Fréttir

Greinargerð um verðbólgu undir fráviksmörkum - 30.12.2014

Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag greinargerð Seðlabanka Íslands til ríkisstjórnarinnar um verðbólgu undir fráviksmörkum. Lesa meira

Samningar um tvísköttun og upplýsingaskipti fullgiltir á árinu - 29.12.2014

Tveir tvísköttunarsamningar voru fullgiltir á árinu og koma þeir til framkvæmda 1. janúar 2015.  Annars vegar er um að ræða endurgerðan samning við Bretland sem kemur í stað eldri samnings frá árinu 1991. Hinn samningurinn er nýr, en hann er við Kýpur.  

Lesa meira

Persónuafsláttur hækkar um 0,8%, tekjumiðunarmörk um 6,6% og tryggingargjald lækkar um 0,1% - 19.12.2014

Samkvæmt gildandi lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal í upphafi árs hækka persónuafslátt hvers einstaklings í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði.

Lesa meira

Breytingar á virðisaukaskatti, almennu vörugjaldi og barnabótum um næstu áramót - 19.12.2014

Nýverið var frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um ýmsar stefnumarkandi skattkerfisbreytingar samþykkt sem lög frá Alþingi. Með samþykkt laganna er tekið mikilvægt skref í heildarendurskoðun á lögum um virðisaukaskatt  jafnframt því sem skattkerfið er einfaldað til stórra muna með brottfalli almenns vörugjalds. Í lögunum er einnig að finna breytingar á barnabótum til hækkunar.

Lesa meira

Tölulegar upplýsingar um launagreiðslur til lækna - 19.12.2014

Leitað hefur verið eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að það birti tölulegar upplýsingar um laun lækna sem starfa hjá ríkinu. Af því tilefni hefur ráðuneytið annars vegar tekið saman gögn um meðallaun þeirra lækna sem þiggja laun frá ríkinu og hins vegar upplýsingar um meðaltal heildarlauna lækna sem starfa á Landsspítala Íslands, sundurliðaðar eftir stöðuheitum.

Lesa meira

ESA opnar formlega rannsókn á raforkusamningi vegna kísilvers PCC að Bakka - 10.12.2014

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tilkynnti í dag að stofnunin hafi hafið formlega rannsókn á því hvort raforkusamningur á milli Landsvirkjunar og þýska fyrirtækisins PCC, um afhendingu á raforku til fyrirhugaðrar kísilmálmverksmiðju PCC að Bakka í Norðurþingi, feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - október 2014 - 5.12.2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu 10 mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Mikilvæg skref í afnámi fjármagnshafta - 4.12.2014

Íslensk stjórnvöld munu ekki  samþykkja beiðnir slitastjórnar Landsbankans (LBI hf.) um undanþágur frá fjármagnshöftum sem hún óskaði eftir í bréfi hinn 12. júní sl. Ekki er fallist á að skuldabréf útgefið af Landsbankanum verði undanþegið fjármagnshöftum.

Lesa meira

Vegna upplýsinga úr skattaskjólum - 3.12.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur undanfarið skoðað hvort þörf sé á að treysta og skýra betur valdheimildir skattyfirvalda og annarra stjórnvalda til að sporna gegn skattundanskoti og skattsvikum. Tilefnið er m.a. að skattrannsóknarstjóra voru boðnar upplýsingar til kaups fyrr á árinu um aflandsfélög skráð í eigu Íslendinga í þekktum skattaskjólum.

Lesa meira

FATCA samningur áritaður við bandarísk stjórnvöld - 2.12.2014

Íslensk stjórnvöld hafa áritað FATCA (e. Foreign Accounts Tax Compliance Act) samning við bandarísk stjórnvöld. 

Lesa meira

Breyting á dagpeningum vegna ferðalaga ríkisstarfsmanna erlendis - 28.11.2014

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið breytingu á dagpeningum til greiðslu gisti- og ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlendis á vegum ríkisins. Lesa meira

Ráðstöfunartekjur hækka og vísitala neysluverðs lækkar- aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála - 26.11.2014

Í kjölfar batnandi afkomu og bjartari þjóðhagsspár hefur myndast nokkurt svigrúm fyrir sérstök áherslumál ríkisstjórnarinnar. Því eru lagðar til nokkrar breytingar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 milli 1. og 2. umræðu. 

Lesa meira

Vegna fréttar Rúv um breytingar á virðisaukaskatti - 26.11.2014

Í hádegisfréttum Rúv í dag var fjallað um fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskatti. Í tilefni fréttaflutningsins áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið að engin handvömm átti sér stað í ráðuneytinu við útgáfu frumvarpsins líkt og fullyrt er í fréttinni. 

Lesa meira

Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt - 24.11.2014

Eftirfarandi er sameiginleg fréttatilkynning frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Fjármálaeftirliti og Seðlabanka Íslands vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem birt var í dag:

Lesa meira

Tvísköttunarsamningur við Kýpur - 14.11.2014

Gunnar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi og Andreas Kakouris, sendiherra Kýpur, undirrituðu samninginn.

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Kýpur til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu og nær samningurinn til tekjuskatta. 

Lesa meira

Nýtt jafnlaunamerki einstakt og lýsandi - 13.11.2014

Sæþór Örn Ásmundsson tekur við verðlaununum
Sæþór Örn Ásmundsson bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um jafnlaunamerki sem efnt var til af aðgerðahópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Alls bárust 156 tillögur sem er met í sambærilegum keppnum sem
Hönnunarmiðstöð Íslands hefur komið að.
Lesa meira

Bætt eiginfjár- og skuldastaða 56 þúsund heimila - 10.11.2014

Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, ásamt verkefnisstjórn um höfuðstólsleiðréttingu, kynntu í dag niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar á fundi í Hörpu. 

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-september 2014 - 5.11.2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.  Lesa meira

Frestur til að tilnefna nýsköpunarverkefni í opinberri þjónustu og stjórnsýslu framlengdur - 4.11.2014

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða haldin í fjórða sinn 23. janúar 2015. Á síðustu þremur árum hafa um 140 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna, en frestur til að skila inn tilnefningum fyrir næstu afhendingu hefur verið framlengdur. 

Lesa meira

Rafrænir reikningar frá 1. janúar 2015 - 31.10.2014

Frá og með 1. janúar 2015 skulu allir reikningar til ríkisstofnana vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu vera með rafrænum hætti.  Ákvörðunin um að taka upp rafræna reikninga frá og með 2015 var kynnt í febrúar sl. Hún er í samræmi við gildandi samninga við birgja um fyrirkomulag reikninga. 

Lesa meira

Undirritaði yfirlýsingu um gagnsæi og sanngirni í skattamálum - 29.10.2014

Bjarni Benediktsson undirritaði yfirlýsinguna fyrir Íslands hönd á fundií Berlín Mynd:Axel Schmidt/OECD

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd yfirlýsingu vegna upptöku nýs alþjóðlegs staðals um sjálfkrafa upplýsingaskipti í skattamálum. Alls undirrituðu fulltrúar 51 ríkis yfirlýsinguna, en undirritunin fór fram í Berlín á Global Forum, fundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um gagnsæi og upplýsingaskipti í skattamálum.

Lesa meira

Fundur norrænna fjármálaráðherra í Stokkhólmi - 28.10.2014

Frá fundi norrænna fjármálaráðherra í Stokkhólmi. Mynd: Magnus Fröderberg/Norden.org

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, stýrði í dag árlegum fundi norrænna fjármálaráðherra sem fram fór í Stokkhólmi, en Ísland fer á þessu ári með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni.

Lesa meira

Verkefnisstjórn um útbreiðslu og notkun rafrænna skilríkja - 22.10.2014

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað verkefnisstjórn sem hefur það hlutverk að fylgja eftir sameiginlegri viljayfirlýsingu ráðuneytisins og Samtaka fjármálafyrirtækja um að stuðla að útbreiðslu og notkun rafrænna skilríkja.

Lesa meira

Fundur fjármálastöðugleikaráðs - 16.10.2014

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs fór fram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðvikudaginn 15. október 2014. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika.  Ráðið er vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar vegna fjármálastöðugleika og samhæfir viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu.

Lesa meira

Neysluviðmið og áhrif viðisaukaskattsbreytinga á ráðstöfunartekjur - 14.10.2014

Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á virðisaukaskatti, vörugjaldi og barnabótum leiðir til þess að einstaklingar hafi meira á milli handanna og verðlag lækki. Gert er ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs dragist saman um 3,7 ma. kr. vegna aðgerðanna. Skattar eru því að lækka.

Lesa meira

Samkomulag vegna innleiðingar reglugerða um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði - 14.10.2014

Adrian Hasler forsætis- og fjármálaráðherra Liechtenstein, Bjarni Benediktsson, Siv Jensen fjármálaráðherra Noregs og Michel Barnier hjá framkvæmdastjórn ESB,  í Lúxemborg í dag

Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sótti fund fjármálaráðherra aðildarríkja EFTA og ESB í Lúxemborg í dag. Á fundinum náðist samkomulag milli aðila um meginatriði við innleiðingu þriggja reglugerða um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði.

Lesa meira

Drög að reglugerð um milliverðlagningu til umsagnar - 13.10.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneyti óskar eftir umsögnum við drög að nýrri reglugerð um milliverðlagningu. Drögin eru unnin  af starfshóp sem skipaður var fyrr á árinu, en í honum eiga sæti fulltrúar frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og ríkisskattstjóra.

Lesa meira

Um þróun í fjölda stöðugilda hjá ríkinu - 10.10.2014

Fjöldi stöðugilda/ársverka í dagvinnu hjá ríkinu hefur nokkuð verið til umræðu undanfarið og misvísandi fullyrðingar komið fram. Bæði Viðskiptaráð og BSRB hafa birt samanburð á þróun frá árinu 2000 til ársins 2014. Niðurstöður þeirra eru ólíkar og virðist helsta ástæða þess vera sú að flutningur verkefna á milli ríkis og sveitarfélaga er ekki tekinn með í reikninginn á sama hátt, né heldur stofnanir sem komið hafa inn í miðlægt launakerfi ríkisins á tímabilinu, en voru áður utan þess.

Lesa meira

Ráðherra á ársfundum AGS, Alþjóðabankans og Ecofin - 10.10.2014

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer fyrir sendinefnd ráðuneytisins sem sækir dagana 10.-11. október ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum. 

Lesa meira

Traust stoð opinberrar fjármálastjórnar mikilvæg - 9.10.2014

Bjarni Bendiktsson á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Mynd: Samband íslenskra sveitarfélaga

Gríðarlega áríðandi er að skjóta traustari stoðum undir samræmda opinbera fjármálastjórn með því að endurskoða formlegan samstarfsvettvang ríkis og sveitarfélaga, en ekki síður með endurskoðun lagaumhverfis. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í ræðu á fjármálastefnu sveitarfélaganna í dag.

Lesa meira

Samkeppni um hönnun jafnlaunamerkis - 7.10.2014

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöð Íslands efna til samkeppni um hönnun jafnlaunamerkis sem veitt verður fyrirtækjum og stofnunum sem hljóta vottun um launajafnrétti kynja samkvæmt nýjum jafnlaunastaðli. Frestur til að skila tillögum rennur út um hádegi 5. nóvember. Veitt verður ein milljón króna í verðlaun fyrir vinningstillöguna. Lesa meira

Tilnefninga óskað vegna nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu - 6.10.2014

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í fjórða sinn 23. janúar nk. Á síðustu þremur árum hafa um 140 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna. 

Lesa meira

Fyrsti fundur kerfisáhættunefndar - 3.10.2014

Kerfisáhættunefnd kom saman til fyrsta fundar 2.október

Fyrsti fundur nýstofnaðrar kerfisáhættunefndar var haldinn í gær. Nefndin starfar fyrir fjármálastöðugleikaráð og gerir tillögur til ráðsins. Verkefni nefndarinnar er að leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, kerfisáhættu og fjármálastöðugleika hér á landi. 

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2014 - 1.10.2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. Lesa meira

Breyting á dagpeningum vegna ferðalaga ríkisstarfsmanna innanlands - 30.9.2014

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið breytingu á dagpeningum til greiðslu gisti- og ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins.

Lesa meira

Greinargerð um umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði - 30.9.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman greinargerð um þær umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði sem standa fyrir dyrum á komandi löggjafarþingi. Umbæturnar eru einar þær viðamestu sem ráðist hefur verið í á lagalegri umgjörð íslensks fjármálamarkaðar. Lesa meira

Skýrsla um nýja umgjörð um veitingu fasteignalána til neytenda - 29.9.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman skýrslu um nýja umgjörð um veitingu fasteignalána til neytenda. Skýrslan er til upplýsingar fyrir haghafa, þ.e. neytendur, lánveitendur, stjórnmálamenn og aðra þá sem málið varðar.

Lesa meira

Tvísköttunarsamningur við Albaníu undirritaður - 26.9.2014

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Albaníu til að komast hjá tvísköttun og nær samningurinn til tekjuskatta.  

Lesa meira

Skýrsla AGS um virðisaukaskatt og vörugjöld á Íslandi - 25.9.2014

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur birt skýrslu sína „Modernizing the Icelandic VAT“. Í skýrslunni er fjallað um umbætur á íslenska virðisaukaskattskerfinu, en úttekt AGS var unnin að beiðni íslenskra stjórnvalda. Lesa meira

Rafræn skilríki byggja á traustri grunngerð - 24.9.2014

Bjarni Benediktsson á World e-ID

Íslenska ríkið hefur undanfarinn áratug unnið að því að búa til trausta grunngerð um rafræna þjónustu sem er tvímælalaust hagkvæmt til lengri tíma litið. Hluti af því er markviss uppbygging á grunngerð fyrir rafræn skilríki sem hófst hér á landi eftir að lög um rafrænar undirskriftir voru samþykkt um síðustu aldamót.  Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem í dag flutti lykilræðu á World e-ID Congress, tíundu heimsráðstefnunni um rafræn skilríki sem fram fer í Marseille í Frakklandi.

Lesa meira

Ræddi stöðu efnahagsmála í London - 24.9.2014

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti í gær erindi á fundinum Iceland‘s Bright Future sem fram fór í London á vegum Bresk-íslenska viðskiptaráðsins. 

Lesa meira

Greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta - 19.9.2014

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta, samkvæmt lögum nr. 16/2013 frá Alþingi. Lesa meira

Fjárlagafrumvarpið sett fram myndrænt - 11.9.2014

Fyrirtækið Datamarket hefur, líkt og síðustu ár, sett fjárlagafrumvarpið fram með myndrænum hætti. Á vef þess er að skoða útgjöld ríkisins eftir ráðuneytum fyrir fjárlagafrumvarp ársins 2015. Lesa meira

Fjármálastöðugleikaráð tekur til starfa - 11.9.2014

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri á fyrsta fundi fjármálastöðugleikaráðs.

Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs fór fram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðvikudaginn 10. september 2014. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. 

Lesa meira

Fjárlagafrumvarp 2015 - 9.9.2014

Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2015 hefur verið lagt fram á Alþingi. Annað árið í röð er frumvarpið hallalaust, en gert er ráð fyrir 4,1 mia.kr. afgangi á næsta ári. Stöðugleiki og vöxtur sem styðst við ábyrga stjórn efnahagamála er inntak ríkisfjármálaáætlunar næstu ára.  Samhliða aðhaldssamri ríkisfjármálastefnu verður hlúð að velferðarkerfinu með auknum framlögum til almannatrygginga. 

Lesa meira

Rafræn skilríki auka öryggi - 9.9.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneytið vill taka eftirfarandi fram um nýtingu rafrænna skilríkja og ráðstöfun fjármuna til höfuðstólslækkunar verðtryggðra skulda.

Lesa meira

Rafræn skilríki greiða fyrir framkvæmd skuldaleiðréttingarinnar - 4.9.2014

Ákveðið hefur verið að nýta rafræn skilríki til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Nú þegar eru hátt í 100 þúsund manns með virk rafræn skilríki og hafa símafélög lýst því að þau verða reiðubúin með lausnir fyrir viðskiptavini sína.

Lesa meira

69 þúsund umsóknir  um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána - 2.9.2014

Alls bárust 69 þúsund umsóknir um leiðréttingu verðtryggðra lána, en umsóknarfrestur rann út í gær. Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júlí 2014 - 29.8.2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira

Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt - 28.8.2014

Í dag birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit sitt vegna dómsmáls sem rekið er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Íslandsbanka hf.

Lesa meira

Norðurlöndin undirrita samninga um upplýsingaskipti við Hong Kong - 22.8.2014

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París og Linda Lai, efnahags- og viðskiptafulltrúi Hong Kong gagnvart Evrópusambandinu handsala upplýsingaskiptasamninginn.

Norrænu ríkin (Ísland, Danmörk, Færeyjar, Grænland, Noregur og Svíþjóð) undirrituðu í dag tvíhliða samninga um upplýsingaskipti í skattamálum við Hong Kong, Kína. Samningarnir voru undirritaðir í sendiráði Íslands í París.

Lesa meira

Fjármála- og efnahagsráðherra skipar í stöðu seðlabankastjóra - 15.8.2014

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skv. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, skipað Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2014.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um fjárheimildir Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða - 14.8.2014

Vegna umfjöllunar um fjárheimildir Framkvæmdasjóðs ferðamannstaða vill fjármála- og efnahagsráðuneytið taka fram að ríkisstjórnin ákvað fyrr í sumar að brýnt væri að veita  fjármunum til nauðsynlegra verkefna til að standa að framkvæmdum til auka öryggi ferðafólks og varna skemmdum á ferðamannastöðum. Lesa meira

Ríkisreikningur 2013 - 14.8.2014

Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2013 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Afkoma ársins 2013 er mun betri en ráð var fyrir gert. Tekjujöfnuður var neikvæður um 732 m.kr. en í fjáraukalögum ársins 2013 var gert ráð fyrir tekjuhalla að upphæð 19,7 ma.kr.

Lesa meira

Nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra - 14.8.2014

Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.
Lesa meira

Drög að frumvarpi til laga um náttúruhamfaratryggingar - 5.8.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneytið vekur athygli á drögum að frumvarpi til laga um náttúruhamfaratryggingar. Að meginefni til fylgja drögin þeirri hugmyndafræði sem gildandi lög um Viðlagatryggingu Íslands byggir á. 

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - júní 2014 - 1.8.2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrri helming ársins 2014 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Lesa meira

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga 2014 - 28.7.2014

Ríkisskattstjóri hefur nú lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga.

Lesa meira

Lán frá Norðurlöndunum greidd upp - 22.7.2014

Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands endurgreiða fyrirfram í dag lán frá Norðurlöndunum sem tekin voru í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda sem studd var af AGS árið 2008.  Lesa meira

Stefna í lánamálum ríkisins 2014-2017 - 18.7.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt stefnu í lánamálum ríkisins 2014 – 2017. Er þetta í fjórða sinn sem slík stefna er birt. Helstu breytingar sem orðið hafa frá síðustu útgáfu snúa að viðmiðunarreglum fyrir samsetningu lánasafns, en vægi verðtryggðra lána er minnkað og vægi óverðtryggðra lána er aukið. Einnig er gerð breyting á markmiði um innlenda innstæðu í Seðlabankanum, úr 80 milljörðum króna í um 60 – 70  ma.kr. að jafnaði.

Lesa meira

Endurbætur á Arnarhvoli og gamla Hæstaréttarhúsinu - 16.7.2014

Að undanförnu hefur verið unnið að gagngerum endurbótum utanhúss á Arnarhvoli og gamla Hæstaréttarhúsinu. Ráðist var í framkvæmdir í kjölfar ítarlegrar ástandsskoðunar á húsunum sem leiddi í ljós ríka þörf á lagfæringum.Mynd eftir Styrmi Kára Erwinsson

Haft var að leiðarljósi að útlit húsanna yrði í samræmi við upprunalegar teikningar af þeim.
Lesa meira

Framkvæmdastjórn AGS ræddi um 4. eftirfylgniskýrslu um Ísland - 10.7.2014

Hinn 7. júlí fóru umræður fram um fjórðu  eftirfylgniskýrslu um Ísland í framkvæmdastjórn Alþjóðgjaldeyrissjóðsins.

Lesa meira

Tvísköttunarsamningur við Sviss - 10.7.2014

Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og  Fabrice Filliez, fyrir hönd svissneska fjármálaráðuneytisins, undirrituðu samninginn.

Undirritaður hefur verið nýr samningur milli Íslands og Sviss til að komast hjá tvísköttun á tekjur og eignir.  Af hálfu Íslands undirritaði Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins samninginn en Fabrice Filliez fyrir hönd svissneska fjármálaráðuneytisins.

Lesa meira

Samið við ráðgjafa um vinnu vegna losunar fjármagnshafta - 9.7.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneyti hefur, að höfðu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og stýrinefnd um losun fjármagnshafta, samið við lögmannsstofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton LLP og ráðgjafafyrirtækið White Oak Advisory LLP um að vinna með íslenskum stjórnvöldum að losun fjármagnshafta. Hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton starfar lögmaðurinn Lee Buchheit sem mun stýra vinnu lögmannsstofunnar í þessu verkefni.  Lesa meira

Ríkissjóður gefur út skuldabréf í evrum - 8.7.2014

Ríkissjóður Íslands hefur í dag gengið frá samningum um útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 750 milljónir evra, sem jafngildir um 116 milljörðum króna. Er þetta fyrsta opinbera útgáfa ríkissjóðs í Evrópu síðan 2006. Lesa meira

Erlendir áhrifaþættir bankahrunsins metnir - 7.7.2014

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vinnur næsta árið að verkefni þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. Í dag undirrituðu fjármála- og efnahagsráðuneytið og stofnunin samning vegna verkefnisins, en miðað er við að því ljúki sumarið 2015.

Lesa meira

Reglugerð um ríkisaðstoð sem undanþegin er tilkynningarskyldu - 1.7.2014

Í dag tók gildi innan evrópska efnahagssvæðisins reglugerð (ESB) um almenna hópundanþágu sem tiltekur skilyrði þess að veita megi fyrirtækjum ríkisaðstoð á tilteknum sviðum án þess að leita þurfi eftir samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA.

Lesa meira

Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra - 1.7.2014

Með auglýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 2. júní sl., var embætti seðlabankastjóra auglýst laust til umsóknar í samræmi við lög um Seðlabanka Íslands. Umsóknarfrestur rann út 27. júní sl. Tíu sóttu um stöðuna.

Lesa meira

Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra - 30.6.2014

Í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hefur fjármála- og efnahagsráðherra skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-maí 2014 - 27.6.2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Lesa meira

OECD opnar nýsköpunarvef fyrir opinberan rekstur  - 26.6.2014

Nýr vefur OECD um nýsköpun

Fjallað er um yfir 110 nýsköpunarverkefni í opinberum rekstri á nýrri vefsíðu, sem Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur hleypt af stokkunum. Þar á meðal eru fjögur íslensk verkefni, sem öll hafa hlotið verðlaun eða viðurkenningu fyrir nýsköpun hér á landi og sum þeirra einnig erlendis.

Lesa meira

Rafræn skilríki verði meginauðkenningarleið - 12.6.2014

Stórauka á notkun rafrænna skilríkja á næstu árum og stefna að því að þau verði meginauðkenningarleið fólks vegna ýmiss konar rafrænnar þjónustu og viðskipta á netinu. Þetta er inntak viljayfirlýsingar sem fjármála- og efnahagsráðherra og Samtök fjármálafyrirtækja undirrituðu í dag.

Lesa meira

Samningar um yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila - 10.6.2014

Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirrita samningana.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, ellefu hjúkrunarheimili, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga hafa undirritað samninga sem fela í sér yfirtöku ríkisins á nær öllum lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimilanna vegna starfsmanna þeirra í B-deild LSR og LH. 

Lesa meira

Embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar - 2.6.2014

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar. 

Lesa meira

Óskað eftir umsögnum vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki - 30.5.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir umsögnum vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki.  

Lesa meira

Stjórnarráð Íslands undirritar Jafnréttissáttmála UN Women - 27.5.2014

Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytis, staðfesti sáttmálana fyrir hönd Stjórnarráðsins

Stjórnarráð Íslands undirritaði í dag yfirlýsingu um að fylgja Jafnréttissáttmála stofnunar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women). Þetta er í fyrsta sinn sem öll ráðuneyti eins ríkis undirrita þennan sáttmála í sameiningu. Jafnframt var undirritaður sáttmáli SÞ um samfélagslega ábyrgð.

Lesa meira

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - 23.5.2014

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum undir forystu Peter Dohlman lauk í dag tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Heimsókn sendinefndarinnar tengist eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins sem lauk í ágúst 2011.

Lesa meira

Vegna niðurstöðu ESA um ólögmæta ríkisaðstoð - 8.5.2014

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur komist að þeirri niðurstöðu að breytingar sem gerðar voru á íslenskum lögum um virðisaukaskatt, og vörðuðu viðskiptavini gagnavera, hafi falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 

Lesa meira

Framlög ríkisins til stjórnmálasamtaka 2014 - 8.5.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2014.

Lesa meira

Rætt um sveigjanleika í hagstjórn á ráðherrafundi OECD í París - 7.5.2014

Bjarni Benediktsson á ráðherrafundi OECD. Fremstur á myndinni, fyrir miðju, er Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD. Mynd:OECD/Michael Dean

Sveigjanleiki í hagstjórn og mikilvægi þess að geta tekist á við efnahagsleg áföll voru efst á baugi á ráðherrafundi OECD í París dagana 6-7. maí, en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands.

Lesa meira

Getum við treyst bönkunum? OECD - bein útsending - 6.5.2014

Getum við treyst bönkunum eða „Can we Bank on Banks“ er yfirskrift panelumræðu sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra tekur nú þátt í á fundi OECD í París.

Lesa meira

OECD birtir efnahagsspá um Ísland - 6.5.2014

Bjarni Benediktsson á ráðherrafundi OECD. Fremstur á myndinni, fyrir miðju, er Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD. Mynd:OECD/Michael Dean

Hagvöxtur á Íslandi árið 2013 var umtalsvert meiri en búist var við, sem skýrist af vexti í útflutningi og ferðamennsku. Þetta kemur fram í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, sem kom út í dag.

Lesa meira

Nefnd um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands - 5.5.2014

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands.

Lesa meira

Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til laga um opinber fjármál - 2.5.2014

Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um opinber fjármál, 30. apríl sl.

Lesa meira

Mikilvægt að huga að öryggi rafrænna auðkenna - 15.4.2014

Í ljósi umræðu um netöryggi undanfarna daga vegna veilunnar Heartbleed, vekur fjármála- og efnahagsráðuneytið athygli á mikilvægi öryggis rafrænna auðkenna.

Lesa meira

Atvinnuleysi ungs fólks í brennidepli í norrænu tímariti um efnahagsmál - 9.4.2014

Nordic Economic Policy Review

Afleiðingar atvinnuleysis hjá ungu fólki eru umfjöllunarefni nýjustu útgáfu tímarits Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordic Policy Review.

Lesa meira

Ríkissjóður tilbúinn að leggja tugi milljóna í Geysissvæðið án skuldbindinga - 7.4.2014

Vegna ummæla talsmanns landeigenda hluta Geysissvæðisins, um að í tillögu ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar svæðinu í ár og á næsta ári fyrir tugi milljóna króna, hafi falist afsal einhverra réttinda tekur ríkissjóður fram að sú fullyrðing er ekki rétt. Í tillögu ríkissjóðs er engin krafa gerð um afsal réttinda.

Lesa meira

Útreikningar dæma vegna lækkunar höfuðstóls húsnæðislána - 3.4.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gert útreikninga sem sýna fimm dæmi um möguleg áhrif aðgerða stjórnvalda til lækkunar á höfuðstóli húsnæðislána á dæmigerð heimili.

Lesa meira

Ræða fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands - 27.3.2014

Bjarni Benediktsson

Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands, 27. mars 2014.

Lesa meira

Skýrsla á ensku um efnahagsmál - 27.3.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út skýrslu á ensku um íslensk efnahagsmál.

Lesa meira

Leiðréttingin nær til 100 þúsund heimila - 26.3.2014

Ríkisstjórnin kynnir í dag tvö lagafrumvörp  sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Annars vegar er um að ræða leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattafslátt vegna séreignarlífeyrissparnaðar.

Lesa meira

Aðvörun til almennings um sýndarfé (e. virtual currencies) - 19.3.2014

Í tilefni af fréttum af fyrirhugaðri úthlutun sýndarfjár til Íslendinga (Auroracoin) vara íslensk stjórnvöld við hugsanlegri áhættu tengdri kaupum, varðveislu á eða viðskiptum með slíkt sýndarfé.

Lesa meira

Greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta - 17.3.2014

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt greinargerð um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta, samkvæmt lögum nr. 16/2013 frá Alþingi.

Lesa meira

Ríkissjóður til dómstóla vegna áforma um gjaldtöku við Geysi - 14.3.2014

Ríkissjóður Íslands unir ekki niðurstöðu sýslumannsins á Selfossi, sem hafnaði kröfu um lögbann við innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi. Hefur ríkissjóður tilkynnt sýslumanni að málinu verði skotið til dómstóla. Verður greinargerð þar um ásamt gögnum afhent héraðsdómi Suðurlands í dag.

Lesa meira

Tilboð ríkisins um framkvæmdir fyrir tugi milljóna á Geysissvæðinu - 12.3.2014

Félag á vegum sameigenda ríkisins að landi í kringum Geysi hefur birt í fjölmiðlum greinargerð sína vegna lögbanns sem ríkissjóður hefur óskað eftir að sett verði á gjaldtöku inn á landið þ.m.t. einkaland ríkissjóðs. Lesa meira

Gömul skjöl fundust í þakklæðningu - 7.3.2014

Þetta bréf var meðal þess sem kom í ljós í gömlu þakklæðningunni, en það er frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga.

Hátt í sjötíu ára gömul skjöl og kvittanahefti sem ætla má að hafi flest heyrt undir viðskiptaráðuneytið á árunum 1946-48, komu á dögunum ljós í Arnarhvoli. Skjölin fundust á heldur óhefðbundnum stað, eða í gamalli þakklæðningu sem verið er að skipta um í endurbótum á húsnæði fjármálaráðuneytisins.

Lesa meira

Guðfinna S. Bjarnadóttir tekur við stjórnarformennsku í Hörpu - 6.3.2014

Guðfinna S. Bjarnadóttir

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri, mun taka við formennsku í stjórn Hörpu á hluthafafundi sem haldinn verður fimmtudaginn 13. mars. Hún tekur við af Helgu Jónsdóttur sem baðst lausnar vegna starfa erlendis.

Lesa meira

Virðisaukaskattur og vörugjöld endurskoðuð - 21.2.2014

Tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti 1998-2017

Horfið verður frá sértækri neyslustýringu með vörugjöldum og virðisaukaskattskerfið einfaldað með minni mun á milli þrepa, færri undanþágum og auknu jafnræði milli skyldra atvinnugreina í kjölfar endurskoðunar á vörugjalda- og virðisaukaskattskerfunum. Að endurskoðuninni vinnur stýrihópur sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað.

Lesa meira

Lög um Seðlabanka Íslands endurskoðuð - 21.2.2014

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram og kynnti á fundi ríkisstjórnar, nú í morgun, minnisblað um endurskoðun á lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Lesa meira

Alþjóðleg rannsókn á umbótum í opinberri stjórnsýslu - 18.2.2014

Áhrif umbóta í opinberri stjórnsýslu á samdráttartímum verða metin í alþjóðlegri viðhorfskönnun sem hófst í dag. Könnunin er hluti af erlendri samanburðarrannsókn á þessu sviði og eru íslenskir þátttakendur um 400 stjórnendur hjá ríkinu. Lesa meira

Bréf til landeigendafélags vegna fyrirætlana um innheimtu gjalds við Geysi - 13.2.2014

Afsal vegna Geysis, Strokks, Blesa og Litla-Geysis

Lögmannsstofan Landslög, f.h. ríkisins, hefur með bréfi til Landeigendafélags Geysis ehf. ítrekað fyrri mótmæli sín og andstöðu vegna fyrirætlana félagsins um innheimtu gjalds af ferðamönnum sem um svæðið fara. 

Lesa meira

Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta - 12.2.2014

Deildir innan Tryggingarsjóðs innstæðueigenda eru sjálfstæðar og bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hverrar annarrar, en þetta áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið í ljósi umræðu undanfarna daga.

Lesa meira

Mikill sparnaður með rafrænum reikningum - 10.2.2014

Ætla má að um 500 milljónir geti sparast með notkun rafrænna reikninga hjá ríkinu, en frá og með 1. janúar 2015 mun ríkið einungis taka við rafrænum reikningum.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um athugun á stjórnsýslu skattamála - 4.2.2014

Stytta þarf málsmeðferðartíma hjá yfirskattanefnd og koma í veg fyrir endurtekna rannsókn meiriháttar skattamála samkvæmt nýrri skýrslu nefndar um athugun á stjórnsýslu skattamála.

Lesa meira

Vefur Fjársýslunnar aðgengilegastur - 4.2.2014

Vefur Fjársýslu ríkisins

Nýr vefur Fjársýslu ríkisins var valinn aðgengilegasti vefurinn á Íslensku vefverðlununum 31.janúar sl.

Lesa meira

Aðgerðir til að styðja við verðlagsstöðugleika kynntar í ríkisstjórn - 31.1.2014

Með kjarasamningi sem undirritaður var þann 21. desember sl. og tekinn til atkvæðagreiðslu nú í janúar vildu samningsaðilar ná samstöðu um að rjúfa vítahring verðbólgunnar. Ríkisstjórnin studdi þessa viðleitni samningsaðila með yfirlýsingum frá 15. nóvember og 21. desember sl.

Lesa meira

Stöðugildum fækkar í fjármála- og efnahagsráðuneyti - 29.1.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnti starfsmönnum ráðuneytisins í dag þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í því skyni að laga starfsemi ráðuneytisins að heimildum fjárlaga, en þær fela m.a. í sér fækkun stöðugilda með því að ekki er ráðið í stöður sem losna og með uppsögnum.

Lesa meira

Lánskjör Íslands á erlendum mörkuðum - 29.1.2014

Vorið 2011 opnuðust alþjóðalánamarkaðir að nýju fyrir Íslandi, í fyrsta sinn frá hruni. Ríkissjóður gaf þá út skuldabréf að fjárhæð 1 milljarður Bandaríkjadala. Skuldabréfin voru gefin út til 5 ára með gjalddaga árið 2016. Í maí 2012 var staða Íslands á alþjóðamörkuðum styrkt enn frekar með annarri útgáfu einnig að fjárhæð 1 milljarður Bandaríkjadala og var sú útgáfa til 10 ára, með gjalddaga árið 2022.

Lesa meira

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2014 - 24.1.2014

Landspítali háskólasjúkrahús-bráðadeild hlaut í dag nýsköpunarverðlaunin 2014 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, sem afhent voru á ráðstefnu á Grand hótel. Verðlaunin voru í dag afhent í þriðja sinn og að þessu sinni voru yfir 40 verkefni tilnefnd.

Lesa meira

Starfshópar skipaðir vegna lækkunar á höfuðstól húsnæðislána - 24.1.2014

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvo starfshópa vegna lækkunar á höfuðstól húsnæðislána, í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá 30. nóvember 2013, sem miðar að því að lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu. Lesa meira

Dr. Tryggvi Þór ráðinn verkefnisstjóri - 22.1.2014

Tryggvi Þór Herbertsson

Dr. Tryggvi Þór Herbertsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána.

Lesa meira

Greinargerð starfshóps um skattívilnanir vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti - 22.1.2014

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði hinn 21. ágúst 2013 starfshóp um skattívilnanir til einstaklinga vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar í Fréttablaðinu um rekstur Lyfjastofnunar - 20.1.2014

Í tilefni af umfjöllun Fréttablaðsins mánudaginn 20. janúar 2014, um rekstur Lyfjastofnunar, er rétt að vekja athygli á því að á árunum fyrir hrun réðst stofnunin í aukin verkefni.

Lesa meira

Bréf fjármála- og efnahagsráðherra til stjórna ríkisfyrirtækja - 20.1.2014

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent stjórnum fyrirtækja sem eru að hluta eða öllu leyti í ríkiseigu bréf með tilmælum vegna gjaldskrármála. Bréfið er eftirfarandi: Lesa meira

Nýsköpunarverðlaun veitt í þriðja sinn á ráðstefnu um skapandi opinbera þjónustu - 15.1.2014

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða afhent í þriðja sinn 24. janúar næstkomandi, en afhendingin fer fram á ráðstefnu um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.

Lesa meira

Fundur með fjármálaráðherrum Íslands og Grænlands haldinn á morgun - 13.1.2014

Fundur Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins með fjármálaráðherrum Íslands og Grænlands sem halda átti í morgun frestaðist vegna veðurs, en verður þess í stað á morgun, þriðjudag. Lesa meira

Fjármálaráðherra Grænlands í opinbera heimsókn - 10.1.2014

Vittus Qujaukitsoq

Vittus Qujaukitsoq, fjármálaráðherra Grænlands, verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 12-16. janúar. Qujaukitsoq kemur hingað í boði Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Lesa meira

Verkefnisstjórn um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána - 10.1.2014

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað verkefnisstjórn til að annast framkvæmd almennrar höfuðstólslækkunar íbúðalána heimilanna. Verkefnisstjórninni er ætlað að hafa yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd verkefnisins.

Lesa meira

Heimild til tímabundinnar úttektar á séreignasparnaði framlengd til loka árs 2014 - 9.1.2014

Á árinu 2014 verður hægt að óska eftir úttekt á uppsöfnuðum séreignasparnaði, líkt og verið hefur síðustu ár, í samræmi við samþykkt Alþingis í desember sl. Hámarksúttekt er 9 milljónir króna, að frádreginni þeirri fjárhæð sem rétthafi hefur þegar sótt um og fengið greiddar.

Lesa meira

Athygli vakin á öryggi rafrænna skilríkja - 3.1.2014

Rafræn skilríki og öryggi

Undanfarna daga hefur athygli verið vakin á mikilvægi rafrænna skilríkja í auglýsingum sem birst hafa í dagblöðum.

Lesa meira

Útsvarshlutfall sveitarfélaga - 2.1.2014

Leyfilegt hámarksútsvar sveitarfélaga á árinu 2014 hækkar úr 14,48% í 14,52% á grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga. Fjármála- og efnahagsráðuneyti hefur tekið saman lista yfir útsvarshlutfall sveitarfélaga. Lesa meira