Hoppa yfir valmynd
19. maí 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vigdís Jóhannsdóttir ráðin markaðsstjóri Stafræns Íslands

Vigdís Jóhannsdóttir - mynd

Vigdís Jóhannsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Stafræns Íslands. Fjármála- og efnahagsráðuneytið setti á fót verkefnastofu um Stafrænt Ísland til að tryggja framgang markmiða ríkisstjórnarinnar. Verkefnastofan vinnur með ráðuneytum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum að því að efla stafræna þjónustu við almenning og tryggja þannig skýr, einföld og hraðvirk samskipti.

Helsta verkefni Vigdísar verður að leiða innri og ytri markaðs- og kynningarmál verkefnastofunnar með áherslu á vefinn Ísland.is. Vigdís er viðskiptafræðingur að mennt og hefur mikla reynslu af markaðsmálum. Hún starfaði um árabil hjá 365 miðlum og var þar bæði verkefnastjóri á markaðsdeild og kynningarstjóri útvarps. Vigdís hóf störf hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA árið 2009. Þar starfaði hún sem ráðgjafi fyrir fjölbreyttan hóp fyrirtækja og sem aðstoðarframkvæmdarstjóri frá árinu 2017.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum