Hoppa yfir valmynd
14. september 2021 Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Ríkisstjórnin kemur til móts við ófyrirséð útgjöld vegna aurskriða á Seyðisfirði

Mynd/Veðurstofa Íslands - mynd

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að veita Múlaþingi og stofnunum fjárstyrk til að mæta óvæntum og ófyrirséðum útgjöldum vegna brýnustu viðbragða og framkvæmda í kjölfar aurskriðanna á Seyðisfirði í desember 2020.

Samþykkt hefur verið að veita níu stofnunum auka fjárveitingu vegna ófyrirséðna útgjalda að upphæð  640 m. kr. Stærstur hlutinn fer í Ofanflóðasjóð, til Veðurstofunnar og Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra.

Einnig hefur verið samþykkt að styrkja sveitarfélagið Múlaþing um 76 m. kr. vegna óvæntra útgjalda sveitarfélagsins. Sveitarfélagið ráðstafar styrknum eins og það metur best í endurreisn samfélagsins. Starfshópur ráðuneyta mun áfram vinna með sveitarfélaginu en í undirbúningi er verkáætlun um færslu menningarverðmætra húsa af hættusvæðum á Seyðisfirði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum