Nr. 39/2001. Fjármálaráðherra ávarpar Venture Partnering Stockholm.

3.11.2001

Fréttatilkynning
Nr. 39/2001

Fjármálaráðherra ávarpar Venture Partnering Stockholm

Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, flutti ræðu á fjárfestingaþinginu Venture Partnering Stockholm sem haldið var í Stokkhólmi 1. nóvember á vegum Útflutningsráðs Íslands og Kaupþings hf. í Stokkhólmi. Í ræðunni gerði fjármálaráðherra m.a. grein fyrir stöðu efnahagsmála á Íslandi, væntanlegum skattbreytingum ríkisstjórnarinnar og mikilvægi þeirra í þeirri viðleitni að auka samkeppnishæfi Íslands á alþjóðalegum vettvangi. Ræða fjármálaráðherra er í meðfylgjandi skjali.

Í tengslum við fjárfestingaþingið birtist grein eftir fjármálaráðherra í Dagens Industry, einu helsta viðskiptablaði Svíþjóðar. Einnig var fjármálaráðherra í ítarlegu sjónvarpsviðtali við netútgáfu sama blaðs.


Fjármálaráðuneytinu, 3. nóvember 2001


Til baka Senda grein