Nr. 43/2001. Skýrsla fjármálaráðherra um þróun lífeyrismála 1998-2001.

28.11.2001

Fréttatilkynning
Nr. 43/2001

Skýrsla fjármálaráðherra um þróun lífeyrismála 1998-2001

Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um þróun lífeyrismála 1998 til 2001. Í skýrslunni er gerð úttekt á starfsumhverfi lífeyrissjóða og vörsluaðila lífeyrissparnaðar frá gildistöku laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Einkum er lögð áhersla á að meta möguleika einstaklinga á að samþætta lífeyrisréttindi sín í samtryggingu og séreign. Unnt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu ráðuneytisins.


Fjármálaráðuneytinu, 28. nóvember 2001


Til baka Senda grein