Nr. 42/2001. Úthlutun námsstyrks fjármálaráðuneytisins 2001.

26.11.2001

Fréttatilkynning
Nr. 42/2001


Fjármálaráðuneytið veitir árlega námsstyrk vegna lokaverkefnis á meistarastigi í hagfræði eða viðskiptafræði sem fjallar um efni á sviði efnahags- og ríkisfjármála. Styrkurinn nemur 500.000 krónum og er veittur í tvennu lagi.

Ákveðið hefur verið að styrkinn hljóti Helga Óskarsdóttir sem stundar meistaranám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Verkefni hennar fjallar um uppgjör ríkisreiknings og verðmætamat ríkiseigna.

Fjármálaráðherra afhenti Helgu Óskarsdóttur styrkinn í dag ásamt viðurkenningarskjali. Meðfylgjandi er mynd sem tekin var við það tilefni.Fjármálaráðuneytinu, 26. nóvember 2001
Til baka Senda grein