Hoppa yfir valmynd
23. mars 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Launaþróun stéttarfélaga utan heildarsamtaka

Leitað hefur verið eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að það birti upplýsingar um launaþróun þeirra stéttarfélaga sem standa utan heildarsamtaka með sambærilegum hætti og er að finna í riti aðila vinnumarkaðarins „Í aðdraganda kjarasamninga“, sem birt var í febrúar 2015. 

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um launaþróun þeirra stéttarfélaga, sem eru með 100 félagsmenn eða fleiri og standa utan heildarsamtaka, með sambærilegum hætti og er að finna í riti aðila vinnumarkaðarins „Í aðdraganda kjarasamninga“, sem birt var í febrúar 2015. Er hér um að ræða stéttarfélög lækna, hjúkunarfræðinga og verk- og tæknifræðinga.



*September 2014

Heimild:  Launaþróun BHM og BSRB úr  skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins - febrúar 2015. Launaþróun lækna, hjúkrunarfræðinga og verk- tæknifræðinga fengið af vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Af myndinni má ráða að frá nóvember 2006 til september 2014 hafa laun hjúkrunarfræðinga og verk- og tæknifræðinga þróast í stórum dráttum í hátt við launavísitölu og þannig haldið nokkurn veginn í við launaþróun annarra hópa. Þó er launaþróun verk- og tæknifræðinga ívið lakari á þessu tímabili en hjúkrunarfræðinga. Launaþróun lækna hefur aftur á móti ekki haldið í við launavístölu á þessu tímabili og drógust þeir verulega aftur úr öðrum hópum. Í því samhengi verður þó að hafa í huga að samsetning þeirra launa er töluvert frábrugðin því sem þekkist hjá öðrum hópum. Þannig er t.d. hlutfall reglulegra launa af heildarlaunum lægra hjá læknum en öðrum hópum. Það hefur þó ekki marktæk áhrif á launaþróun þeirra í samanburði við aðra á vinnumarkaði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum