Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nýsköpunarverðlaun veitt í fjórða sinn á ráðstefnu um skapandi opinbera þjónustu

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu 201
Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu 2015

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða afhent í fjórða sinn 23. janúar næstkomandi. Um 50 verkefni voru tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna í ár.

Ráðstefnan sem haldin er í tengslum við verðlaunaafhendinguna ber yfirskriftina Skapandi þjónusta forsenda velferðar: Samvinna – Hönnun – Þekking. Ráðstefnan verður á Grand hótel.

Aðalfyrirlesari er Nikolaj Lubanski framkvæmdastjóri hjá Copenhagen Capacity sem ræða mun um þróun nýsköpunarmála í opinbera geiranum á Norðurlöndum. Jafnframt mun Nikolaj fjalla um hvernig starfsfólk hins opinbera getur unnið að því að efla nýsköpun.

Dagskrá ráðstefnunnar 23. janúar er eftirfarandi:

1. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra opnar fundinn og flytur ávarp.

2. Nikolaj Lubanski frá Copenhagen Capacity: Innovation Trends in the Nordic Countries - How can public managers drive innovation forward?

3. Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands: Hönnun stjórnkerfis og opinberrar þjónustu?

4. Dr. Rögnvaldur J. Sæmundsson dósent í Iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og fyrrum formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins: Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði - Hvaða erindi eiga þau við opinbera þjónustu og stjórnsýslu?

5. Afhending nýsköpunarverðlauna. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundarstjóri: Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Að viðburðunum standa fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Samstarfsaðilar vilja með framtaki sínu draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi.

Skráning á viðburðinn á vef Stjórnsýslustofnunar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum