Hoppa yfir valmynd
19. maí 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tollkvóti fyrir kartöflunasl frá Noregi

Með vísan til reglugerðar nr. 447/2015, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 15. maí 2015, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir kartöflunasl í tollskrárnúmeri 2005.2003, sem upprunnið er í Noregi og er innflutt þaðan, sbr. bókun 4 við EES-samninginn:











Berist umsóknir um meiri innflutning en nemur auglýstum tollkvóta verður úthlutun miðuð við hlutfall innflutnings hvers umsækjanda miðað við heildarinnflutning allra umsækjenda á kartöflunasli í tollskrárnúmeri 2005.2003 á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014. Úthlutun er ekki framseljanleg.

Skriflegar umsóknir skulu berast til fjármála- og efnahagsrráðuneytisins, tekju- og skattaskrifstofu, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 9. júní n.k.

Eingöngu er auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir kartöflunasl á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu 19. maí 2015

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum