Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla nefndar um skipulag bankastarfsemi

Mynd/Hari - myndMynd/Hari

Nefnd sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í júlí 2017 um skipulag bankastarfsemi á Íslandi hefur skilað skýrslu til ráðherra.

Var nefndinni falið að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að gera breytingar á núverandi skipan mála og eftir atvikum leggja fram tillögur.

Í niðurstöðum nefndarinnar kemur m.a. fram að starfsumgjörð fjármálamarkaðar hafi verið gjörbylt frá fjármálakreppunni 2008 og breytingar í regluverki og eftirliti tekið á helstu áhættum sem gerðu bankakerfið fallvalt í aðdraganda hennar. Bankarnir standi nú styrkum fótum og ekkert bendi til þess að það breytist á næstu misserum. Í ljósi sögunnar sé samt skynsamlegt að dregin verði varnarlína um hvað fjárfestingarbankastarfsemi á grunni beinnar og óbeinnar stöðutöku geti vaxið mikið hjá stærstu bönkunum, þeim sem teljast kerfislega mikilvægir hér á landi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum