Nr. 22/2001. Erlend lántaka ríkissjóðs

22.6.2001

Fréttatilkynning
Nr. 22/2001

Erlend lántaka ríkissjóðs

Að undanförnu hafa farið fram viðræður milli Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytisins um leiðir til þess að styrkja gjaldeyrisforða bankans. Að höfðu samráði við bankastjórn Seðlabankans hefur fjármálaráðherra nú ákveðið að taka erlent lán fyrir hönd ríkissjóðs að fjárhæð 25 milljarðar króna. Andvirði þess verður varið til þess að efla erlenda stöðu Seðlabankans. Stefnt er að því að hluti af andvirði hins nýja láns verði eiginfjárframlag til Seðlabankans í ljósi nýrra laga um bankann sem gera ráð fyrir eflingu eiginfjárstöðu hans.


Fjármálaráðuneytinu, 22. júní 2001

Til baka Senda grein