Nr. 19/2001. Fyrirhugaður fundur norrænna fjármálaráðherra í Helsinki 1. júní 2001

30.5.2001

Fréttatilkynning
Nr. 19/2001

Fyrirhugaður fundur norrænna fjármálaráðherra í Helsinki
1. júní 2001

Fjármálaráðherrar Norðurlanda halda reglulegan fund sinn í Helsinki n.k. föstudag, 1. júní. Einnig verða á fundinum ráðherrar frá Færeyjum og Álandseyjum. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra situr fundinn fyrir Íslands hönd.

Á fundinum verður meðal annars rætt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Norðurlöndunum. Einnig verða skattamál til umfjöllunar, þar á meðal hugsanleg upplýsingaskipti milli fjármálaráðuneyta landanna. Ráðherrarnir munu ennfremur fjalla um ýmis mál sem á döfinni eru innan Evrópusambandsins, sem og málefni er varða Norræna fjárfestingabankann.

Ráðherrafundurinn verður haldinn í tengslum við ársfund Norræna fjárfestingabankans á 25 ára afmæli bankans. Af því tilefni mun Geir H. Haarde flytja ávarp við setningu ársfundarins.

Nánari upplýsingar veita Ragnheiður E. Árnadóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra (gsm 862 0028) og Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu (gsm 862 0017).


Fjármálaráðuneytinu, 29. maí 2001
Til baka Senda grein