Hoppa yfir valmynd
26. júní 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

OECD opnar nýsköpunarvef fyrir opinberan rekstur 

Nýr vefur OECD um nýsköpun
Nýr vefur OECD um nýsköpun

Fjallað er um yfir 110 nýsköpunarverkefni í opinberum rekstri á nýrri vefsíðu, sem Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur hleypt af stokkunum. Þar á meðal eru fjögur íslensk verkefni, sem öll hafa hlotið verðlaun eða viðurkenningu fyrir nýsköpun hér á landi og sum þeirra einnig erlendis.


OECD hefur síðastliðin tvö ár unnið að nýsköpunarmálum í opinberum rekstri  með hópi aðildarríkja og er afrakstur þeirrar vinnu nú að koma í ljós. Tilgangur nýju vefsíðunnar, Observatory of Public Sector Innovation, er að deila góðum nýsköpunarverkefnum á milli landa. Með opnun síðunnar gefst öllum tækifæri til að skrá sín nýsköpunarverkefni en hafa ber í huga að verkefnin eru metin af OECD út frá ákveðnum stöðlum áður en þau er birt á síðunni. 

 Með vefsíðunni er kominn vettvangur fyrir þá sem starfa að nýsköpunarmálum með það að leiðarljósi að auka samstarf innan ríkja og þvert á landamæri.  Á vefsíðunni er ýmis annar fróðleikur sem vert er að kynna sér.  


Hefur þú áhuga á að vera með erindi á OECD nýsköpunarráðstefnu í haust? 

OECD stendur að nýsköpunarráðstefnu í nóvember í París, Innovating the Public Sector: From Ideas To Impact og eru drög að dagskrá hennar komin á vefinn.  OECD er að leita að fólki sem hefur frá áhugaverðri nýsköpun að segja á ráðstefnunni og hefur gefið út upplýsingarit fyrir áhugasama, Innovation talks.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum