Hoppa yfir valmynd
10. október 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ráðherra á ársfundum AGS, Alþjóðabankans og Ecofin

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer fyrir sendinefnd ráðuneytisins sem sækir dagana 10.-11. október ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum. 

Staða og þróun efnahagsmála á heimsvísu er helsta umræðuefni fundarins. Íslenska sendinefndin fundar m.a. með fjármálaráðherrum, fjármálastofnunum, matsfyrirtækjum og starfsfólki AGS. 

Í framhaldi af fundinum í Washington fer fjármála- og efnahagsráðherra fyrir sendinefnd sem sækir ársfund ráðherra fjármála- og efnahagsmála í ríkjum Evrópusambandsins, Ecofin, og EFTA. Fundurinn fer fram í Lúxemborg 14. október.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum