Hoppa yfir valmynd
18. júní 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Rafræn skilríki í farsíma uppfylla hæsta öryggisstig

Farsímar
Farsímar

Rafræn skilríki, hvort heldur sem er á korti eða í farsíma, eru öruggasta almenna rafræna auðkenningin sem í boði er hér á landi. Skilríkin uppfylla hæsta öryggisstig, samkvæmt úttekt á fullvissustigi rafrænna auðkenna.

Ráðgjafafyrirtækið ADMON hefur lokið viðauka við skýrslu þar sem lagt er mat á fullvissustig auðkenna, en í viðaukanum er lagt mat á öryggi rafrænna skilríkja í farsíma. Niðurstöður úttektarinnar eru að rafræn skilríki á farsímum uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til slíkra skilríkja, samkvæmt lögum um rafrænar undirskriftir. Rafræn skilríki undir Íslandsrót eru samkvæmt matinu öruggasta almenna rafræna auðkenningin sem í boði er hér á landi. 

Rafræn skilríki í síma eða á korti ná ein fullvissustigi 4, sem er hæsta öryggisstig sem hægt er að ná með rafrænum auðkennum. Sem dæmi metur embætti landlæknis það svo að aðgengi einstaklinga að eigin heilbrigðisupplýsingum verði ekki veitt rafrænt nema með rafrænum auðkennum sem uppfylla hæsta öryggisstig.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum