkenningin sem í boði er hér á landi. Skilríkin uppfylla hæsta öryggisstig, samkvæmt úttekt á fullvissustigi rafrænna auðkenna.

Lesa meira

Skilyrði niðurfellingar vörugjalda á bifreiðar fatlaðs fólks útvíkkað  - 16.6.2015

Einfaldari og skýrari reglur voru hafðar að leiðarljósi í breytingum á lögum um tekjuskatt ofl. sem Alþingi samþykkti í gær. Breytingarnar hafa meðal annars í för með sér að allur vafi er tekinn af um skilyrði niðurfellingar vörugjalda á bifreiðar fatlaðs fólks.

Lesa meira

Tómas Brynjólfsson skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar - 15.6.2015

Tómas Brynjólfsson

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Tómas Brynjólfsson til að gegna embætti skrifstofustjóra skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar.

Lesa meira

Skýrsla um ný heildarlög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða - 11.6.2015

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði nefnd sérfræðinga hinn 30. september 2013 sem falið var það verkefni að vinna frumvarp til nýrra laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða byggt á efnisreglum tilskipunar 2011/61/ESB. 

Lesa meira

Bréf frá kröfuhöfum LBI hf., Kaupthing hf. og Glitni hf. - 9.6.2015

Fjármála- og efnahagsráðherra, sem formanni stýrinefndar um losun fjármagnshafta, hefur borist erindi frá lögfræðilegum ráðgjafa tiltekinna kröfuhafa Kaupþings hf., Glitnis hf. og LBI hf. (gamla Landsbankans). 

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrir janúar-mars 2015 - 8.6.2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – mars 2015 liggur nú fyrir. Það gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.  Lesa meira

Heildstæð aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta kynnt - 8.6.2015

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fyrir Alþingi tvö frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaáætlun um afnám fjármagnshafta.

Lesa meira

Áframhaldandi upplýsingafundir að því er varðar losun gjaldeyrishafta (LBI) - 8.6.2015

Í dag tilkynnti fjármálaráðuneytið að haldið hafi verið áfram með upplýsingafundi með aðilum sem verða fyrir áhrifum gjaldeyrishaftanna á Íslandi um tillögur sem stjórnvöld eru að íhuga um losun þeirra hafta.

Lesa meira

Áframhaldandi upplýsingafundir að því er varðar losun gjaldeyrishafta (Kaupþing) - 8.6.2015

Í dag tilkynnti fjármálaráðuneytið að haldið hafi verið áfram með upplýsingafundi með aðilum sem verða fyrir áhrifum gjaldeyrishaftanna á Íslandi um tillögur sem stjórnvöld eru að íhuga um losun þeirra hafta.

Lesa meira

Áframhaldandi upplýsingafundir að því er varðar losun gjaldeyrishafta (Glitnir)  - 8.6.2015

Í dag tilkynnti fjármálaráðuneytið að haldið hafi verið áfram með upplýsingafundi með aðilum sem verða fyrir áhrifum gjaldeyrishaftanna á Íslandi um tillögur sem stjórnvöld eru að íhuga um losun þeirra hafta.

Lesa meira

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði - 29.5.2015

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í dag ráðstafanir í tengslum við gerð kjarasaminga á almennum vinnumarkaði. Aðgerðirnar eru í 11 liðum og lúta að ýmsum sviðum skatta- og velferðar- og húsnæðismála sem og úrbótum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála. 

Lesa meira

Breytingar á dagpeningum vegna ferðalaga ríkisstarfsmanna innanlands - 27.5.2015

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið breytingu á dagpeningum til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins.

Lesa meira

Lán frá Póllandi greitt upp - 27.5.2015

Fjármálaráðherrar Íslands og Póllands á blaðamannafundi í dag

Ríkissjóður Íslands endurgreiðir fyrirfram í vikunni lán frá Póllandi sem tekið var árið 2009 í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda eftir fall fjármálakerfisins, sem studd var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Um er að ræða endurgreiðslu að fjárhæð 204 milljónir slota, jafnvirði um 7,3 milljarða króna. Lánsloforð Pólverja var upp á 630 milljónir slota og þar af nýtti Ísland um þriðjung. Lánið var á gjalddaga á árunum 2015-2022

Lesa meira

Undirritun FATCA samnings við Bandaríkin - 26.5.2015

FATCA samningur undirritaður

Ísland og Bandaríkin undirrituðu í dag samning um regluleg upplýsingaskipti vegna fjármálastofnana  í samræmi við svonefnd FATCA lög, sem samþykkt voru í Bandaríkjunum árið 2010. 

Lesa meira

Kjarasamningar og efnahagsmál - 21.5.2015

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir samantekt um möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál. Samtektin er unnin út frá greiningu frá Seðlabanka Íslands á nokkrum sviðsmyndum vegna kjarasamninga.

Lesa meira

Tekjuskattur einstaklinga - dreifing og áhrif á ríkissjóð - 20.5.2015

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um tekjuskattsgreiðslur einstaklinga og dreifingu eftir tekjutíundum að teknu tilliti til útsvars og vaxta- og barnabóta. 

Lesa meira

Fréttabréf stjórnenda ríkisstofnana 20. maí 2015 - 20.5.2015

Fréttabréf stjórnenda ríkisstofnana, 2. tölublað 17. árgangs, er komið út á vef ráðuneytisins.

Lesa meira

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - 20.5.2015

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lauk í dag tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Heimsókn sendinefndarinnar, undir forystu Peter Dohlman, tengist sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins (e. Post-Program Monitoring) sem lauk í ágúst 2011.

Lesa meira

Tollkvóti fyrir kartöflunasl frá Noregi - 19.5.2015

Með vísan til reglugerðar nr. 447/2015, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 15. maí 2015, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir kartöflunasl í tollskrárnúmeri 2005.2003, sem upprunnið er í Noregi og er innflutt þaðan, sbr. bókun 4 við EES-samninginn.

Lesa meira

Tvísköttunarsamningur við Georgíu - 13.5.2015

Tvísköttunarsamningur milli Ísland og Georgíu hefur verið undirritaður.

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Georgíu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu en samningurinn nær til tekjuskatta. 

Lesa meira

Opinber útboð á sameiginlegan vef - 11.5.2015

Nýr vefur um útboð á vegum hins opinbera hefur verið opnaður en markmið hans er að auðvelda aðgengi að upplýsingum um fyrirhuguð innkaup á vegum opinberra aðila með því að birta á einum stað auglýsingar um opinber útboð.

Lesa meira

Ríkisskattstjóri stofnun ársins - 8.5.2015

Ríkisskattstjóri tekur við viðurkenningu vegna vals á stofnun ársins 2015

Embætti ríkisskattstjóra bar sigur úr býtum í vali á stofnun ársins 2015 en niðurstöður voru kynntar í gær. SFR- Stéttarfélag í almannaþjónustu stendur að könnuninni sem nú fór fram í tíunda sinn í samstarfi við Gallup og fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-febrúar 2015 - 8.5.2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar – febrúar 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Skuldir heimilanna lækka - 7.5.2015

Skuldastaða heimilanna hefur batnað umtalsvert á undanförnum misserum. Ástæðan er einkum ákjósanlegar efnahagslegar aðstæður og stöðugleiki sem hefur leitt til talsverðrar kaupmáttaraukningar hjá almenningi, en kaupmáttur launa hefur aukist um 8% frá ársbyrjun 2013, sem hefur hjálpað til við að greiða niður skuldir. Skuldir heimila sem hlutfall af landsframleiðslu eru nú jafnar því sem þær voru árið 2004.

Lesa meira

Árangursstjórnunarsamningur við embætti Tollstjóra undirritaður - 6.5.2015

Snorri Olsen tollstjóri og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra undirrituðu árangursstjórnunarsamninginn
Fjármála- og efnahagsráðherra og tollstjóri undirrituðu í dag nýjan árangursstjórnunarsamning sem gildir til ársins 2020 og leysir af hólmi samning frá árinu 2001. Með samningnum er lagður grunnur að áætlanagerð og árangursmati á sviði tolla- og innheimtumála á grundvelli stefnuskjalsins Tollstjóri 2020. 
Lesa meira

Þróun launa starfsmanna sem heyra undir kjararáð - 28.4.2015

Laun starfsmanna sem kjararáð ákveður hafa hækkað hlutfallslega minna en laun á almennum vinnumarkaði og laun ríkisstarfsmanna sem ekki heyra undir kjararáð. Þannig hafa laun þeirra síðastnefndu hækkað um um það bil 66% frá miðju ári 2006 til loka árs 2014 en laun embættismanna undir kjararáði um tæp 50%. Laun forstjóra félaga í eigu ríkisins eru svipuð nú og þau voru árið 2010.

Lesa meira

Ríki og sveitarfélög efla samstarf í kjaramálum - 16.4.2015

Fjármála- og efnahagsráðherra undirritar samkomulagið

Samstarf hins opinbera í kjaramálum eflist til muna með stofnun kjaramálaráðs, en samkomulag um koma því á laggirnar var undirritað í gær á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga. 

Lesa meira

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2015 - 15.4.2015

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2015 var haldinn þriðjudaginn 14. apríl í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika.

Lesa meira

Uppkaup ríkissjóðs á eigin skuldabréfum útgefnum í bandaríkjadölum - 15.4.2015

Á fyrsta ársfjórðungi 2015 hefur Seðlabanki Íslands, sem annast framkvæmd lánamála ríkissjóðs, keypt f.h. ríkissjóðs skuldabréf að nafnvirði samtals USD 97.465.000 í skuldabréfaflokki „ICELAND 4,875% 06/16/16“ (ISIN USX3446PDH48/US451029AD49).

Lesa meira

Greining á upplýsingakerfum ríkisstofnana - 10.4.2015

Koma þarf á fót sérstakri starfseiningu innan stjórnsýslunnar sem fer með yfirstjórn í upplýsingatæknimálum og markar stefnu í málaflokknum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri greiningu á upplýsingakerfum ríkisstofnana sem Capacent vann fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið. 

Lesa meira

Yfirlit yfir verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BHM - 9.4.2015

Meðfylgjandi er listi þar sem finna má yfirlit yfir verkfallsaðgerðir stéttarfélaga innan BHM. 

Lesa meira

Stefna í lánamálum ríkisins 2015-2018 - 1.4.2015

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt stefnu í lánamálum ríkisins 2015 – 2018. Er þetta í fimmta sinn sem slík stefna er birt. 

Lesa meira

Ríkisfjármálaáætlun 2016-2019: Samfelldur hagvöxtur og batnandi skuldahlutfall - 1.4.2015

Umskipti í ríkisfjármálum með stöðvun hallarekstrar og skuldasöfnunar ásamt batnandi skuldahlutfalli er meðal þess sem fram kemur í ríkisfjármálaáætlun til næstu fjögurra ára sem dreift var á Alþingi í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem slík áætlun er lögð fram sem þingsályktunartillaga til umfjöllunar á vorþingi samkvæmt þingsköpum Alþingis, en í henni segir að brýnasta viðfangsefnið í stjórn ríkisfjármálanna sé að vinda ofan af skuldum sem ríkið axlaði í kjölfar falls fjármálastofnana.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs í janúar 2015 - 1.4.2015

Greiðsluuupgjör ríkissjóðs fyrir janúar 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira

Ísland óskar eftir stofnaðild að nýjum fjárfestingarbanka fyrir Asíu - 31.3.2015

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að Ísland óskaði eftir að gerast stofnaðili að nýjum fjárfestingabanka fyrir Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB) sem er í burðarliðnum.  Lesa meira

Skipun forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins - 30.3.2015

Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Halldóru Vífilsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins til fimm ára frá 1. apríl 2015.

Lesa meira

Óskað eftir umsögnum um grænbók Evrópusambandsins um fjármálamarkaðsbandalag - 27.3.2015

Fjármála- og efnhagsráðuneytið óskar eftir umsögnum haghafa um grænbók Evrópusambandsins um stofnun fjármálamarkaðsbandalags (e. Capital Markets Union) sem kom út 18. mars sl. Lesa meira

Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands 26. mars 2015 - 27.3.2015

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Fyrir ári síðan, á þessum stað og af sama tilefni nefndi ég að vor væri í lofti í íslensku efnahagslífi – við værum hægt og örugglega að endurheimta fyrri styrk. Frá þeim tíma hefur hefur margt áunnist, staðan haldið áfram að batna og útlitið er orðið allt annað en var fyrir einungis örfáum árum. 

Lesa meira

Flestir samþykktu leiðréttingu húsnæðislána fyrir tilskilinn frest - 24.3.2015

Þriggja mánaða frestur til þess að samþykkja ráðstöfun leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána rann út á miðnætti hjá þeim umsækjendum um leiðréttingu sem gátu samþykkt hana frá 23. desember sl. Af þessum hópi samþykktu 99,4% ráðstöfun leiðréttingarinnar. 553 einstaklingar samþykktu ekki ráðstöfunina. 

Lesa meira

Hvers vegna fjármálaeftirlit? Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ráðstefnu FME - 23.3.2015

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Íslendingar þekkja manna best mikilvægi skilvirks fjármálaeftirlits. Fjármálalegur óstöðugleiki hefur lengi einkennt íslenskt efnahagslíf og við erum enn að fást við afleiðingar hruns fjármálakerfisins árið 2008. 

Lesa meira

Launaþróun stéttarfélaga utan heildarsamtaka - 23.3.2015

Leitað hefur verið eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að það birti upplýsingar um launaþróun þeirra stéttarfélaga sem standa utan heildarsamtaka með sambærilegum hætti og er að finna í riti aðila vinnumarkaðarins „Í aðdraganda kjarasamninga“, sem birt var í febrúar 2015.

Lesa meira

Áfangaskýrsla nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands - 20.3.2015

Nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands, sem skipuð var í fyrra, hefur skilað fjármála- og efnahagsráðherra áfangaskýrslu.  Lesa meira

Hægt að spara verulega með sameiginlegum innkaupum - 20.3.2015

Hægt er að spara 2-4 milljarða króna á ári í innkaupum ríkisins með því að leggja áherslu á sameiginleg innkaup, örútboð og skuldbindandi viðskipti við færri birgja. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í fyrravor. Hópurinn hefur unnið greiningu á vöru- og þjónustuinnkaupum ríkisins, auk þess að skoða leiðir til að gera núverandi innkaupsaðferðir markvissari og árangursríkari. 

Lesa meira

Skýrsla nefndar um skuggabankastarfsemi - 19.3.2015

Nefnd um skuggabankastarfsemi sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í apríl 2014 hefur skilað skýrslu til ráðherra. Nefndini var falið að kortleggja skuggabankakerfið á Íslandi, hugsanleg áhrif aukinna krafna á fjármálafyrirtæki á aðra þætti fjármálakerfisins og alþjóðlega þróun á þessu sviði.

Lesa meira

Greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta - 18.3.2015

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta, samkvæmt lögum nr. 16/2013 frá Alþingi.

Lesa meira

Framkvæmdastjórn AGS ræddi um íslensk efnahagsmál - 13.3.2015

Hinn 9. mars síðastliðinn fór fram reglubundin umræða í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur í efnahagslífi á Íslandi í samræmi við fjórðu grein stofnsáttmála AGS (e. 2014 Article IV Consultation). Jafnframt var rætt um mál sem varða eftirfylgni við efnahagsáætlun AGS og íslenskra stjórnvalda sem lauk í ágúst 2011 (e. Post-Program Monitoring Discussions).

Lesa meira

Vegna umræðu um kostnað við ferðir og farmiðakaup - 13.3.2015

Kostnaður ríkissjóðs af ferðum á vegum ríkisins til útlanda hefur verið til umræðu undanfarið. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur af því tilefni tekið saman nokkrar staðreyndir sem snerta þau mál. Lesa meira

Trúnaðaryfirlýsingar vegna vinnu að losun fjármagnshafta - 11.3.2015

Fjármála- og efnahagsráðuneyti hefur borist fyrirspurn um hvernig sé háttað trúnaði vegna vinnu að losun fjármagnshafta.

Lesa meira

Niðurstöður starfshóps um gerð griðareglna - 6.3.2015

Starfshópur um gerð griðareglna hefur skilað til fjármála- og efnahagsráðherra drögum að frumvarpi til laga um griðareglur og greinargerð um lagaheimildir skattyfirvalda til að sporna gegn skattsvikum með ábendingum um úrbætur á þeim lagaheimildum

Lesa meira

Öllum tryggð atvinnutengd starfsendurhæfing - 4.3.2015

Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og heildarsamtaka vinnumarkaðarins um hvernig framlög úr ríkissjóði til starfsendurhæfingarsjóða skuli háttað. Þetta samkomulag mun því binda enda á þá óvissu sem hópar sem standa utan vinnumarkaðar hafa þurft að sæta um þjónustu hjá VIRK- starfsendurhæfingarsjóði.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-desember 2014 - 4.3.2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira

Næstu skref í átt til einfaldara kerfis - 2.3.2015

Endurskoðun á lögum og reglugerðum vegna kaupa á þjónustu erlendis frá og færsla á sölu áfengis í neðra þrep virðisaukaskatts er meðal þess sem er til skoðunar í næstu skrefum í átt að einfaldara virðisaukaskattskerfi.

Lesa meira

Skilvirkari umgjörð jarða- og eignamála   - 27.2.2015

Hagkvæm og skilvirk umsýsla eigna ríkisins er meginhlutverk Ríkiseigna sem taka til starfa 1. mars en þá sameinast jarðaumsýsla fjármála- og efnahagsráðuneytis og fasteignaumsýsla Fasteigna ríkissjóðs.

Lesa meira

Heimildir samræmdar til að veita erlend lán - 23.2.2015

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram breytingar á lögum sem ætlað er að tryggja að heimildir til að veita erlend lán verði samræmdar. Varða breytingarnar helst þá áhættu sem getur stafað af slíkum lánveitingum, ekki síst þegar í hlut eiga lántakar sem almennt hafa tekjur í íslenskum krónum. Slík áhætta varðar ekki aðeins hlutaðeigandi lántaka heldur jafnframt lánveitendur og fjármálakerfið í heild sinni. Lesa meira

Konur rúmlega þriðjungur forstöðumanna - 23.2.2015

Konur eru rúmlega þriðjungur forstöðumanna hjá ríkinu og hefur hlutfallið hækkað frá síðasta ári. Þetta kemur fram í kynjabókhaldi sem birt er í nýju fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana. 

Lesa meira

Hátt í sjötíu þúsund rafræn símaskilríki - 18.2.2015

Hátt í sjötíu þúsund rafræn skilríki í farsíma hafa verið gefin út síðustu mánuði og símar eru nú orðnir algengasta leið fólks til að nota rafræn skilríki. Heildarfjöldi virkra rafrænna skilríkja er orðinn um 150 þúsund.

Lesa meira

Um athugun á kaupum á skattagögnum - 10.2.2015

Hjá embætti skattrannsóknarstjóra hafa verið til athugunar gögn er kunna að varða fjármálalegar eignir íslenskra aðila í þekktum skattaskjólum. Meðal þess sem til skoðunar hefur verið er hvaða þýðingu slík gögn gætu haft fyrir þau verkefni sem embættið sinnir, hvort þeir sem hafa boðið gögnin séu til þess bærir að selja þau og hvort unnt yrði að árangurstengja greiðslu fyrir gögnin, líkt og fordæmi eru fyrir og embætti skattrannsóknarstjóra hafði áður talið koma til álita.

Lesa meira

Stjórnendur í ríkisrekstri telja sig njóta mikils sjálfstæðis í starfi - 10.2.2015

COCOPS könnunin var gerð meðal stjórnenda í íslenskum ríkisrekstr
Stjórnendur í ríkisrekstrinum á Íslandi njóta mikils sjálfstæðis í starfi s.s. við val, mótun og innleiðingu stefnu sem og almennt í starfsmannamálum, samanborið við stjórnendur í Evrópu.  Þegar kemur að mikilvægi umbóta leggja stjórnendur mesta áherslu á gegnsæja og opna stjórnsýslu, rafræna stjórnsýslu, niðurskurð og að draga úr áhrifum skrifræðis á skilvirkni. Lesa meira

Embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins laust til umsóknar  - 6.2.2015

Laust er til umsóknar embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. Hlutverk Framkvæmdasýslu ríkisins er að vera leiðandi á sviði opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins. Lesa meira

Rætt um árangur umbóta í opinberri stjórnsýslu - 4.2.2015

Viðamiklar breytingar hafa orðið á íslenskri stjórnsýslu síðustu tvo áratugina en hafa þær skilað árangri? Þetta efni verður til umræðu á morgunverðarfundi um árangur umbóta í opinberri stjórnsýslu.

Lesa meira

Tollkvóti fyrir kartöflunasl frá Noregi  - 4.2.2015

Með vísan til reglugerðar nr. 109/2015, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 3. febrúar 2015, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir kartöflunasl í tollskrárnúmeri 2005.2003, sem upprunnið er í Noregi og er innflutt þaðan, sbr. bókun 4 við EES-samninginn:

Lesa meira

Fitch breytir horfum um lánshæfi ríkissjóðs í jákvæðar - 30.1.2015

Matsfyrirtækið Fitch birti í dag lánshæfismat fyrir ríkissjóð. Horfur eru nú jákvæðar en voru áður metnar stöðugar og langtímaeinkunnir í erlendri og innlendri mynt voru staðfestar í BBB og BBB+. Lesa meira

Kjaraþróun starfsmanna ríkisins í samanburði við almennan vinnumarkað - 30.1.2015

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið að því með öðrum aðilum vinnumarkaðarins að bæta aðferðir við gerð kjarasamninga, með það að markmiði að tryggja stöðugan vöxt kaupmáttar launa í stað þess að horfa til nafnlaunahækkana.

Lesa meira

Tekjuhæstir með svipað hlutfall heildartekna og á Norðurlöndunum - 30.1.2015

Tekju- og eignastaða landsmanna hefur batnað verulega frá hruni, en þá rýrnuðu eignir þeirra 5% sem mest áttu um 22% og hinna 95% um 26%.  Skuldastaða þorra landsmanna hefur batnað og eru skuldir nú 43% minni en þær voru í árslok 2008 og eigið fé allra landsmanna hefur vaxið. Hlutdeild tekjuhæstu einstaklinga í heildartekjum landsmanna er svipuð á Íslandi og Norðurlöndum og hefur svo verið árin eftir fjármálakreppuna.

Lesa meira

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2015 - 23.1.2015

Fjármála- og efnahagsráðherra ávarpaði nýsköpunarráðstefnuna.

Geðheilsustöðin í Breiðholti hlaut í dag nýsköpunarverðlaunin 2015 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, sem afhent voru á ráðstefnu á Grand hótel. Verðlaunin voru í dag afhent í fjórða sinn og að þessu sinni voru um 50 verkefni tilnefnd.

Lesa meira

Nýr áfangi í undirbúningi losunar fjármagnshafta - 21.1.2015

Nýr áfangi er hafinn í undirbúningi losunar fjármagnshafta, en fyrir liggja tillögur um breytingar á áætlun um losun hafta. Framundan er vinna við að rýna þessar tillögur og koma þeirri stefnu sem mótuð verður í framkvæmd. Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta. 

Lesa meira

Fundur fjármálastöðugleikaráðs 19. janúar 2015 - 20.1.2015

Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2015 var haldinn mánudaginn 19. janúar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika.  Lesa meira

Vegna húsnæðismála í rannsóknarhúsinu að Borgum - 16.1.2015

Vegna fréttaflutnings RÚV um húsnæðismál ríkisstofnana í rannsóknarhúsinu að Borgum á Akureyri bendir fjármála- og efnahagsráðuneytið á eftirfarandi atriði. Lesa meira

Nýsköpunarverðlaun veitt í fjórða sinn á ráðstefnu um skapandi opinbera þjónustu - 12.1.2015

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu 201

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða afhent í fjórða sinn 23. janúar næstkomandi. Um 50 verkefni voru tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna í ár.

Lesa meira

Yfirlýsing um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins - 8.1.2015

Áhersla er lögð á mikilvægi heilbrigðiskerfisins og vilja til að styrkja það og bæta, í sameiginlegri yfirlýsingu fulltrúa ríkisstjórnarinnar, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands sem undirrituð var í dag í tengslum við gerð kjarasamninga við lækna. Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-nóvember 2014 - 8.1.2015

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu 11 mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.  Lesa meira

Ný stjórn Fjármálaeftirlitsins - 5.1.2015

Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður FME

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME), en skipunartími fyrri stjórnar rann út um áramót. Ásta Þórarinsdóttir er skipuð formaður stjórnar FME. 

Lesa meira