Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Konur rúmlega þriðjungur forstöðumanna

Konur eru rúmlega þriðjungur forstöðumanna hjá ríkinu og hefur hlutfallið hækkað frá síðasta ári. Þetta kemur fram í kynjabókhaldi sem birt er í nýju fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana. 

Kyn forstöðumanna

Konur sem gegna stöðu forstöðumanna eru alls 58 talsins, eða 36% allra forstöðumanna í janúar 2015 en árið 2014 var hlutfallið 31%. Forstöðumenn eru alls 160 talsins og hefur fækkað um níu milli ára.

Í nýútkomnu fréttabréfi stjórnenda er fjallað um ýmis mál. Má þar nefna kjarasamninga, jafnlaunastaðal og græn skref í ríkisrekstri.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum