Hoppa yfir valmynd
11. júní 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla um ný heildarlög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði nefnd sérfræðinga hinn 30. september 2013 sem falið var það verkefni að vinna frumvarp til nýrra laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða byggt á efnisreglum tilskipunar 2011/61/ESB. Fjórar afleiddar gerðir fylgja tilskipuninni og mun nefndin einnig koma að vinnu við innleiðingu þeirra í íslenskan rétt. Nefndin skal taka afstöðu til að hvaða leyti rétt sé að nýta svigrúmið sem tilskipunin og undirgerðir hennar bjóða með tilliti til íslenskra aðstæðna.

Nefndin hefur unnið skýrslu sem ætlað er að varpa ljósi á meginatriði tilskipunarinnar og koma af stað umræðu sem nýtast mun við gerð nýrrar heildarlöggjafar um rekstraraðila sérhæfðra sjóða hér á landi, en stefnt er að framlagningu frumvarps þar um á næstkomandi haustþingi.

Í 2. kafla skýrslunnar er að finna samantekt þar sem tillögur nefndarinnar og helstu álitaefni eru dregin saman. Tillögurnar eru lagðar fram í samræmi við markmið tilskipunarinnar og með hliðsjón af löggjöf þeirra ríkja sem heppileg þykja til samanburðar m.t.t. íslenskra aðstæðna. Nefndin óskar eftir umsögnum haghafa um tillögurnar og skýrsluna í heild sinni.

Umsagnarfrestur er til og með 21. ágúst nk.

Umsagnir og aðrar athugasemdir skulu sendar formanni nefndarinnar: [email protected]


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum