Hoppa yfir valmynd
21. október 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Í aðdraganda kjarasamninga

Í aðdraganda kjarasamninga
Í aðdraganda kjarasamninga

Ný skýrsla heildarsamtaka vinnumarkaðarins er komin út sem fjallar um launaþróun og efnahagsumhverfi síðustu ára.

Í skýrslunni eru upplýsingar um þróun launa á árunum 2006 til 2013 og ítarleg greining á efnahagsforsendum kjarasamninga. Skýrslan er mikilvægt innlegg í það verkefni að bæta umgjörð við gerð kjarasamninga hér á landi.

Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga gefur skýrsluna út. Að nefndinni standa fern samtök launafólks, þ.e. ASÍ, BHM, BSRB og KÍ og af hálfu vinnuveitenda, SA, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum