Hoppa yfir valmynd
10. október 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 10. september 2014

Fjármálastöðugleikaráð

10. september 2014

Ráðsmenn: Bjarni Benediktsson, formaður, Már Guðmundsson, Unnur Gunnarsdóttir.

Aðrir fundarmenn: Guðmundur Árnason, Sigríður Benediktsdóttir, Sigurður Árni Kjartansson, Tómas Brynjólfsson, Steindór Grétar Jónsson (ritar fundargerð)

Fundur settur kl. 13:00

1.      Starfsreglur fjármálastöðugleikaráðs

Drög að starfsreglum, sem rituð voru í fjármála- og efnahagsráðuneytinu tekin til umræðu. Samþykkt að vinnuhópur taki við drögunum og vinni þau frekar með athugasemdir ráðsmanna til hliðsjónar. Málið verði tekið fyrir á nýju á næsta fundi ráðsins.

2.      Önnur mál

  1. Opinber stefna um fjármálastöðugleika
    Kerfisáhættunefnd semur drög að opinberri stefnu um fjármálastöðugleika í samvinnu við ráðuneytið.
  2. Næsti fundur
    Næsti fundur ráðsins verður fyrir árslok 2014, líklega í seinni hluta október.
  3. Fréttatilkynning
    Drög að fréttatilkynningu um fyrsta fund ráðsins kynnt ráðinu.

Fundi slitið kl. 14:25

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum