Nr. 24/2001. Fjármálaráðherra í opinbera heimsókn til Færeyja og Noregs

24.6.2001

Fréttatilkynning
Nr. 24/2001

Fjármálaráðherra í opinbera heimsókn til Færeyja og Noregs

Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, og eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Færeyja dagana 24. - 27. júní n.k. Heimsóknin er í boði fjármálaráðherra Færeyja, Karsten Hansen og eiginkonu hans, frú Gullbritt Hansen. Dagskrá heimsóknarinnar er fjölbreytt og munu ráðherrahjónin ferðast um eyjarnar og hitta lögmann Færeyja og forsvarsmenn bæði lands- og bæjarmála í Færeyjum.

Í framhaldi af Færeyjaferðinni, dagana 28. - 29. júní, heldur fjármálaráðherra til Osló í opinbera heimsókn í boði fjármálaráðherra Noregs, Karl Eirik Schjött-Pedersen. Þar munu ráðherrarnir funda um m.a. stöðu efnahagsmála í löndunum tveimur og áhersluatriði í peninga- og ríkisfjármálum. Einnig mun fjármálaráðherra eiga fund með seðlabankastjóra Noregs og heimsækja norska Verðbréfaþingið.

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður E. Árnadóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, gsm 862 0028.


Fjármálaráðuneytinu, 24. júní 2001
Til baka Senda grein