Hoppa yfir valmynd
13. mars 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Framkvæmdastjórn AGS ræddi um íslensk efnahagsmál

Hinn 9. mars síðastliðinn fór fram reglubundin umræða í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur í efnahagslífi á Íslandi í samræmi við fjórðu grein stofnsáttmála AGS (e. 2014 Article IV Consultation). Jafnframt var rætt um mál sem varða eftirfylgni við efnahagsáætlun AGS og íslenskra stjórnvalda sem lauk í ágúst 2011 (e. Post-Program Monitoring Discussions).

Umræða í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var með hliðsjón af skýrslu sendinefndar á vegum sjóðsins sem var á Íslandi til viðræðna við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila í desember síðastliðnum.

Sjóðurinn birtir í dag fréttatilkynningu á heimasíðu sinni þar sem greint er frá umræðunni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum