Hoppa yfir valmynd
22. september 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greinargerð starfshóps um endurskoðun reglna um virðisaukaskatt og ferðaþjónustu

Starfshópur sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði  um endurskoðun reglna um virðisaukaskatt og ferðaþjónustu hefur lokið starfi sínu og skilað greinargerð.

Vinna hópsins tengist heildar endurskoðun virðisaukaskatts- og vörugjaldakerfisins sem hófst árið 2014 með skipun stýrihóps sem starfar út kjörtímabilið og gerir tillögur að einfaldara og skilvirkara kerfi.  Fyrsta áfanga í endurskoðun kerfisins lauk með  lagabreytingum sem tóku gildi 1. janúar 2015, en í þeim fólst stór áfangi í átt til meiri skilvirkni. Bilið milli almenna virðisaukaskattsþrepsins og lægra virðisaukaskattsþrepsins minnkaði til muna og skattstofn virðisaukaskatts gagnvart ferðaþjónustunni var breikkaður og samræmdur því sem gerist í nágrannalöndum. Þá var fellt brott almenna vörugjaldið sem er stórt framfaraskref í átt til einfaldari neysluskattlagningar.

Að fengnum tillögum frá stýrihópnum um framhald vinnunnar  var ákveðið að skipta vinnunni upp í fimm verkþætti og voru lagabreytingar sem snerta ferðaþjónustugreinar fyrsti hluti hennar.

Tillögur starfshópsins sem nú liggja fyrir snerta m.a. ferðaþjónustu og hópbifreiðar en hluta þeirra er jafnframt að finna í sjötta kafla frumvarps til laga um ýmsar ráðstafanir sem tengjast frumvarpi til fjárlaga fyrir 2016.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum