Hoppa yfir valmynd
2. júní 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar.


Seðlabankastjóri stýrir Seðlabanka Íslands og ber ábyrgð á rekstri hans og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru falin öðrum samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.

Fjármála- og efnahagsráðherra skipar seðlabankastjóra Seðlabanka Íslands til fimm ára í senn, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingum. Aðeins er hægt að skipa sama mann seðlabankastjóra tvisvar sinnum. Seðlabankastjóri skal fullnægja almennum starfsgengisskilyrðum skv. 6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Auglýsingin er birt í Lögbirtingablaðinu og á starfatorgi, en jafnframt verður hún birt í dagblöðum. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 27. júní 2014.

Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar sl. að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur sem vinnur að því að leggja mat á æskilegar breytingar. Hópurinn hefur það að markmiði að treysta trúverðugleika og sjálfstæði bankans og traust á íslenskum efnahagsmálum. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum