Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Stöðugildum fækkar í fjármála- og efnahagsráðuneyti

Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnti starfsmönnum ráðuneytisins í dag þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í því skyni að laga starfsemi ráðuneytisins að heimildum fjárlaga, en þær fela m.a. í sér fækkun stöðugilda með því að ekki er ráðið í stöður sem losna og með uppsögnum.


Í fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir auknu aðhaldi í rekstri ráðuneyta og lækka fjárveitingar til aðalskrifstofa þeirra að jafnaði um 5% frá því sem ráð var fyrir gert í frumvarpi til fjárlaga. Á undanförnum vikum hafa einstök ráðuneyti leitað leiða til að lækka útgjöld sín, en ljóst er að það verður ekki gert nema með því að draga úr launagjöldum, auk lækkunar annarra liða.


Alls verður fækkað um sjö stöðugildi á aðalskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.  Uppsagnir taka gildi 1. febrúar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum