Hoppa yfir valmynd
8. maí 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vegna niðurstöðu ESA um ólögmæta ríkisaðstoð

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur komist að þeirri niðurstöðu að breytingar sem gerðar voru á íslenskum lögum um virðisaukaskatt, og vörðuðu viðskiptavini gagnavera, hafi falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 

Fjármála- og efnahagsráðuneytið áréttar í ljósi niðurstöðu ESA að þeim lagaákvæðum sem voru til skoðunar hjá ESA var breytt í mars 2013 og eru umrædd ákvæði laganna fallin úr gildi.


Lagabreytingarnar sem ESA komst að niðurstöðu um  að væru ólögmætar voru gerðar  í desember 2010. Þær sneru annars vegar að því að virðisaukaskattur var ekki lagður á blandaða þjónustu gagnavera til kaupenda sem búsettir voru erlendis og höfðu ekki fasta starfsstöð á Íslandi. Hins vegar að því að innflutningur á netþjónum og tengdum búnaði var undanþeginn virðisaukaskatti þegar eigendur þeirra höfðu ekki búsetu á Íslandi og voru ekki með fasta starfstöð þar. 

ESA hefur jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu beri að endurheimta ólögmæta aðstoð, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum frá þeim tíma er aðstoðin var veitt. Ráðuneytið ætlar að um sé að ræða óverulegar fjárhæðir. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum