Nr. 16/2001. Árlegur ráðherrafundur OECD í París 16.-17. maí 2001

16.5.2001

Fréttatilkynning
Nr. 16/2001

Árlegur ráðherrafundur OECD í París

Dagana 16.-17. maí n.k. verður árlegur ráðherrafundur aðildarríkja Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar, OECD, haldinn í París. Fyrir Íslands hönd sitja fundinn Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra. Einnig mun Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri, sitja fundinn í fjarveru utanríkisráðherra.

Á sameiginlegum fundi fjármála- og umhverfisráðherranna að morgni 17. maí verður sjálfbær þróun og jafnvægið milli efnahagslegra og umhverfislegra markmiða til umfjöllunar. Einnig verður fjallað um loftslagsbreytingar og um Kyoto bókunina. Síðdegis munu fjármálaráðherrar aðildaríkjanna funda sérstaklega um efnahagsmál þar sem meðal annars verður rætt um horfur um áframhaldandi hagvöxt og mikilvægi nýja hagkerfisins í því samhengi.

Bent er á að ítarleg fréttatilkynning verður gefin út að fundinum loknum síðdegis á fimmtudag.

Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, (GSM 862 0028) og Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, (GSM 862 0017).


Fjármálaráðuneytinu, 15. maí 2001

Til baka Senda grein