Hoppa yfir valmynd
29. september 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla um nýja umgjörð um veitingu fasteignalána til neytenda

Markmið skýrslunnar er að vekju umræðu um bestu framkvæmd við veitingu fasteignalána.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman skýrslu um nýja umgjörð um veitingu fasteignalána til neytenda. Skýrslan er til upplýsingar fyrir haghafa, þ.e. neytendur, lánveitendur, stjórnmálamenn og aðra þá sem málið varðar.

Markmið skýrslunnar er að koma umræðu af stað um bestu framkvæmd við veitingu fasteignalána sem nýtast mun við gerð nýrrar innlendrar umgjarðar þar um. Nefnd, sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í byrjun árs, hyggst skila frumvarpsdrögum til ráðherra fyrir næstu áramót með það að markmiði að frumvarp verði lagt fram á vorþingi 2015. Stefnt er að því að sett verði ný heildarlög um veitingu fasteignaveðlána til neytenda og að felld verði út ákvæði úr lögum nr. 33/2013 um neytendalán um sama efni. Við vinnuna skal m.a. höfð hliðsjón af tilskipun ESB um fasteignaveðlán til neytenda, tilmælum Evrópska kerfisáhætturáðsins (ESRB) um ábyrgar lánveitingar og íslenskum aðstæðum.

Skýrsla um nýja umgjörð um veitingu fasteignalána til neytenda

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum