Nr. 8/2001. Heimsókn fjármálaráðherra til Kanada

23.2.2001

Fréttatilkynning
Nr. 8/2001


Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, er í ferð um Íslendingaslóðir í Manitoba í Kanada. Þar mun hann meðal annars eiga fundi með fjármálaráðherra og vararíkisstjóra Manitoba fylkis. Síðar í dag mun ráðherrann flytja erindi við Háskólann í Manitoba. Einnig mun hann fara um slóðir Íslendinga á Nýja Íslandi og hitta forystumenn þeirra, auk þess að vera sérstakur gestur á samkomu Íslendingafélaganna á svæðinu.

Fjármálaráðuneytinu, 23. febrúar 2001
Til baka Senda grein