Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Yfirlýsing Norður- og Eystrasaltslandanna um fjármálastöðugleika

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing hlutaðeigandi ráðuneyta, seðlabanka, fjármálaeftirlita og skilavalda (resolution authorities) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum um samvinnu landanna og samræmingu á sviði fjármálastöðugleika.

Norður- og Eystrasaltlöndin hafa sameiginlega hagsmuni á sviði fjármálastöðugleika vegna innbyrðis tengsla í fjármálakerfum landanna. Því er aukin samvinna og samræming á milli landanna mikilvæg til þess að viðhalda fjármálastöðugleika.

Samstarf þeirra aðila sem undirrita viljayfirlýsinguna stuðlar að fjármálastöðugleika á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum sem munu njóta góðs af aukinni samvinnu og samhæfingu sem lýst er í viljayfirlýsingunni.

Nýja viljayfirlýsingin kemur í stað fyrra samkomulags frá árinu 2010 milli hlutaðeigandi ráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftirlita. Viljayfirlýsingin er ekki lagalega bindandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum