Fréttir

Icesave málið leitt til lykta - 31.12.2009

Alþingi samþykki í gærkvöldi lög sem heimila að ríkið ábyrgist lán Breta og Hollendinga til Tryggingasjóðs innstæðueigenda til að greiða lágmarkstryggingu til innstæðueigenda á sparireikningum í útibúum Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi.

Lesa meira

Staðgreiðsluhlutfall tekjuskatts og útsvars og persónuafsláttur fyrir árið 2010 - 23.12.2009

Alþingi samþykkti nýverið lög um tekjuöflun ríkisins sem fela í sér margvíslegar breytingar á gildandi lögum um tekjuskatt.

Lesa meira

Heimilt að taka út samtals 2,5 milljónir króna af séreignarlífeyrissparnaði - 21.12.2009

Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp fjármálaráðherra sem heimilar einstaklingum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að taka út meira af séreignarlífeyrissparnaði sínum en áður var leyfilegt. Lesa meira

Endurreisn bankanna lokið - 18.12.2009

Endurreisn íslensku viðskiptabankanna er lokið.

Lesa meira

Norðurlöndin undirrita fjölda nýrra upplýsingaskiptasamninga - 16.12.2009

Norðurlöndin (Danmörk, Færeyjar, Finnland, Grænland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hafa í dag og síðustu daga undirritað fjölda samninga um upplýsingaskipti á sviði skattamála við lögsagnarumdæmi sem starfrækja alþjóðlegar fjármálamiðstöðvar í því skyni að laða að erlenda fjárfesta. Hinir nýju samningar eru hluti af norrænu átaksverkefni sem miðar að því herða alþjóðareglur í því skyni að koma í veg fyrir alþjóðlegan skattaflótta.

Lesa meira

Samkomulag íslenskra stjórnvalda og skilanefndar Landsbankans um uppgjör - 16.12.2009

Íslensk stjórnvöld, skilanefnd Landsbanka Íslands hf. og Landsbankinn (NBI hf) hafa undirritað endanlegt samkomulagi um uppgjör á eignum og skuldum vegna skiptingar bankans. Fulltrúar helstu kröfuhafa hafa tekið þátt í samningaviðræðunum.

Lesa meira

Mikilvægur áfangi í fjárhagslegri endurskipulagningu Byrs - 15.12.2009

Fjármálaráðuneytið fundaði í gær með stjórnendum Byrs sparisjóðs, ásamt ráðgjöfum beggja aðila og fulltrúum kröfuhafa.

Lesa meira

Endurskipulagning sparisjóða - 7.12.2009

Vegna umfjöllunar um stöðu Byrs sparisjóðs í fjölmiðlum undanfarna viku telur fjármálaráðuneytið rétt að eftirfarandi komi fram.

Lesa meira

Meðallaun ríkisstarfsmanna 458 þ.kr. á mánuði - 7.12.2009

Viðskiptablaðið komst að rangri niðurstöðu við útreikning á meðallaunum ríkisstarfsmanna í frétt þann 19. nóvember sl. Þar sagði að þau væru 527 þ.kr. á mánuði (en hið rétta er 458 þ.kr. á mánuði m.v. fyrstu 10 mánuði ársins). Lesa meira

Árétting vegna umfjöllunar um tölvupóstsamskipti fv. ráðuneytisstjóra - 7.12.2009

Í tilefni af fréttaflutningi um tölvupóstsamskipti Indriða H Þorlákssonar þáverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins og Marks Flanagan formanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Icesave samningana þykir rétt að eftirfarandi komi fram. Lesa meira

Samkomulag um eignarhald á Arion banka - 1.12.2009

Kröfuhafar eignast 87% hlutafjár í Arion banka - skilanefnd Kaupþings leggur fram 66 milljarða í stað ríkisins.

Lesa meira

Leiðrétting á forsíðufrétt Morgunblaðsins þann 21. nóvember sl. - 23.11.2009

Fjármálaráðuneytið telur nauðsynlegt er að leiðrétta atriði sem fram koma í frétt á forsíðu Morgunblaðsins þann 21. nóvember sl.

Lesa meira

Nýtt skattkerfi með jafnari dreifingu - 19.11.2009

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkannna um leiðir til aukinnar tekjuöflunar ríkissjóðs liggur nú fyrir.

Lesa meira

Skipun í stöðu skrifstofustjóra lögfræðisviðs fjármálaráðuneytisins - 16.11.2009

Fjármálaráðherra hefur skipað Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, lögfræðing, í stöðu skrifstofustjóra lögfræðisviðs fjármálaráðuneytisins.

Lesa meira

Ráðstefna um kynjaða fjárlagagerð - 11.11.2009

Föstudaginn 13. nóvember verður haldin ráðstefna á Hótel Nordica undir yfirskriftinni Kynjuð fjárlagagerð. Hvað er það? Lesa meira

Sameiginleg fréttatilkynning íslenskra stjórnvalda og skilanefndar Kaupþings: Frestur vegna ákvörðunar um Nýja Kaupþing lengdur út nóvember - 30.10.2009

Fjármálaráðuneytið og skilanefnd Kaupþings hafa orðið ásátt um að lengja frest skilanefndarinnar til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóvember nk.

Lesa meira

Bankasýslan tekur við eigendahlutverki ríkissins í fjármálafyrirtækjum og skipar valnefnd til að undirbúa stjórnarkjör í bönkunum - 27.10.2009

Bankasýsla ríkisins hefur tekið við eigandahlutverki í viðskiptabönkunum þremur.

Lesa meira

Ný gögn vegna Icesave birt upplýsingavef stjórnvalda - 19.10.2009

Stjórnvöld hafa birt viðaukasamninga og öll tengd gögn vegna nýs samkomulags við Breta og Hollendinga um Icesave á upplýsingavef stjórnvalda, island.is

Lesa meira

Fjármálaráðherrar Íslands, Bretlands og Hollands: Sameiginleg yfirlýsing við framlagningu frumvarps um Icesave á Alþingi - 19.10.2009

Í kjölfar undirritunar samnings um samþykki og breytingar milli Íslands og Bretlands annars vegar og Íslands og Hollands hins vegar var frumvarp lagt fram á Alþingi í dag. Þessir samningar um breytingar og frumvarpið eru lokaáfangar í framkvæmd Icesave-lánafyrirkomulagsins milli Íslands, Bretlands og Hollands.

Lesa meira

Sameiginleg fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu, Íslandsbanka og skilanefnd Glitnis: Kröfuhafar eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka - 15.10.2009

Skilanefnd Glitnis hefur, fyrir hönd kröfuhafa, ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi við íslenska ríkið og eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Með þessu lýkur uppgjöri vegna þeirra eigna sem færðar voru frá Glitni til Íslandsbanka við fall bankanna í október á síðasta ári.

Lesa meira

Úr þjóðarbúskapnum 15. október 2009 - 15.10.2009

Út er komið nýtt hefti í ritröðinni Úr þjóðarbúskapnum sem hefur að geyma hagrannsóknir á sviði efnahagsmála og opinberra fjármála sem birtar voru sem rammagreinar og viðaukar í þjóðhagsskýrslu fjármálaráðuneytisins Þjóðarbúskapurinn árin 2005-2009.

Lesa meira

Samkomulag stjórnvalda við Landsbanka Íslands um uppgjör - 12.10.2009

Samkomulag á milli íslenskra stjórnvalda, skilanefndar Landsbanka Íslands hf. og Landsbankans (NBI hf) um uppgjör á eignum og skuldum vegna skiptingar bankans hefur verið undirritað. Fulltrúar helstu kröfuhafa hafa tekið þátt í samningaviðræðunum.

Lesa meira

Sameiginleg fréttatilkynning frá fjármálaráðuneyti Póllands og fjármálaráðuneyti Íslands - 4.10.2009

Í dag var undirritaður í Istanbul í Tyrklandi lánssamningur milli Póllands og Íslands. Samkvæmt samningnum lánar pólska ríkið íslenska ríkinu 630 milljónir pólskra slota (zloty, PLN) sem er jafnvirði u.þ.b. 200 milljóna Bandaríkjadala.

Lesa meira

Ný þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins 2009 - 1.10.2009

Í þessari skýrslu er fjallað um framvindu og horfur helstu þátta efnahagsmála á árunum 2009-2011 á grundvelli nýrrar þjóðhagsspár fjármálaráðuneytisins auk framreikninga til ársins 2014.

Lesa meira

Fjárlagafrumvarp 2010 - 1.10.2009

Fjárlagafrumvarp ársins 2010 hefur nú verið lagt fyrir Alþingi.

Lesa meira

Nýtt skipulag fjármálaráðuneytisins - 1.10.2009

Í dag tók gildi nýtt skipulag fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt því starfar ráðuneytið sem ein heild, líkt og áður var, og skiptist í fjórar skrifstofur og tvö svið.

Lesa meira

Skilanefnd Glitnis fær frest til 15. október til þess að nýta kauprétt - 30.9.2009

Fjármálaráðuneytið hefur samþykkt beiðni skilanefndar Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, um frest til 15. október nk. til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Glitnis að Íslandsbanka.

Lesa meira

Bankasýsla ríkisins tekur til starfa - 23.9.2009

Fjármálaráðherra hefur skipað í stjórn Bankasýslu ríkisins og hefur hún formlega tekið til starfa.

Lesa meira

Skipað í nefnd um umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu - 18.9.2009

Fjármálaráðherra hefur skipað í nefnd um umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu. Nefndinni er ætlað að kanna grundvöll þess að leggja á umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu sem renni til uppbyggingar þjóðgarða og annarra fjölsóttra og friðlýstra áningarstaða ferðamanna og til eflingar ferðaþjónustu.

Lesa meira

Samkomulag stjórnvalda og skilanefndar Glitnis undirritað - 13.9.2009

Íslensk stjórnvöld og skilanefnd Glitnis hafa undirritað samning um uppgjör vegna eigna sem færðar voru úr Glitni yfir í Íslandsbanka í október 2008 og er hann í samræmi við samkomulag sem kynnt var 20. júlí 2009.

Lesa meira

Samkomulag stjórnvalda og skilanefndar Kaupþings undirritað - 4.9.2009

Íslensk stjórnvöld og skilanefnd Kaupþings hafa undirritað samning um uppgjör vegna eigna sem færðar voru úr Kaupþingi yfir í Nýja Kaupþing í október s.l. og er hann í samræmi við samkomulag sem kynnt var 20. júlí s.l.

Lesa meira

Eigendastefna ríkisins í fjármálafyrirtækjum - 4.9.2009

Ríkið hefur sett sér eigendastefnu í fjármálafyrirtækjum og er henni ætlað að skýra fyrirætlanir ríkisins sem eiganda að fjármálafyrirtækjum. Lesa meira

Vöruskiptin í ágúst 2009 - 4.9.2009

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar nam innflutningur vöru 31,5 ma.kr. (fob) í ágúst. Lesa meira

Fjármagnstekjur landsmanna eru að breytast - 4.9.2009

Í upplýsingum Ríkisskattstjóra vegna álagningar tekjuskatts einstaklinga kemur fram hversu miklar fjármagnstekjur einstaklingar telja fram. Lesa meira

Eigendastefna ríkisins í fjármálafyrirtækjum - 2.9.2009

Ríkið hefur sett sér eigendastefnu í fjármálafyrirtækjum og er henni ætlað að skýra fyrirætlanir ríkisins sem eiganda að fjármálafyrirtækjum.

