Hoppa yfir valmynd
12. mars 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tilboð ríkisins um framkvæmdir fyrir tugi milljóna á Geysissvæðinu

Félag á vegum sameigenda ríkisins að landi í kringum Geysi hefur birt í fjölmiðlum greinargerð sína vegna lögbanns sem ríkissjóður hefur óskað eftir að sett verði á gjaldtöku inn á landið þ.m.t. einkaland ríkissjóðs. Í greinargerðinni er látið að því liggja að ríkissjóður hafi ekki viljað leysa vanda svæðisins né tryggja vernd þess. Af þessu tilefni vill fjármála- og efnahagsráðuneytið að fram komi að ástæða þess að ekki hefur verið ráðist í framkvæmdir eða friðlýsingu svæðisins er sú að ekki hefur verið samkomulag þar um við sameigendur ríkissjóðs.
 
Ríkissjóður hefur, með bréfi 12. febrúar síðastliðinn, boðist til að ráðast í og greiða fyrir nauðsynlegar framkvæmdir til að tryggja vernd svæðisins og til að kosta rekstur þess. Eftir fund með sameigendum voru þeim, þann 27. febrúar sl., send drög að samkomulagi sem gerði ráð fyrir að ríkissjóður réðist í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyir tugi milljóna króna. Eins bæri ríkissjóður allan kostnað vegna reksturs og gæslu á svæðinu. Var þetta boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. Fulltrúar landeigenda hafa ekki viljað funda með fulltrúum ríkissjóðs um tilboðið né hafa þeir svarað tilboðinu.

Lögbannsbeiðni ríkissjóðs vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku við Geysi

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum