Fréttir

Skipun forstjóra Ríkiskaupa - 30.12.2011

Fjármálaráðherra hefur skipað Halldór Ó. Sigurðsson til að gegna embætti forstjóra Ríkiskaupa til fimm ára frá 1. janúar 2012.

Lesa meira

Staðgreiðsluhlutfall tekjuskatts og útsvars og persónuafsláttur fyrir árið 2012 - 21.12.2011

Lögum samkvæmt auglýsir fjármálaráðuneytið árlega staðgreiðsluhlutfall opinberra gjalda fyrir komandi ár.

Lesa meira

Samkomulag um niðurrif, hreinsun og förgun úrgangs á lóð Síldarverksmiðjunnar á Raufarhöfn - 20.12.2011

Ríkissjóður Íslands, Sveitarfélagið Norðurþing og Síldarvinnslan hf. (SVN) hafa gert með sér samkomulag um niðurrif fasteigna, hreinsun, frágang og förgun úrgangs á Síldarverksmiðjulóð á Raufarhöfn.

Lesa meira

Ríkið og HS Orka hf. undirrita viljayfirlýsingu varðandi samningaviðræður um nýtingu jarðhitaréttinda - 16.12.2011

Fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra undirrituðu í dag viljayfirlýsingu milli ríkisins og HS Orku hf., þar sem gert er ráð fyrir að þessir aðilar hefji samningaviðræður um nýtingu jarðhitaréttinda á Reykjanesi, sem taki jafnframt til endurskoðunar gildandi samninga.

Lesa meira

Skýrsla um arðsemi orkusölu til stóriðju kynnt - 2.12.2011

Fjármálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag skýrslu um arðsemi orkusölu til stóriðju. Um er að ræða seinni áfangaskýrslu en í maí 2009 var sú fyrri kynnt.

Lesa meira

Minnisatriði vegna kolefnisgjalds - 29.11.2011

Fjármálaráðherra fundaði í gær, 28. nóvember, með fulltrúum orkufyrirtækja og Samtökum atvinnulífsins ásamt starfsmönnum fjármála-og iðnaðarráðuneyta.

Lesa meira

Íslandsbanki kaupir hlut ríkisins í Byr hf. - 25.11.2011

Alþingi hefur samþykkt sölu á hlut ríkisins í Byr hf. til Íslandsbanka sem kaupir 11, 8% hlut íslenska ríkisins í Byr hf.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-september í samræmi við áætlanir - 23.11.2011

Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins liggur nú fyrir. Afkoman er í samræmi við áætlanir.

Lesa meira

Drög að nýrri reglugerð til kynningar  - 15.11.2011

Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að birta til kynningar á vefsíðu ráðuneytisins drög að nýrri reglugerð um virðisaukaskatt af sölu á þjónustu til erlendra aðila, kaupum á þjónustu erlendis frá, rafrænt afhentri þjónustu o.fl.

Lesa meira

Ríkið kaupir land og orkulindir Reykjanesbæjar - 11.11.2011

Fjármálaráðherra undirritaði í dag samning við Reykjanesbæ um kaup ríkisins á landi og orkuauðlindum Reykjanesbæjar.

Lesa meira

Nýtt hjúkrunarheimili reist í Reykjanesbæ - 11.11.2011

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar undirrituðu í dag samkomulag um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ.

Lesa meira

Mikil hagræðing fólgin í þinglýsingu rafrænna skjala - 9.11.2011

Þinglýsing rafrænna skjala

Þinglýsingar rafrænna skjala er sameiginlegt verkefni fjármálaráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins og Þjóðskrár Íslands.

Lesa meira

Dagur gegn einelti - 8.11.2011

Stöndum saman í baráttu gegn einelti

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að standa að sérstökum degi gegn einelti 8. nóvember 2011.

Lesa meira

Lögreglustjórinn á Hvolsvelli og almannavarnarnefnd hljóta Nýsköpunarverðlaun 2011 - 3.11.2011

Fjármálaráðherra afhendir Lögreglustjóranum á Hvolsvelli og almannavarnarnefnd Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri

Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, afhenti Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri í dag en það er í fysta sinn sem verðlaunin eru veitt.

Lesa meira

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins skipuð - 3.11.2011

Þann 24. október síðastliðinn óskuðu stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins að verða leystir frá störfum. Ný stjórn Bankasýslu ríkisins hefur nú verið skipuð.

Lesa meira

Steingrímur sækir Kína heim - fundar með kínverska fjármálaráðherranum - 17.10.2011

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hélt í dag til Sichuan héraðs í Kína.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2011 - betri en áætlanir gerðu ráð fyrir - 13.10.2011

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2011 liggur nú fyrir.

Lesa meira

Fjármálaráðherra í Hardtalk á BBC - 12.10.2011

Fjármálaráðherra í í Hardtalk á BBC

Steingrímur J . Sigfússon var gestur í fréttaþættinum Hardtalk í breska ríkisútvarpinu BBC í dag. Í þættinum var staða Íslands nú þremur árum eftir hrun rædd og ábyrgð fjármála-, stjórnmálamanna og eftirlitsaðila á hruni íslensku bankanna.

Lesa meira

Ísland á tímamótum! - leggja allir sitt af mörkum? - 11.10.2011

Grein Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, með yfirskriftinni „Ísland á tímamótum! - leggja allir sitt af mörkum?“ birtist í Fréttablaðinu 10. október.

Lesa meira

Ríkisbúskapurinn 2012-2015 - 1.10.2011

Samhliða fjárlagafrumvarpi 2012 gefur ráðuneytið út skýrslu um áætlun í ríkisfjármálum 2012-2015.

Lesa meira

Fjárlagafrumvarp 2012 - 1.10.2011

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, dreifði í dag á Alþingi frumvarpi til fjárlaga 2012. Hér má lesa helstu niðurstöður fjárlagafrumvarpsins.

Lesa meira

Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands - auglýsing nr. 4/2011 - 30.9.2011

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins. Lesa meira

Akstursgjald ríkisstarfsmanna - auglýsing nr. 3/2011 - 30.9.2011

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið akstursgjald í aksturssamningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana.

Lesa meira

Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri - 27.9.2011

Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís hafa tekið höndum saman um að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi.

Lesa meira

Fjármálaráðherra sækir árlegan fund AGS og Alþjóðabankans - 23.9.2011

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, heldur til Washington nú um helgina til að sækja árlegan fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans.

Lesa meira

Skýrslu um áhrif bresku hryðjuverkalaganna dreift á Alþingi - 17.9.2011

Skýrslu fjármálaráðherra um mat á áhrifum af beitingu Breta á lögum um varnir gegn hryðjuverkum, glæpum og um öryggi fyrir íslensk fyrirtæki,hefur nú verið dreift á Alþingi en skýrslan var gerð að beiðni þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - júlí 2011 - 8.9.2011

Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins liggur nú fyrir. Nálgast má afkomutölur hér

Lesa meira

Góðar fréttir af endurheimtum úr búi gamla Landsbankans - 2.9.2011

Þær upplýsingar sem skilanefnd gamla Landsbankans sendi frá sér í gær, 1. september, um heimtur eigna þrotabús Landsbankans eru jákvæðar og í fullu samræmi við fyrra mat fjármálaráðuneytisins og samninganefndar um Icesave, að yfirgnæfandi líkur væru á að eignir þrotabús Landsbankans muni duga fyrir greiðslu á höfuðstóli forgangskrafna.

Lesa meira

Samstarf Íslands og AGS um efnahagsáætlun á leiðarenda - 26.8.2011

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti í Washington í dag síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands sem þar með verður fyrsta ríkið til að útskrifast úr slíkri áætlun í yfirstandandi alþjóðafjármálakreppu.

Lesa meira

Samkomulag um fjármögnun Vaðlaheiðarganga - 17.8.2011

Samkomulag um framkvæmd fjármögnunar Vaðlaheiðargangna er undirritað í dag, 17. ágúst á Akureyri. Samkomulagið er á milli fjármálaráðuneytisins og Vaðlaheiðarganga hf. Stefnt er að tilboð verði opnuð 4. október nk.

Lesa meira

Lagaheimild til af stofna Spkef sparisjóð - 8.8.2011

Í tilefni af umfjöllun um heimildir fjármálaráðherra til að stofna Spkef sparisjóð í því skyni að taka við rekstri Sparisjóðsins í Keflavík, telur ráðuneytið tilefni til að benda á að samkvæmt 1. gr. laga nr. 125/2008, oft nefnd neyðarlög, hefur fjármálaráðherra heimild til þess að stofna nýtt fjármálafyrirtæki til þess að taka yfir reksturs annars fjármálafyrirtækis sem komið er í þá stöðu að það getur ekki lengur starfað. Lesa meira

Fjármálaráðherra heiðursgestur á Íslendingahátíðum í Gimli og Mountain - 28.7.2011

Fjármálaráðherra verður heiðursgestur á Íslendingahátíðum í Kanada og Bandaríkjunum dagana 29. júlí – 2. ágúst næstkomandi

Lesa meira

Ríkisreikningur 2010 - 26.7.2011

Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2010 er nú lokið. Niðurstaðan sýnir að hvað reglubundinn rekstur ríkisins varðar náðist sá árangur sem að var stefnt í aðhaldi ríkisfjármála og að koma þeim á sjálfbæran grunn

Lesa meira

Álagning opinberra gjalda fyrir árið 2011 - 25.7.2011

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga og þá sem stunda atvinnurekstur í eigin nafni fyrir árið 2011 liggur nú fyrir.

Lesa meira

Hækkun olíuverðs kallar á langtímaaðgerðir - 15.7.2011

Á fundi ríkisstjórnar Íslands þann 8. júlí kynnti fjármálaráðherra lokadrög skýrslu nefnar sem hann skipaði til þess að fara yfir möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi verðs á olíu.

Lesa meira

Upplýsingar um bankareikning vegna álagningar opinberra gjalda 2011 - 8.7.2011

Gjaldendur sem eiga vona á inneign eftir álagningu opinberra gjalda 2011 þurfa að tilkynna bankareiking til innheimtumanns ríkissjóðs fyrir 14. júlí. Lesa meira

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-maí 2011 - 5.7.2011

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2011 liggur nú fyrir.
Lesa meira

Ný skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um endurbætur á íslenska skattkerfinu - 16.6.2011

Skýrslan inniheldur yfirgripsmikla og vandaða umfjöllun um einstaka þætti íslenska skattkerfisins ásamt tillögum um umbætur af ýmsu tagi, auk ábendinga um tekjuöflun ef til þyrfti að koma.

Lesa meira

Útboð ríkisskuldabréfa erlendis - Ríkissjóður aftur á markað - 9.6.2011

Ríkissjóður Íslands hefur í dag gengið frá samningum um útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 1 milljarði Bandaríkjadala, jafngildi um 114 milljarða króna.

Lesa meira

Greinargerð um skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna - 1.6.2011

Í dag fer fram utandagskrárumræða á Alþingi um skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna sem lögð var fram 31. mars sl.

Lesa meira

Erindi fjármálaráðherra við Trinity háskóla í Dublin - 27.5.2011

Steingrímur J. Sigfússon

Fjármálaráðherra flutti í gær erindi við Trinity háskólann í Dublin á Írlandi í fyrirlestraröð sem er tileinkuð Henry Grattan.

Lesa meira

Athugasemdir vegna rangfærslna í frétt Morgunblaðsins - 27.5.2011

Í frétt í Morgunblaðinu í dag er fjallað um kostnað ríkisins vegna endurreisnar bankanna og er þar að finna rangfærslur og rangtúlkanir sem fjármálaráðuneytið telur rétt að bregðast við

Lesa meira

OECD spáir 2,2% hagvexti 2011 - Ráðherra á vorfundi OECD - 25.5.2011

OECD kynnti í morgun nýja hagvaxtarspá fyrir Ísland sem er mun betri en fyrri spár stofnunarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, situr nú vorfund OECD í París þar sem hann flutti erindi um reynslu Íslands af fjármálakreppunni.

Lesa meira

Í tilefni af mati á heimtum þrotabús Landsbankans - 20.5.2011

Skilanefnd Landsbanka Íslands birti í gær endurskoðað mat á heimtum þrotabús Landsbankans miðað við stöðu í lok fyrsta ársfjórðungs 2011. Af því tilefni vill ráðuneytið taka fram eftirfarandi: 

Lesa meira

Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum - hið fyrsta í tengslum við nýja kjarasamninga - 20.5.2011

Fjármálaráherra mælti þann 19. maí á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

Lesa meira

Ríkissjóður greiðir fyrirfram skuldabréf fyrir um 346 milljónir evra (um 57 ma.kr.) - 6.5.2011

Í útboði meðal fjárfesta í skuldabréfum ríkissjóðs sem lauk í gær samþykkti Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs, að kaupa á nafnverði erlend skuldabréf ríkissjóðs sem falla í gjalddaga árin 2011 og 2012 fyrir um 346 milljónir evra (jafnvirði um 57 ma.kr.)

Lesa meira

Ríkisstjórn samþykkir þriggja ára áætlun um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð - 28.4.2011

Fjármálaráðherra lagði fram og kynnti á ríkisstjórnarfundi þann 27. apríl þriggja ára áætlun um áframhaldandi innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar.

Lesa meira

Fjármálaráðherra sækir vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - 14.4.2011

Fjármálaráðherra sækir vorfund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem haldinn er í Washington dagana 14.-17. apríl.

Lesa meira

ESA samþykkir tímabundið ríkisaðstoð vegna Byrs hf. - 14.4.2011

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að samþykkja tímabundið ríkisaðstoð til stuðnings við Byr hf.

Lesa meira

Fjármálaráðherra í erlendum fjölmiðlum - 11.4.2011

Áhugi erlendra fjölmiðla á atkvæðagreiðslu um svokallaða Icesave samninga hefur verið mikill.

Lesa meira

Meðallaun starfsmanna ríkisins - 11.4.2011

Fjármálaráðuneytið, í samstarfi við heildarsamtök starfsmanna ríkisins, Bandalag háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands, hefur birt á vef ráðuneytisins upplýsingar um laun starfsmanna ríkisins eftir bandalögum og stéttarfélögum. Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu - 11.4.2011

Ríkisstjórn Íslands sendi frá sér yfirlýsingu sunnudaginn 10. apríl í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um heimild fjármálaráðherra til að staðfesta samninga vegna Icesave.

Lesa meira

Statement from the Government of Iceland on the outcome of the referendum on the Icesave Agreements - 10.4.2011

A referendum on the so-called ‘Icesave Agreement' was held in Iceland on Saturday, 9 April.

Lesa meira

Úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur hefur áhrif á forsendur Icesave-samninga - 1.4.2011

Samkvæmt úrskurðum sem gengu í héraðsdómi Reykjavíkur í dag var því slegið föstu að ákvæði neyðarlaganna um forgangsröð innstæðueigenda brjóti ekki gegn eignarréttarvernd eða jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Lesa meira

Starfsánægjukönnun - 11.3.2011

Fjármálaráðuneytið og samstarfsaðilar þess í Þróunar- og símenntunarsjóði SFR og Fræðslusetrinu Starfsmennt hafa sammælst um að víkka út starfsánægjukönnun SFR sem unnin hefur verið undanfarin ár í samvinnu við VR.

Lesa meira

Samningur undirritaður um yfirtöku Landsbankans á Spkef - 5.3.2011

Í hádeginu var undirritaður samningur milli fjármálaráðherra og Landsbanka Íslands um yfirtöku og samruna Landsbankans við Spkef sparisjóð.

Lesa meira

Vegna fréttaflutnings af SpKef - 4.3.2011

Vegna fréttaflutnings af málefnum SpKef í dag vill fjármálaráðuneytið taka fram að hinn nýji sparisjóður, er tók við innistæðum úr Sparisjóði Keflavíkur sem nú er í slitameðferð, er að fullu í eigu ríkisins og unnið er að því að tryggja til frambúðar og með fullnægjandi fjármögnun þá starfsemi sem í hlut á.

Lesa meira

Nýir útreikningar samninganefndar á kostnaði ríkssjóðs vegna Icesave - 2.3.2011

Skilanefnd Landsbankans fundaði í dag með kröfuhöfum í búi bankans í Lundúnum og kynnti nýtt mat á virði eigna búsins.

Lesa meira

Fjármálaráðherra sendir samúðarkveðjur - 28.2.2011

Fjármálaráðherra hefur sent sínar innilegustu samúðarkveðjur til starfsbróður síns á Nýja Sjálandi vegna jarðskjálftanna í Christchurch.

Lesa meira

Breytingar á stjórn Bankasýslu ríkisins - 24.2.2011

Breytingar hafa orðið í stjórn Bankasýslu ríkisins. Fjármálaráðherra hefur skipað Steinunni Kristínu Þórðardóttur, rekstrarhagfræðing sem nýjan stjórnarmann og Jón Sigurðsson, lögmann, til vara.

Lesa meira

Örkynningar - 23.2.2011

Hér má finna örkynningar sem fjármálaráðuneytið hefur látið útbúa um meginhugtök, stærðir og spár í efnahagsmálum.

Lesa meira

Forseti Íslands synjar frumvarpi um Icesave - 20.2.2011

Forseti Íslands hefur í dag synjað að staðfesta frumvarp til laga um heimild til handa fjármálaráðherra um að ganga frá samningum um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda til breska og hollenskra ríkisins, svokallaða Icesave-samninga.

Lesa meira

Vegna athugasemda Persónuverndar - 17.2.2011

Persónuvernd hefur gert athugasemd við framkvæmd könnunar fjármálaráðuneytisins á tíðni eineltis í starfi hjá ríkisstarfsmönnum.

Lesa meira

Alþingi hefur lokið umfjöllun sinni um Icesave - 16.2.2011

Alþingi lauk í dag umfjöllun sinni um frumvarp fjármálaráðherra um nýjan samning vegna Icesave.

Lesa meira

Stærsti þekkingarvinnustaður á Íslandi á Framadögum 2011 - 16.2.2011

Framadagar 2011

Miðvikudaginn 9. febrúar síðastliðinn voru árlegir framadagar haldnir í Háskólabíói á vegum AIESEC, alþjóðlegra samtaka háskólanema.

Lesa meira

Leiðrétting frá fjármálaráðuneytinu vegna greinar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar - 3.2.2011

Í grein eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formanns Framsóknarflokksins, í Morgunblaðinu 2. febrúar sl. segir eftirfarandi:

Lesa meira

Fjármálaráðuneytið kynnir stefnu í lánamálum ríkissjóðs fyrir árin 2011-2014 - 2.2.2011

Stefna í lánamálum ríkissjóðs endurspeglar áform stjórnvalda um framkvæmd lánsfjármögnunar á tímabilinu.

Lesa meira

Gögn sem tengjast nýjum samningi um lausn Icesave - 2.2.2011

Gögn sem tengjast nýjum samningi um lausn Icesave-deilunnar eru nú birt hér á vefsíðu ráðuneytisins.

Lesa meira

Nýir tímar - breytt hagstjórn - 27.1.2011

Ráðstefna um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð þann 14. febrúar kl. 13 á Hilton Hótel Nordica í fundarsal F.

Lesa meira

Viðtal við Julie Kozack um efnahagsáætlun Íslands og AGS - 19.1.2011

Viðtal við yfirmann sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Julie Kozack, birtist á vef AGS í tengslum við fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS.

Lesa meira