Lesa meira

Ný skýrsla OECD um íslensk efnahagsmál - 2.9.2009

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, birti í dag nýja skýrslu um íslensk efnahagsmál. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi.

Lesa meira

Samstarf um eignarhald á HS Orku - 31.8.2009

Forsendur þess að ganga til samninga við núverandi eigendur að HS Orku um kaup á meirihluta í félaginu verða kannaðar af viðræðuhópi sem skipaður á næstu dögum.

Lesa meira

Tímabundin niðurfelling álags vegna skila á virðisaukaskatti hjá aðilum á landbúnaðarskrá - 28.8.2009

Vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem ríkja í þjóðfélaginu telur ráðuneytið að gildar ástæður séu til að beita heimild laganna til tímabundinnar niðurfellingar álags vegna skila á virðisaukaskatti fyrir uppgjör aðila á landbúnaðarskrá vegna fyrri hluta ársins 2009.

Lesa meira

Íbúaþróun á árinu 2009 - 28.8.2009

Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands tölur um miðársmannfjölda í ár ásamt gögnum um búferlaflutninga á fyrri hluta þessa árs. Lesa meira

Kanna möguleika á skaðabótamáli - 25.8.2009

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu fjármálaráðherra um að stofna starfshóp sem kanna skal möguleika ríkisins á að hefja og reka skaðabótamál á hendur þeim lögaðilum og einstaklingum, sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi í landinu fjárhagslegt tjón með athöfnum sínum í aðdraganda bankahrunsins og í því.

Lesa meira

Um aðgerðir stjórnvalda - 21.8.2009

Í grein „Ísland mun sigrast á erfiðleikum sínum” sem Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra skrifaði í Fréttablaðið 14. ágúst sl. benti hann á að afleiðingar banka- og fjármálahrunsins eru smátt og smátt að koma betur í ljós. Lesa meira

Tekjuþróun breytileg eftir tekjubilum - 21.8.2009

Fjármálaráðuneytið fylgist reglulega með staðgreiðslu af tekjum einstaklinga í þeim tilgangi að geta lagt betra mat á þróun efnahagslífsins og jafnframt tekjuþróun ríkissjóðs. Lesa meira

Sparnaðarátak og lækkun kostnaðar - 18.8.2009

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu fjármálaráðherra um sparnaðarátak í ríkiskerfinu. Þá var tilaga fjármálaráðherra um aðgerðir til þess að draga úr launakostnaði og öðrum kostnaði samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Lesa meira

Fjármögnun Íslandsbanka og Nýja Kaupþings tryggð og þróun í viðræðum vegna Landsbankans - 14.8.2009

Íslandsbanki

Fjármögnun Íslandsbanka og Nýja Kaupþings að hálfu ríikstjórnar Íslands hefur verið tryggð.

Lesa meira

Vöruskiptin í júlí 2009 - 14.8.2009

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands nam verðmæti innfluttrar vöru (fob) í júlí 34,9 ma.kr. og eykst innflutningurinn lítillega frá því í júní þegar hann nam 31,9 ma.kr. Lesa meira

Ríkisreikningur fyrir árið 2008 - 14.8.2009

Ríkisreikningur fyrir árið 2008 var birtur þann 31. júlí sl. Lesa meira

Ríkisreikningur 2008 - 31.7.2009

Lokið hefur verið við gerð ríkisreiknings fyrir árið 2008. Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins og samanburði við fyrra ár.

Lesa meira

Helstu niðurstöður skattaálagningar árið 2009 - 28.7.2009

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga og þá sem stunda atvinnurekstur í eigin nafni fyrir árið 2009 liggur nú fyrir.

Lesa meira

Mat á arðsemi orkusölu til stóriðju: Fyrsta áfangaskýrsla - 28.7.2009

Í apríl 2009 samdi Fjármálaráðuneytið við Sjónarrönd ehf. um að framkvæma mat á afrakstri orkusölu til erlendrar stóriðju fyrir íslenska þjóðarbúið. Áfangaskýrslan sem hér birtist er fyrsti liður í ofangreindri úttekt.

Lesa meira

Leiðrétting vegna rangrar staðhæfingar á málstofu lagadeildar Háskóla Íslands - 24.7.2009

Vegna fréttaflutnings af villandi ummælum á málstofu á vegum lagadeildar Háskóla Íslands í gær vill fjármálaráðuneytið koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingu.

Lesa meira

Samkomulag stjórnvalda við skilanefndir bankanna þriggja; Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands - 20.7.2009

Í kjölfar falls íslensku bankanna í október sl. stofnsetti ríkið þrjá nýja banka til að taka yfir meginhluta innlendrar bankastarfsemi.

Lesa meira

Samningaviðræðum ríkisins og skilanefnda gömlu bankanna nánast lokið - 16.7.2009

Undanfarnar vikur og mánuði hafa staðið yfir samningaviðræður milli fulltrúa stjórnvalda, annars vegar, og skilanefnda gömlu bankanna f.h. kröfuhafa, hins vegar, um endanleg fjárhagsskil milli gömlu og nýju bankanna.

Lesa meira

Leiðrétting frá fjármálaráðherra vegna fréttaflutnings um erlendar skuldir - 14.7.2009

Vegna fréttaflutnings í hádeginu óskar fjármálaráðherra eftir að taka fram að tölur sem nefndar voru um heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis upp á 3-4.000 milljarða króna eru ekki frá honum komnar.

Lesa meira

Ráðherrafundur í OECD - 10.7.2009

Ráðherrafundur OECD 2009 fór fram í höfuðstöðvum samtakanna í París dagana 24. og 25. júní sl. Lesa meira

Ríkissjóður selur kröfur fyrir 11,6 milljarða til endurskipulagningar Sjóvár - 8.7.2009

Fjármálaráðherra hefur í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að taka þátt í endurskipulagningu á vátryggingastarfsemi Sjóvár.

Lesa meira

Yfirlýsing frá hollenskum stjórnvöldum vegna málaferla hollenskra innistæðueigenda - 8.7.2009

Fjármálaráðherra hefur borist bréf frá Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands.

Lesa meira

Ákvörðun ESA vegna eigendaábyrgða Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur - 8.7.2009

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag frá sér ákvörðun í tengslum við rannsókn stofnunarinnar á fyrirkomulagi eigendaábyrgða Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur.

Lesa meira

Minnisblað Mischon de Reya - 7.7.2009

Samninganefnd Íslands vegna Icesave reikninganna leitaði ráðgjafar hjá fjölmörgum sérfræðingum hér á landi og erlendis, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

Lesa meira

Bakgrunnsefni um lán Norðurlandanna til Íslands - 6.7.2009

Bakgrunnsefni um lán Norðurlandanna til Íslands.

Lesa meira

Vöruskiptin í júní 2009 - 2.7.2009

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar nam innflutningur vöru 32 ma.kr. (fob) í júní sem er eilítið meiri innflutningur en í maímánuði þegar hann nam 31,3 ma.kr. Lesa meira

Sameiginleg fréttatilkynning frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noreg og Svíþjóð um norræn lán til Íslands - 1.7.2009

Í dag var skrifað undir lánasamninga milli Íslands og Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar og milli Seðlabanka Íslands, með ábyrgð íslenska ríkisins, og Noregsbanka, með ábyrgð norska ríkisins.

Lesa meira

Skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 - 26.6.2009

Fjármálaráðherra kynnti í dag fyrir Alþingi skýrslu um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009–2013.

Lesa meira

Skipun í viðræðunefnd við lífeyrissjóði um fjármögnun framkvæmda - 26.6.2009

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum hinn 16. þ.m. að skipa sérstaka viðræðunefnd til að ræða við fulltrúa lífeyrissjóða um fjármögnun ýmissa framkvæmda sem eru eða kunna að vera framundan á næstu árum.

Lesa meira

Eftirgjöf skulda - skattskylda eða skattfrelsi? - 25.6.2009

Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt um eftirgjafir skulda og skattalega meðferð slíkra gjörninga, bæði vegna afleiðinga bankahrunsins og vaxandi greiðsluerfiðleika, jafnt hjá einstaklingum sem fyrirtækjum. Lesa meira

Frumvarp um Bankasýslu ríkisins - 25.6.2009

Í kjölfar þeirra áfalla sem urðu á fjármálamarkaði sl. haust er ríkið orðið eignaraðili í flestum stærstu fjármálafyrirtækjum landsins. Lesa meira

Tekjuþróun árið 2009 - 25.6.2009

Fjármálaráðuneytið vaktar reglulega gögn um staðgreiðslu einstaklinga, bæði vegna skatttekna ríkissjóðs og til að fylgjast sem best með almennri efnahagsþróun. Lesa meira

Reglugerð um skilyrði þess að eftirgjöf skulda manna utan atvinnurekstrar teljist ekki til tekna - 24.6.2009

Í samræmi við breytingar á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, sem gerðar voru með lögum nr. 46/2009, hefur verið gefin út reglugerð, nr. 534/2009, um skilyrði þess að eftirgjöf skulda manna utan atvinnurekstrar teljist ekki til skattskyldra tekna.

Lesa meira

Landsvirkjun og ríkið gera viðbúnaðarsamning - 19.6.2009

Mikil óvissa hefur ríkt í íslensku efnahagslífi frá falli viðskiptabankanna í október sl. Á sama tíma hefur verið mikil óvissa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem hefur leitt til þess að matsfyrirtæki hafa lækkað lánshæfiseinkunnir fjölmargra aðila.

Lesa meira

Markviss skref að jafnvægi í ríkisfjármálum - 19.6.2009

Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir í ríkisfjármálum þar sem dregið er úr halla ríkissjóðs um 22,4 milljarða króna í ár og 63,4 milljarða króna á næsta ári.

Lesa meira

Skipun umsjónaraðila - 19.6.2009

Fjármálaráðherra hefur að tillögu Fjármálaeftirlitsins skipað Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar umsjónaraðila sbr. 1. mgr. 46. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða vegna gruns um að ákvarðanir stjórnar sjóðsins um fjárfestingar hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga nr. 129/1997 og ítrekuðum kröfum Fjármálaeftirlitsins um úrbætur hafi ekki verið sinnt.

Lesa meira

Eiginfjárhlutfall íbúðareigenda - 18.6.2009

Í nýlegri þjóðhagsskýrslu fjármálaráðuneytisins er fjallað um þróun eiginfjárhlutfalls í íbúðarhúsnæði. Lesa meira

Nýleg könnun um stöðu og framtíðarhorfur fyrirtækja - 18.6.2009

Í upphafi mánaðar lágu fyrir niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur 500 stærstu fyrirtækja á Íslandi, þar sem stuðst er við heildarlaunagreiðslur þegar stærstu fyrirtækin eru valin. Lesa meira

Icesave samningarnir - 18.6.2009

Samningar Tryggingasjóðs innistæðueiganda og íslenska ríkisins við Bretland annars vegar og Holland hins vegar voru undirritaðir 5. júní sl.

Lesa meira

Samningur um Icesave - 11.6.2009

Á dögunum var undirritaður samningur við hollensk og bresk stjórnvöldum að veita Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta lán til 15 ára vegna þeirra skuldbindinga sem sjóðurinn stendur frammi fyrir vegna hruns Landsbankans. Lesa meira

Efnahagslíf Norðurlandanna - 11.6.2009

Norðurlöndin fara ekki varhluta af hinni alþjóðlegu fjármálakreppu sem nú geisar. Lesa meira

Settur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu - 11.6.2009

Fjármálaráðherra hefur sett Guðmund Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu frá 11. júní til 31. desember 2009. Lesa meira

Mannabreytingar í Stjórnarráðinu - 9.6.2009

Fjármálaráðherra hefur sett Guðmund Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu frá 11. júní til 31. desember 2009.

Lesa meira

Staða samningaviðræðna við kröfuhafa og eiginfjármögnun nýju viðskiptabankanna - 9.6.2009

Fyrstu samningafundir milli fjármálaráðuneytis fyrir hönd nýju bankanna og skilanefnda gömlu bankanna fóru fram í síðustu viku hjá öllum nýju bönkunum, Íslandsbanka, NBI (Landsbankans) og Nýja Kaupþings.

Lesa meira

Samkomulag um Icesave-skuldbindingar í höfn - 6.6.2009

Ríkisstjórnin samþykkti í gær að samninganefnd um Icesave myndi undirrita samning til lausnar Icesave deilunni við Hollendinga og Breta.

Lesa meira

Vöruskiptin í maí 2009 - 5.6.2009

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands nam innflutningur vöru á fob virði í maí 31,7 ma.kr. sem er eilítil aukning frá apríl þegar innflutningurinn nam 29,4 ma.kr. Lesa meira

Um verð á eldsneyti - 5.6.2009

Hækkanir á vörugjöldum á eldsneyti sem Alþingi samþykkti í síðustu viku eru að sjálfsögðu gerðar af brýnni þörf og eru hluti af aðgerðum stjórnvalda til að leysa þann mikla efnahagsvanda sem við er að etja. Lesa meira

Tímabundin niðurfelling álags vegna skila á virðisaukaskatti - 4.6.2009

Samkvæmt 2. mgr. 24. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er 5. júní 2009 gjalddagi virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins mars og apríl 2009 og 5. ágúst gjalddagi vegna uppgjörstímabilsins maí og júní 2009.

Lesa meira

Staða endurfjármögnunar nýju viðskiptabankanna - 2.6.2009

Nú í vikunni munu fulltrúar fjármálaráðuneytisins ásamt fulltrúum nýju bankanna og ráðgjöfum þeirra eiga fundi með skilanefndum bankanna og ráðgjöfum þeirra til að hefja formlegar samningaviðræður í því augnamiði að ná samkomulagi um greiðslu til gömlu bankanna fyrir yfirteknar eignir og ljúka jafnframt eiginfjármögnun nýju bankanna.

Lesa meira

14. ráðstefna fjármálaráðherra Norðurlanda og ríkja við Eystrasalt - 29.5.2009

Fjármálaráðherrar Norðurlanda og ríkja við Eystrasalt - Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Þýskalands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs, Póllands, Rússlands og Svíþjóðar - hittust á 14. ráðstefnu ríkjanna þann 27. maí 2009 í Mariefred, Svíþjóð. Lesa meira

Mat fjármálaráðuneytisins á áhrifum skattbreytinga - 29.5.2009

Í umræðum um frumvarp fjármálaráðherra til laga um breytingar á ýmsum vörugjöldum í gær komu fram spurningar um það með hvaða hætti fjármálaráðuneytið metur áhrif einstakra skattbreytinga á tekjur ríkissjóðs.

Lesa meira

Þjóðhagsstærðir og vinnuafl - 28.5.2009

Könnun á samhengi þjóðhagsstærða og vinnuaflsnotkunar einstakra atvinnugreina sem birt var í rammagrein 6 í Þjóðarbúskapnum - vorskýrslu 2009 leiðir í ljós að hægt er að notast við þær fyrrnefndu við mat á breytingum vinnuafls í sumum greinum. Lesa meira

Norræn samvinna á sviði upplýsingaskipta við lágskattaríki heldur áfram - 19.5.2009

Agreement between Iceland and the British Virgin Islands

Á blaðamannafundi sem haldinn var í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn í gær var undirritaður samningur milli stjórnvalda á Íslandi og Bresku Jómfrúreyja um upplýsingaskipti á sviði skattamála.

Lesa meira

Atvinnuleysi að breytast - 14.5.2009

Í gær gaf Vinnumálastofnun út nýjar tölur um atvinnuleysi. Lesa meira

Ný þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins - 14.5.2009

Fjármálaráðuneytið birti þann 12. maí sl. nýja skýrslu um stöðu og þróun efnahagsmála fyrir árin 2009 til 2014. Lesa meira

Nýr valkostur fyrir stjórnendur í opinberum rekstri - 14.5.2009

Í gær var undirritaður samráðs og samstarfssamningur vegna nýrrar námsleiðar við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Lesa meira

Ný þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins - 12.5.2009

Fjármálaráðuneytið birtir í dag nýja þjóðhagsspá fyrir árin 2009 til 2011 í skýrslunni Þjóðarbúskapurinn - vorskýrsla 2009.

Lesa meira

Reglugerðir um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við húsnæði - 8.5.2009

Fjármálaráðuneytið hefur í dag gefið út tvær reglugerðir um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði o.fl.

Lesa meira

Vöruskiptin í apríl 2009 - 8.5.2009

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands nam útflutningur vöru á fob virði 31,7 ma.kr. sem er eilítið minni útflutningur en í marsmánuði. Innflutningur vöru nam 29,4 ma.kr. sem er aftur á móti aukning frá því í mars þegar innflutningurinn nam 26,5 ma.kr. Lesa meira

Staða samningaferlis við skilanefndir og kröfuhafa „gömlu bankanna” - 8.5.2009

Frá því að stóru viðskiptabankarnir þrír Glitnir, Landsbanki og Kaupþing, sem í almennu tali eru nú kallaðir „gömlu bankarnir”, féllu í október 2008 hefur verið unnið að því að reisa nýja banka til að þjóna innlendum fjármálamarkaði, heimilum og atvinnulífi. Lesa meira

Breytingar á lögum um tekjuskatt - 4.5.2009

Þann 15. apríl sl. voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum um tekjuskatt með það að markmiði að styrkja skattframkvæmd og vinna gegn skattundanskoti. Lesa meira

Nýleg könnun um stöðu og framtíðarhorfur fyrirtækja - 4.5.2009

Út er komin ný könnun Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur 500 stærstu fyrirtækja á Íslandi. Lesa meira

Reglugerð um breytingu á skilyrðum rétthafa til lækkunar á vörugjaldi af leigubifreiðum til fólksflutninga og bifreiðum ætlaðar til ökukennslu - 24.4.2009

Fjármálaráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um breytingu á skilyrðum rétthafa til lækkunar á vörugjaldi af leigubifreiðum til fólksflutninga og bifreiðum ætlaðar til ökukennslu.

Lesa meira

Orðrómur um að ríkið kunni að þurfa að taka yfir rekstur Icelandair er tilhæfulaus - 23.4.2009

Orðrómur um að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telji að ríkið þurfi að koma að eða taka yfir rekstur flugfélagsins Icelandair að hluta til eða öllu leyti er tilhæfulaus með öllu.

Lesa meira

Átak til að rannsaka hugsanleg brot á skattalögum - 22.4.2009

Fjármálaráðuneytið hefur í samvinnu við skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra ákveðið að hafið verði sérstakt átak til að rannsaka hugsanleg brot á skattalögum í tengslum við hrun bankanna og í aðdraganda þess.

Lesa meira

Mikil lækkun raunlauna - 16.4.2009

Þróun efnahagslífsins hefur verið talsvert neikvæð að undanförnu og ber þar helst að nefna stóraukið atvinnuleysi, gengisfall krónunnar, mikla hækkun verðlags og samdrátt í kaupmætti heimilanna. Lesa meira

Færri auglýsingar birtar á Starfatorgi - 16.4.2009

Eftir aukningu á milli áranna 2006 og 2007, dró úr fjölda auglýsinga um laus störf á Starfatorgi (starfatorg.is) árið 2008. Lesa meira

Meira um breytingar á vaxtabótakerfinu - 16.4.2009

Í vefriti fjármálaráðuneytisins 26. mars sl. var fjallað um fyrirhugaðar breytingar á vaxtabótakerfinu samkvæmt frumvarpi sem var til meðferðar á Alþingi. Lesa meira

Tímabundin niðurfelling álags vegna skila á virðisaukaskatti - 6.4.2009

Vegna áframhaldandi truflana sem orðið hafa á bankastarfsemi hér á landi og áhrifa þess á atvinnulífið telur ráðuneytið að gildar ástæður séu til að beita heimild 6. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1988, til tímabundinnar niðurfellingar álags vegna skila á virðisaukaskatti fyrir uppgjörstímabilið janúar og febrúar 2009.

Lesa meira

Vöruskiptin í mars 2009 - 3.4.2009

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands nam verðmæti vöruútflutnings (fob) í mars 34,9 ma.kr. Lesa meira

Upplýsingaskiptasamningur við Cayman-eyjar - 2.4.2009

Í gær var undirritaður í Stokkhólmi samningur milli Íslands og Cayman- eyja um upplýsingaskipti á sviði skattamála. Lesa meira

Ný hagspá OECD - 2.4.2009

Í nýrri hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, kemur fram að hagkerfi heimsins sé að fara í gegnum dýpsta og samstilltasta samdráttarskeið á ævi flestra okkar sem nú lifum. Lesa meira

Breyting á tollalögum nr. 88/2005 og lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál með síðari breytingum - 1.4.2009

Hinn 28. nóvember sl. var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um gjaldeyrismál sem ætlað var að sporna gegn hættu á verulegri gengislækkun íslensku krónunnar.

Lesa meira

Yfirlit um rammagreinar og viðauka í Þjóðarbúskapnum - 27.3.2009

Nú hefur verið birt yfirlit á vef fjármálaráðuneytisins yfir þær 75 rammagreinar og viðauka á sviði ríkisfjármála og efnahagsmála sem birtir hafa verið í Þjóðarbúskapunum undanfarin 4 ár. Lesa meira

Fjármálaráðuneytið gengur frá lánasamningi við Saga Capital fjárfestingarbanka hf. og VBS fjárfestingarbanka hf. vegna yfirtekinna tryggingabréfa ríkissjóðs - 26.3.2009

Á grundvelli heimildar Alþingis frá því í lok árs 2008 var gert samkomulag milli fjármálaráðuneytis og Seðlabanka Íslands þar sem Seðlabankinn framseldi ríkissjóði kröfur vegna trygginga sem fjármálafyrirtæki höfðu lagt fram fyrir lausafjárfyrirgreiðslu. Lesa meira

Fyrirspurnir vegna efnahagsvandans - 26.3.2009

Frá því að neyðarlögin voru sett 6. október sl. hefur fjármálaráðuneytinu borist vel á annað hundrað skriflegra erinda frá íslenskum aðilum þar sem óskað er eftir upplýsingum sem tengja má efnahagsvandanum. Þá eru símtöl ótalin. Lesa meira

Staðgreiðslugögn - 26.3.2009

Fjármálaráðuneytið hefur um nokkurt skeið unnið upplýsingar upp úr staðgreiðslugögnum. Lesa meira

Breytingar á vaxtabótakerfinu - 26.3.2009

Í fjárlögum ársins 2009 eru áætluð útgjöld ríkissjóðs til greiðslu vaxtabóta tæpir 8 milljarðar króna, en þessar bætur eru mikilvægur stuðningur fyrir fjölskyldur við að eignast húsnæði. Lesa meira

Greiðslufyrirkomulag barnabóta verður óbreytt - 24.3.2009

Eins og fram kom í frétt á vef fjármálaráðuneytisins frá 8. desember sl. voru uppi áform um að hefja mánaðarlegar greiðslur barnabóta á þessu ári. Lesa meira

Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða - 24.3.2009

Nokkur umræða er um þessar mundir um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóðanna og verður hér aðeins farið yfir þær. Lesa meira

Lánssamningur milli Landsstjórnar Færeyja og íslenska ríkisins - 23.3.2009

Í dag var undirritaður í Þórshöfn í Færeyjum lánssamningur milli Landsstjórnar Færeyja og íslenska ríkisins. Samkvæmt samningnum lánar Landsstjórn Færeyja íslenska ríkinu 300 milljónir danskra króna.

Lesa meira

Breytingar á nefnd sem fer með samningaviðræður við nágrannaríki - 23.3.2009

Í lok febrúar síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin að skipa tvær nefndir til að fara með samningaviðræður annars vegar vegna Icesave-skuldbindinga og hins vegar vegna þeirra lána sem nágrannaríki Íslands hafa heitið.

Lesa meira

Námsstefna fyrir einstaklinga sem hafa misst atvinnuna - 23.3.2009

Námsstefna verður haldin 3. apríl næstkomandi þar sem fjallað verður um tækifæri og úrræði fyrir einstaklinga sem hafa misst atvinnuna. Lesa meira

Greiðsluaðlögun fyrir atvinnulífið - 23.3.2009

Þann 18. mars varð að lögum frá Alþingi frumvarp fjármálaráðherra sem kveður á um tímabundna greiðsluaðlögun fyrir atvinnulífið. Lesa meira

Ríkisframlag til sparisjóða - 21.3.2009

Yfirlýsing fjármálaráðherra.

Lesa meira

Launatekjur eftir aldri - 20.3.2009

Sá áhrifaþáttur sem best skýrir mismunandi launatekjur fólks er aldur. Lesa meira

Fjármálaráðherra skipar stjórn ÁTVR og starfshóp til að gera úttekt á áfengislöggjöfinni - 19.3.2009

Fjármálaráðherra hefur gert tvenns konar breytingar á reglugerð um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og tekur hún gildi nú þegar.

Lesa meira

Fjármálaráðherra skipar umsjónaraðila - 17.3.2009

Fjármálaráðherra hefur að tillögu Fjármálaeftirlitsins skipað Íslenska lífeyrissjóðnum, Lífeyrissjóði Eimskipafélags Íslands, Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands, Eftirlaunasjóði FÍA og Kili lífeyrissjóði umsjónaraðila sbr. 1. mgr. 46. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þessir lífeyrissjóðir eru í reksti og eignastýringu Landsbankans.

Lesa meira

Íslenskur þjóðarbúskapur og ríkisfjármál - 17.3.2009

Fjármálaráðherra fór yfir íslenskan þjóðarbúskap og ríkisfjármál á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. Lesa meira

Verkefnisstjórn um stefnumótun og undirbúning að kynjaðri hagstjórn - 17.3.2009

Fjármálaráðherra hefur ákveðið að skipa verkefnisstjórn um stefnumótun og undirbúning að kynjaðri hagstjórn (gender budgeting).

Lesa meira

Endurgreiðsla vörugjalds og virðisaukaskatts af ökutækjum sem flutt hafa verið úr landi - 17.3.2009

Þann 11. desember 2008 voru lögfestar tímabundnar breytingar á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og lögum um virðisaukaskatt, sem heimila endurgreiðslu vörugjalds og virðisaukaskatts af notuðum ökutækjum sem eru afskráð og flutt úr landi. Lesa meira

Eyrnamerktir skattar - 16.3.2009

Eyrnamerktir eða markaðir skattar eru þeir skattar og þau gjöld nefnd sem er fyrirfram ráðstafað í lögum til tiltekinna samtaka eða til þjóðhagslega mikilvægra verkefna og eru oftar en ekki lagðir á vörur og þjónustu innan viðkomandi sviða þjóðfélagsins. Lesa meira

Atvinnuleysi vex mishratt eftir greinum og kynjum - 13.3.2009

Sú mikla aukning atvinnuleysis sem gengur yfir á sér enga hliðstæðu lengur í íslenskri atvinnusögu. Lesa meira

Norðurlöndin og Cayman-eyjar gera samning um baráttu gegn skattaflótta - 12.3.2009

Eftir umfangsmikla undirbúningsvinnu var í síðustu viku gengið frá samkomulagi milli aðildarríkja Norrænu ráðherranefndarinnar og Cayman-eyja um undirritun upplýsingaskiptasamnings. Samningurinn er liður í sameiginlegri viðleitni samningsaðilanna til að stöðva skattaflótta.

Lesa meira

Ráðning fjármálaráðgjafa til að stýra viðræðum við kröfuhafa bankanna - 10.3.2009

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma samningaviðræðum milli nýju bankana sem stofnaðir voru eftir hrun gömlu bankann og kröfuhafa gömlu bankanna í fastan farveg.

Lesa meira

Lækkun ferðakostnaðar ráðherra og starfsmanna ríkisins á ferðalögum erlendis - 6.3.2009

Fjármálaráðherra hefur beitt sér fyrir lækkun ferðakostnaðar með því að beina þeim tilmælum til ferðakostnaðarnefndar að lækka dagpeninga starfsmanna ríkisins á ferðalögum erlendis.

Lesa meira

Vöruskiptin í febrúar 2009 - 6.3.2009

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands nam innflutningur vöru (fob) í febrúar 26,4 ma.kr. sem er nokkuð minni innflutningur en í janúar þegar hann nam 32,3 ma.kr. Lesa meira

Hækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna íbúðarhúsnæðis - 6.3.2009

Í verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar kemur fram að tekin verði upp full endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu við íbúðarhúsnæði. Lesa meira

Búferlaflutningar innanlands hafa mikil áhrif á íbúaþróun - 4.3.2009

Mikill aðflutningur til landsins undanfarin ár hefur verið mjög í umræðunni. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um búsetuþróun innanlands. Lesa meira

Stjórn Nýja Kaupþings - 27.2.2009

Á hluthafafundi Nýja Kaupþings hf. 26. febrúar 2009, var Hulda Dóra Styrmisdóttir kosin formaður í stað Gunnars Arnar Kristjánssonar, sem látið hefur af störfum af störfum.

Lesa meira

Tímabundin niðurfelling álags vegna skila á virðisaukaskatti hjá aðilum á landbúnaðarskrá - 27.2.2009

Samkvæmt lögum og reglugerð um virðisaukaskatt er 2. mars 2009 gjalddagi virðisaukaskatts vegna uppgjörs aðila á landbúnaðarskrá vegna viðskipta á síðari hluta ársins 2008.

Lesa meira

Frumvarp um tímabundna heimild til útgreiðslu séreignarsparnaðar - 27.2.2009

Í samræmi við verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar hefur fjármálaráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og fleiri lögum. Lesa meira

Breyting í bankaráði Kaupþings - 25.2.2009

Gunnar Örn Kristjánsson viðskiptafræðingur sem nýlega var skipaður í bankaráð Kaupþings, hefur óskað eftir því við fjármálaráðherra að láta af störfum.

Lesa meira

Stjórn Nýja Kaupþings - 24.2.2009

Á hluthafafundi Nýja Kaupþings hf. 23. febrúar 2009, var Gunnar Örn Kristjánsson kosinn formaður í stað Magnúsar Gunnarssonar, sem nýverið lét af störfum og Ástríður Þórðardóttir kosin í varastjórn í stað Eiríks Jónssonar sem óskað hafði eftir að verða leystur frá störfum.

Lesa meira

Stjórn Íslandsbanka hf. - 20.2.2009

Á hluthafafundi Glitnis hf., nú Íslandsbanka hf. í dag, var kosið í stjórn félagsins í stað stjórnarmanna, sem nýverið hafa látið af störfum.

Lesa meira

Frumvarp um afnám eftirlaunalaga - 20.2.2009

Í samræmi við verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar hefur fjármálaráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um afnám laga nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Lesa meira

Úrræði ríkisstofnana á samdráttartímum - 16.2.2009

Morgunverðarfundur forstöðumanna og stjórnenda verður haldinn af fjármálaráðuneyti og Félagi forstöðumanna ríkisstofnana miðvikudaginn 18. febrúar á Grand Hótel Reykjavík. Lesa meira

Aukning atvinnuleysis - 16.2.2009

Atvinnuleysi hefur aukist mjög mikið á undanförnum mánuðum og eru ekki miklar líkur til þess að það gangi til baka á næstu misserum. Lesa meira

Útgjöld ríkissjóðs til almannatrygginga og velferðarmála - 13.2.2009

Samkvæmt fjárlögum 2009 verða útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála samtals um 127 milljarðar króna. Lesa meira

Vöruskiptin í janúar 2009 - 11.2.2009

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands nam vöruinnflutningur 33,3 ma.kr. (fob) í janúar, sem er 4,5 ma.kr. aukning frá fyrra mánuði. Lesa meira

Formennska í bankastjórnum Glitnis hf. og Kaupþings hf. - 10.2.2009

Formenn bankastjórna Nýja Glitnis, Magnús Gunnarsson, og Nýja Kaupþings, Valur Valsson, hafa í dag óskað eftir að verða leystir frá störfum í stjórnum bankanna.

Lesa meira

Framboð vinnuafls árið 2009 - 10.2.2009

Fjármálaráðuneytið hefur áætlað framboð vinnuafls árið 2009 eftir landshlutum, kyni og mánuðum. Lesa meira

Séreignarsparnaður - 9.2.2009

Í verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að sett verði lög um séreignarsparnað sem veiti sjóðfélögum tímabundna heimild til fyrirframgreiðslu úr séreignarsjóðum til að mæta brýnum fjárhagsvanda. Lesa meira

Indriði H. Þorláksson settur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu - 5.2.2009

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sett Indriða H. Þorláksson í embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu til 30. apríl nk.

Lesa meira

Steingrímur J. Sigfússon nýr fjármálaráðherra - 2.2.2009

Árni M. Mathiesenn og Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon tók við embætti fjármálaráðherra í gær, 1. febrúar 2009, af Árna M. Mathiesen sem gegnt hefur embættinu frá 27. september 2005. Lesa meira

Horfur í heimshagvexti - 30.1.2009

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur endurskoðað spá sína frá því í nóvember 2008 um framvindu efnahagsmála í heiminum. Lesa meira